Taldi jafnvel líkur á að eiga ekki afturkvæmt til Íslands eftir starfið í Rannsóknarnefnd Alþingis Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur er ein þeirra þriggja sem sat í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma, en því starfi lauk þegar út kom um 1700 blaðsíðna skýrsla um bankahrunið. Sigríður viðurkennir að hafa jafnvel talið líkur á því að hún ætti ekki afturkvæmt til Íslands ef hún þæði það boð að sitja í nefndinni, en síðar starfaði hún þó sem framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands. Síðustu árin hefur Sigríður kennt við hagfræðideild Yale, en á þessu ári flutti hún sig um set og starfar nú við starfar nú við alþjóðahagfræðideild Columbia háskólanum í New York. Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta stór ákvörðun að taka og velti henni alvarlega fyrir mér. Enda hafði ég á tilfinningunni að ég myndi jafnvel ekki eiga afturkvæmt til Íslands ef ég þæði boðið,“ segir Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur þegar talið berst að setu hennar í Rannsóknarnefnd Alþingis á sínum tíma. Sem á endanum skilaði af sér 1700 blaðsíðna skýrslu þar sem allt er týnt til um það, hverjar voru helstu orsakir á vanköntum og skýringar á aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Þegar Sigríður tók sæti í Rannsóknarnefndinni hafði hún búið í Bandaríkjunum í nokkuð langan tíma en árið 2005 lauk hún doktorprófi í hagfræði frá Yale háskólanum og að því loknu starfaði hún sem hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna í tvö ár. Frá árinu 2007 til 2012 starfaði Sigríður við Yale en þó með hléi á meðan hún sinnti starfi Rannsóknarnefnd Alþingis. Síðar tók hún við starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2016 og tók að kenna við hagfræðideild Yale á ný. Á þessu ári flutti Sigríður sig um set og starfar nú við alþjóðahagfræðideild Columbia háskólanum í New York. „Mér finnst það megi auka fagmennsku á Íslandi,“ segir Sigríður meðal annars í viðtali þar sem farið er yfir starfsframan, lífið og tilveruna. Áttu þá við að Íslendingar séu ekki nógu agaðir í vinnubrögðum? „Agi er í rauninni það sama. Það er engin fagmennska ef aginn er ekki fyrir hendi,“ svarar Sigríður. Sigga Sigríður er fædd árið 1972 og alltaf kölluð Sigga. Faðir hennar var Benedikt Guðbjartsson lögfræðingur en hann lést árið 2019. Móðir Siggu er Edda Hermannsdóttir viðskiptafræðingur og Sigga á eina systur sem er fjórum árum eldri en hún og starfar sem fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar. Sigga á þrjá syni með eiginmanni sínum Arnari Geirssyni hjartaskurðlækni en þeir eru Benedikt Jens (fæddur árið 2002), Kristján Geir (fæddur 2002)og Arnar Helgi (fæddur 2005). „Ég var alin upp við það að við borðuðum alltaf saman kvöldmat,“ segir Sigga þegar hún rifjar upp æskuna í Norðurbænum í Hafnarfirði. „Við kvöldmatarborðið voru málin rædd og við vorum mjög samheldin fjölskylda. Það var mikil áhersla á menntun og foreldrar okkar lögðu áherslu á að ég og Helga systir mín hefðum þekkingu á heiminum. Mamma fór sjálf seint í nám því að henni gafst í raun ekki kostur á því fyrr en eftir að við fæddumst. Hluti af æskunni fór því í að fylgjast með foreldrum okkar vera að mennta sig eða bæta við sig menntun. Til dæmis bjuggum við um tíma í London vegna þess að þau voru bæði að bæta við sig námi þar.“ Sjálf var hún mikið í handbolta og segist svo sem lítið hafa velt fyrir sér hvað hana langaði að gera þegar hún yrði stór. Kannski helst læknisfræði sem var hugmynd um tíma. Í námi voru það helst stærðfræði og raungreinarnar sem heilluðu en einnig tungumál. Tvö sumur fór Sigga því til Danmerkur og tvö sumur starfaði hún í Þýskalandi. „Ég kláraði stúdentsprófið úr Versló vegna þess að þá voru reglurnar þannig að það var ekki séns að maður fengi að komast inn í MR sem var minn fyrsti valkostur, þegar maður kom úr Hafnarfirði. Það sama gilti um MH sem hefði verið minn seinni valkostur, þar komu hverfisreglurnar líka í veg fyrir að ég fengi inngöngu.“ Næst lá leiðin í Háskóla Íslands þaðan sem Sigga útskrifaðist úr hagfræði árið 1995 en með BS próf í tölvunarfræðum árið 1998. „Ég bjó í Norðurbænum í Hafnarfirði þar til við Arnar fórum að búa saman og þar sem læknisfræðinámið tók lengri tíma fyrir hann í háskólanum, ákvað ég að bæta við mig tölvunarfræðina eftir hagfræði á meðan ég var að bíða eftir honum. Við vorum mjög samtaka í því samt að eftir að háskólanámi lyki á Íslandi, færum við í framhaldsnám til Bandaríkjanna.“ Eiginmaður Sigríðar er Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir en þau fóru bæði í framhaldsnám til Bandaríkjanna og árið 2005 lauk Sigríður doktorsprófi í hagfræði í Yale. Sigríður og Arnar eiga þrjá syni sem allir fæddust á meðan Sigríður var í doktorsnáminu. Sumir litu mjög neikvætt á það að Sigríður væri að eignast börn á meðan hún væri í doktorsnámi. Meðal annars leiðbeinandinn hennar sem brást mjög neikvætt við. Skilaði loksins skömminni Sigga og Arnar námu bæði við Yale í New Haven í Connecticut og á meðan Sigga var í doktorsnáminu fæddust drengirnir. „Það var mjög óalgengt á þessum tíma að konur væru að eignast börn á meðan þær væru í doktorsnámi og ég varð alveg fyrir barðinu á því að það þætti neikvætt,“ segir Sigga. Besta dæmið um það viðhorf sem henni mætti var þegar leiðbeinandinn hennar í náminu einfaldlega lét sig hverfa. „Ég gleymi aldrei viðbrögðunum hans þegar að ég sagði honum að ég ætti von á barni númer tvö. Þá svaraði hann einfaldlega „Your timing sucks,“ og fljótlega hætti hann að svara öllum tölvupóstum frá mér. Lét sig hverfa sem var gífurlega mikið áfall fyrir mig því að ég hafði verið mjög ánægð með hann sem leiðbeinanda og starfað mjög náið með honum í mörgum verkefnum fram að því,“ segir Sigga. Ég skammaðist mín rosalega mikið þótt það hljómi undarlega en það tók mig hreinlega tíu til fimmtán ár að fara að tala loks um þetta. Áfallið varð mér einfaldlega svo mikið að mér fannst eins og skömmin hlyti þá að vera mín, að vera að aftur ófrísk í svona viðamiklu námi og rannsóknarverkefnum. Enda erum við að tala um samskipti sem voru þannig að daglega í margar vikur hafði ég talað við hann í tölvupósti. Síðan allt í einu hættir hann bara að svara mér! Nýverið fór ég samt að ræða þetta meira opinskátt og vill meina að með því hafi ég loks skilað skömminni.“ Fátt er reyndar með öllu illt því að sá leiðbeinandi sem Sigga fékk síðar var ekki af verri endanum. „Það var Robert J. Shiller sem síðan þá hefur hlotið Nóbelsverðlaunin þannig að þetta voru á endanum ekki slæm skipti.“ Eftir doktorsprófið tók við nokkuð sérstakur tími, ekki aðeins starfsframalega séð því Sigga segir að svo mikið álag hafi verið á eiginmanni sínum í hjartaskurðsnáminu og síðar sínum fyrstu starfsárum sem hjartaskurðlæknir í Bandaríkjunum að líkja megi fyrstu árum sonanna þannig að þá hafi hún verið einstæð móðir. „Við tókum þetta eitt sinn saman og meðalfjöldi klukkustunda sem Arnar var að vinna voru 105 tímar á viku. Enda þekktar þessar 36 klukkustunda vaktir á Bandarískum sjúkrahúsum.“ Um tíma fór Arnar að vinna í Fíladelfíu og þá voru þau hjónin í fjarbúð en fengu til sín aupair stúlkur síðar sem Sigga dásamar í tali og segist enn í góðu sambandi við. Sjálf fór Sigga að vinna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, sem staðsettur er í Washington DC. „Vinnubrögðin þarna voru hreint út sagt fagmennska fram í fingurgóma og það var í þessu starfi sem að mér lærðist að þú leggur aldrei neitt fram né ræðir, nema þá með því að rökstyðja það mjög vel. Hvað fékk þig til að gera þetta, hvers vegna gerðir þú þetta svona og hverju býstu við að það skili eru allt spurningar sem voru fastir liðir í öllu sem maður gerði en þetta er dæmi um það sem mér finnst vanta á Íslandi.“ Teymi Siggu sá um að greina og upplýsa um hátíðni fjármálamarkaði sem þýddi að mínútu fyrir mínútu var verið að greina stöðuna alla daga. Hreinlega frá morgni til kvölds. Seðlabankastjórarnir fengu stöðuna síðan til sín alla morgna. Þótt fjölskyldan hafi lengi búið í Bandaríkjunum, fyrst þegar synirnir voru litlir og aftur eftir að fjölskyldan sneri á ný til Bandaríkjanna 2016, segir Sigríður tengslin við Ísland mjög sterk. Fjölskyldan sé dugleg að ferðast um landið á sumrin og hér séu þau alltaf um áramótin. Í rannsóknarvinnu til Íslands Föstudaginn 13.júlí árið 2007 var síðasti starfsdagur Siggu hjá Seðlabanka Bandaríkjanna því að stuttu síðar hóf hún störf við kennslu og sem aðstoðarmaður deildarstjóra í Yale háskóla. „Og svo skrýtið sem það var, má segja að fyrstu upplýsingarnar um yfirvofandi hrun hafi byrjað að koma fram skýrt í gögnum tíu dögum eftir að ég hætti. Nokkrir fjárfestingasjóðir fjárfestingabankans Bear Sterns tilkynntu þá umtalsvert tap sem var skýr vísbending um að áhættan í fjármálakerfinu var umtalsverð.“ Sigga segir að auðvitað hafi örfáar raddir verið farnar að benda á rauð ljós þegar þetta var. En þær hafi verið fáar og enginn nógu hávær. Almennt var því enginn að gera sér grein fyrir því sem vofði yfir. „En fljótlega gerist það sem við þekkjum að heimsmyndin einfaldlega breyttist og það er þarna árið 2007 sem upplýsingar liggja fyrir um að skuldsetning fjármálafyrirtækja sé svo mikil og stutt í að þau fari að lenda í alvarlegum vandræðum. Það vildi svo til að ég var hætt í Seðlabankanum áður en þetta gerðist, en ef svo hefði ekki verið, hefði það aldrei komið til greina að ég hefði tekið sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis,“ segir Sigga og útskýrir að meðal annars hafi það verið hennar yfirmenn í bandaríska Seðlabankanum sem fóru yfir umsókn Íslands um lán frá þeim. Bankahrunið á Íslandi varð flestum sýnilegra fyrr en víða annars staðar í heiminum og viðurkennir Sigga að úr fjarlægð hafi henni fundist mjög sorglegt að sjá hvað var að gerast. Fyrst og fremst fólst hennar daglega líf þó í því að vera búsett í New Haven, að ala upp þrjá unga drengi og að kenna við Yale. „Ég var í ákveðinni fjarlægð sem mér fannst gott þegar að því kom að ég tók sæti í Rannsóknarnefndinni,“ segir Sigga og bætir við: „Stundum var það líka þannig á meðan ég var heima að vinna með nefndinni að einhver sagði já veistu ekki hver þetta er? Hann er sonur þessa manns sem var þetta ….. og svo framvegis. En ég tengdi bara ekkert við því við höfðum verið það lengi úti.“ Í um eitt og hálft ár var Sigga nánast alfarið á Íslandi og þá snertust hlutverkin við: Arnar var allt í einu einn með drengina. „Ég saknaði strákanna mikið vegna þess að fram að því hafði ég alltaf verið með þá . Þennan tíma sem að ég var að vinna í Rannsóknarnefndinni fór ég eiginlega ekkert heim enda voru unnir að lágmarki 12 klukkustunda vinnudagar og það má segja að ég hafi einfaldlega sökkt mér að fullu í þessa vinnu.“ Þótt Sigga hafi í fjölmiðlaviðtölum sagt að ekkert verk sé yfir gagnrýni hafið, er hún nokkuð ánægð með hverjar viðtökurnar voru almennt þegar skýrslan kom út. „Ég gróf mig í vinnu og var alveg undir það búin að lenda í óvæginni gagngrýni þegar skýrslan kom út. En það var ekki nema að mjög litlu leyti og því tel ég að viðtökurnar við skýrslunni hafi verið eins góðar og þær gátu orðið. Það var líka ekkert verra að nokkrum dögum síðar hófst Eyjafjallagosið sem hélt ýmsum í heljargreipum lengi á eftir þar sem flugsamgöngur stöðvuðust eða röskuðust alvarlega,“ segir Sigga og brosir. Með Siggu í nefndinni sátu Páll Hreinsson hæstaréttardómari og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. „Ég var látin tala fyrst þegar skýrslan var kynnt og það gætu eflaust einhverjir vel séð það á gömlum myndböndum hvað ég var stressuð þennan morgun. Enda hafði ég verið til klukkan þrjú um nóttina að reyna að redda einhverjum umbótum á ensku þýðingum á samantektarkafla skýrslunnar sem var mjög léleg og enn í dag verður að segjast að enska útgáfa á þeim kafla skýrslunnar sé ekki nógu góð.“ Þá segir hún að í flestu hafi verið farið eftir tillögum sem lagðar voru fram í skýrslunni um umbætur. Lengi var álagið á Arnari eiginmanni Sigríðar þannig að hún var nánast eins og einstæð móðir í Bandaríkjunum með synina þrjá. Enda 36 klukkustunda vaktir þekktar á bandarískum sjúkrahúsum og vinnudagar Arnars því að jafnaði mjög langir. Þegar Sigríður sat í Rannsóknarnefnd Alþingis snerist hlutverkið þó við, Arnar var einn með synina úti á meðan Sigríður sökkti sér í vinnu á Íslandi. Fjölskyldan heim Árið 2012 tók Sigga við af Tryggva Pálssyni sem framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands (SÍ) og þá kom að því að fjölskyldan fluttist búferlum heim. Enda voru allir til í það á þeim tíma segir Sigga og hugmyndin hafði alltaf verið að þau myndu flytja heim. „Síðar þegar að við fluttum út aftur voru líka allir jafn sammála því. Við urðum til dæmis fyrir vonbrigðum með íslenska skólakerfið og það voru því ekkert síður strákarnir sem vildu flytja út aftur til að komast aftur í bandaríska skóla.“ Sigga segir árin hjá SÍ starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hafa verið góð ár, mörg verkefna hafi verið erfið en áhugaverð. Við til dæmis köfuðum vel í stöðuna í löndum eins og Kóreu, Thailandi, Braselíu, Perú og víða þar sem hagkerfin eru opin og gjaldmiðlar eru „litlir“. Til að sjá hvað við hefðum átt að vera búin að læra af þeirra fjármálaáföllum og viðbrögðum við þeim. Nokkuð sem við gerðum ekki fyrir 2007, teljandi að við þyrftum ekkki að líta til reynslu nýmarkaðsríkja, enda við þróað land. Þetta reyndist augljóslega ekki rétt.“ Mörgu var breytt á þessum tíma að sögn Siggu, til dæmis til að koma í veg fyrir að örfá einkafyrirtæki eins og bankarnir voru, gætu kollvarpað krónunni eins og gerðist. „Sumt sem við lögðum fram á þessum tíma þótti nýstárlegt í Evrópu og oft kallaði það á mikinn rökstuðning því í sumu lögðum við fram þannig breytingar að í raun fólu þær í sér algjörlega breytt viðhorf.“ Þegar að því kom að flytja út aftur árið 2016, var kallað til fjölskyldufundar. „Við settumst niður öll fjölskyldan til að ræða hvort við ættum að flytja aftur út og ég ætlaði þá að hefja aftur kennslu við Yale og Arnar líka. En á fjölskyldufundinum höfðu allir neitunarvald og þetta var því ákvörðun sem var tekin jafn mikið af okkur hjónunum og drengjunum. Allir voru sammála því að flytja aftur út.“ Sigríður leggur áherslu á góða hreyfingu og segist alltaf vakna spennt á morgnana fyrir þeim verkefnum sem fyrir liggja hverju sinni. Sigríður segist hafa lært það í starfi sínu hjá Seðlabanka Bandaríkjanna hvernig fagmennskan er alltaf í fyrirrúmi en fagmennska er almennt eitthvað sem Sigríður telur mega auka á Íslandi. Vísir/Vilhelm Vaknar alltaf spennt Ýmislegt annað hefur týnst til hjá Siggu sem ekki hefur verið rakið hér. Til dæmis að hún hafi um tíma kennt fjármálanámskeið í HR samhliða og síðar í HÍ. Þá sat hún í bankaráði Landsbankans í fjögur ár, var í eitt og hálft ár í verkefni fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, sat í kerfisáhætturáði í Danska Seðlabankanum og vann að verkefni sem ytri sérfræðingur fyrir Seðlabankann í Svíþjóð. „Mér finnst hins vegar rosalega gaman að kenna og starfa í þessu akademíska umhverfi. Samhliða kennslunni hef ég síðan alltaf unnið að einhverju með sem flokka má undir áhugasvið. Lektor hlutverkið mitt í HÍ er má segja þetta hliðarverkefni mitt núna enda finnst mér frábært að kenna íslenskum nemendum.“ Núna í sumar flutti fjölskyldan sig um set til Columbia í New York og segir Sigga það að mestu skýrast af stórum markmiðum sem Arnar er með um sitt starf sem mjög sérhæfður hjartaskurðlæknir. „Við eigum hús í Vesturbænum og ætli það megi ekki segja að við séum á einhverju sjö til tíu ára plani núna. Erum hérna úti meira vegna starfa Arnars en mín en reynum líka að vera mikið heima. Strákarnir okkar hafa til dæmis verið í sumarvinnu heima og þar eigum við góðan ferðabíl og vitum fátt betra en góða ferð á Íslandi og erum alltaf heima um áramót. Ég myndi því segja að við værum alltaf mjög tengd Íslandi og líklegt að við komum aftur heim um síðir.“ Sjálf leggur Sigga líka áherslu á góða hreyfingu og segir hana ekki vera minni en sem nemur tíu stundum á viku. „Ætli það sé ekki best að segja að dagarnir mínir séu þannig að glasið er alltaf hálf fullt. Því í hvaða starfi ég svo sem er hverju sinni, þá vakna ég alltaf spennt fyrir verkefnum dagsins og finnst þau verkefni skemmtilegust sem við eiga hverju sinni.“ Starfsframi Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Alþingi Fjármálamarkaðir Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Sem á endanum skilaði af sér 1700 blaðsíðna skýrslu þar sem allt er týnt til um það, hverjar voru helstu orsakir á vanköntum og skýringar á aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Þegar Sigríður tók sæti í Rannsóknarnefndinni hafði hún búið í Bandaríkjunum í nokkuð langan tíma en árið 2005 lauk hún doktorprófi í hagfræði frá Yale háskólanum og að því loknu starfaði hún sem hagfræðingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna í tvö ár. Frá árinu 2007 til 2012 starfaði Sigríður við Yale en þó með hléi á meðan hún sinnti starfi Rannsóknarnefnd Alþingis. Síðar tók hún við starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2016 og tók að kenna við hagfræðideild Yale á ný. Á þessu ári flutti Sigríður sig um set og starfar nú við alþjóðahagfræðideild Columbia háskólanum í New York. „Mér finnst það megi auka fagmennsku á Íslandi,“ segir Sigríður meðal annars í viðtali þar sem farið er yfir starfsframan, lífið og tilveruna. Áttu þá við að Íslendingar séu ekki nógu agaðir í vinnubrögðum? „Agi er í rauninni það sama. Það er engin fagmennska ef aginn er ekki fyrir hendi,“ svarar Sigríður. Sigga Sigríður er fædd árið 1972 og alltaf kölluð Sigga. Faðir hennar var Benedikt Guðbjartsson lögfræðingur en hann lést árið 2019. Móðir Siggu er Edda Hermannsdóttir viðskiptafræðingur og Sigga á eina systur sem er fjórum árum eldri en hún og starfar sem fjármálastjóri Hafnarfjarðarbæjar. Sigga á þrjá syni með eiginmanni sínum Arnari Geirssyni hjartaskurðlækni en þeir eru Benedikt Jens (fæddur árið 2002), Kristján Geir (fæddur 2002)og Arnar Helgi (fæddur 2005). „Ég var alin upp við það að við borðuðum alltaf saman kvöldmat,“ segir Sigga þegar hún rifjar upp æskuna í Norðurbænum í Hafnarfirði. „Við kvöldmatarborðið voru málin rædd og við vorum mjög samheldin fjölskylda. Það var mikil áhersla á menntun og foreldrar okkar lögðu áherslu á að ég og Helga systir mín hefðum þekkingu á heiminum. Mamma fór sjálf seint í nám því að henni gafst í raun ekki kostur á því fyrr en eftir að við fæddumst. Hluti af æskunni fór því í að fylgjast með foreldrum okkar vera að mennta sig eða bæta við sig menntun. Til dæmis bjuggum við um tíma í London vegna þess að þau voru bæði að bæta við sig námi þar.“ Sjálf var hún mikið í handbolta og segist svo sem lítið hafa velt fyrir sér hvað hana langaði að gera þegar hún yrði stór. Kannski helst læknisfræði sem var hugmynd um tíma. Í námi voru það helst stærðfræði og raungreinarnar sem heilluðu en einnig tungumál. Tvö sumur fór Sigga því til Danmerkur og tvö sumur starfaði hún í Þýskalandi. „Ég kláraði stúdentsprófið úr Versló vegna þess að þá voru reglurnar þannig að það var ekki séns að maður fengi að komast inn í MR sem var minn fyrsti valkostur, þegar maður kom úr Hafnarfirði. Það sama gilti um MH sem hefði verið minn seinni valkostur, þar komu hverfisreglurnar líka í veg fyrir að ég fengi inngöngu.“ Næst lá leiðin í Háskóla Íslands þaðan sem Sigga útskrifaðist úr hagfræði árið 1995 en með BS próf í tölvunarfræðum árið 1998. „Ég bjó í Norðurbænum í Hafnarfirði þar til við Arnar fórum að búa saman og þar sem læknisfræðinámið tók lengri tíma fyrir hann í háskólanum, ákvað ég að bæta við mig tölvunarfræðina eftir hagfræði á meðan ég var að bíða eftir honum. Við vorum mjög samtaka í því samt að eftir að háskólanámi lyki á Íslandi, færum við í framhaldsnám til Bandaríkjanna.“ Eiginmaður Sigríðar er Arnar Geirsson hjartaskurðlæknir en þau fóru bæði í framhaldsnám til Bandaríkjanna og árið 2005 lauk Sigríður doktorsprófi í hagfræði í Yale. Sigríður og Arnar eiga þrjá syni sem allir fæddust á meðan Sigríður var í doktorsnáminu. Sumir litu mjög neikvætt á það að Sigríður væri að eignast börn á meðan hún væri í doktorsnámi. Meðal annars leiðbeinandinn hennar sem brást mjög neikvætt við. Skilaði loksins skömminni Sigga og Arnar námu bæði við Yale í New Haven í Connecticut og á meðan Sigga var í doktorsnáminu fæddust drengirnir. „Það var mjög óalgengt á þessum tíma að konur væru að eignast börn á meðan þær væru í doktorsnámi og ég varð alveg fyrir barðinu á því að það þætti neikvætt,“ segir Sigga. Besta dæmið um það viðhorf sem henni mætti var þegar leiðbeinandinn hennar í náminu einfaldlega lét sig hverfa. „Ég gleymi aldrei viðbrögðunum hans þegar að ég sagði honum að ég ætti von á barni númer tvö. Þá svaraði hann einfaldlega „Your timing sucks,“ og fljótlega hætti hann að svara öllum tölvupóstum frá mér. Lét sig hverfa sem var gífurlega mikið áfall fyrir mig því að ég hafði verið mjög ánægð með hann sem leiðbeinanda og starfað mjög náið með honum í mörgum verkefnum fram að því,“ segir Sigga. Ég skammaðist mín rosalega mikið þótt það hljómi undarlega en það tók mig hreinlega tíu til fimmtán ár að fara að tala loks um þetta. Áfallið varð mér einfaldlega svo mikið að mér fannst eins og skömmin hlyti þá að vera mín, að vera að aftur ófrísk í svona viðamiklu námi og rannsóknarverkefnum. Enda erum við að tala um samskipti sem voru þannig að daglega í margar vikur hafði ég talað við hann í tölvupósti. Síðan allt í einu hættir hann bara að svara mér! Nýverið fór ég samt að ræða þetta meira opinskátt og vill meina að með því hafi ég loks skilað skömminni.“ Fátt er reyndar með öllu illt því að sá leiðbeinandi sem Sigga fékk síðar var ekki af verri endanum. „Það var Robert J. Shiller sem síðan þá hefur hlotið Nóbelsverðlaunin þannig að þetta voru á endanum ekki slæm skipti.“ Eftir doktorsprófið tók við nokkuð sérstakur tími, ekki aðeins starfsframalega séð því Sigga segir að svo mikið álag hafi verið á eiginmanni sínum í hjartaskurðsnáminu og síðar sínum fyrstu starfsárum sem hjartaskurðlæknir í Bandaríkjunum að líkja megi fyrstu árum sonanna þannig að þá hafi hún verið einstæð móðir. „Við tókum þetta eitt sinn saman og meðalfjöldi klukkustunda sem Arnar var að vinna voru 105 tímar á viku. Enda þekktar þessar 36 klukkustunda vaktir á Bandarískum sjúkrahúsum.“ Um tíma fór Arnar að vinna í Fíladelfíu og þá voru þau hjónin í fjarbúð en fengu til sín aupair stúlkur síðar sem Sigga dásamar í tali og segist enn í góðu sambandi við. Sjálf fór Sigga að vinna hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, sem staðsettur er í Washington DC. „Vinnubrögðin þarna voru hreint út sagt fagmennska fram í fingurgóma og það var í þessu starfi sem að mér lærðist að þú leggur aldrei neitt fram né ræðir, nema þá með því að rökstyðja það mjög vel. Hvað fékk þig til að gera þetta, hvers vegna gerðir þú þetta svona og hverju býstu við að það skili eru allt spurningar sem voru fastir liðir í öllu sem maður gerði en þetta er dæmi um það sem mér finnst vanta á Íslandi.“ Teymi Siggu sá um að greina og upplýsa um hátíðni fjármálamarkaði sem þýddi að mínútu fyrir mínútu var verið að greina stöðuna alla daga. Hreinlega frá morgni til kvölds. Seðlabankastjórarnir fengu stöðuna síðan til sín alla morgna. Þótt fjölskyldan hafi lengi búið í Bandaríkjunum, fyrst þegar synirnir voru litlir og aftur eftir að fjölskyldan sneri á ný til Bandaríkjanna 2016, segir Sigríður tengslin við Ísland mjög sterk. Fjölskyldan sé dugleg að ferðast um landið á sumrin og hér séu þau alltaf um áramótin. Í rannsóknarvinnu til Íslands Föstudaginn 13.júlí árið 2007 var síðasti starfsdagur Siggu hjá Seðlabanka Bandaríkjanna því að stuttu síðar hóf hún störf við kennslu og sem aðstoðarmaður deildarstjóra í Yale háskóla. „Og svo skrýtið sem það var, má segja að fyrstu upplýsingarnar um yfirvofandi hrun hafi byrjað að koma fram skýrt í gögnum tíu dögum eftir að ég hætti. Nokkrir fjárfestingasjóðir fjárfestingabankans Bear Sterns tilkynntu þá umtalsvert tap sem var skýr vísbending um að áhættan í fjármálakerfinu var umtalsverð.“ Sigga segir að auðvitað hafi örfáar raddir verið farnar að benda á rauð ljós þegar þetta var. En þær hafi verið fáar og enginn nógu hávær. Almennt var því enginn að gera sér grein fyrir því sem vofði yfir. „En fljótlega gerist það sem við þekkjum að heimsmyndin einfaldlega breyttist og það er þarna árið 2007 sem upplýsingar liggja fyrir um að skuldsetning fjármálafyrirtækja sé svo mikil og stutt í að þau fari að lenda í alvarlegum vandræðum. Það vildi svo til að ég var hætt í Seðlabankanum áður en þetta gerðist, en ef svo hefði ekki verið, hefði það aldrei komið til greina að ég hefði tekið sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis,“ segir Sigga og útskýrir að meðal annars hafi það verið hennar yfirmenn í bandaríska Seðlabankanum sem fóru yfir umsókn Íslands um lán frá þeim. Bankahrunið á Íslandi varð flestum sýnilegra fyrr en víða annars staðar í heiminum og viðurkennir Sigga að úr fjarlægð hafi henni fundist mjög sorglegt að sjá hvað var að gerast. Fyrst og fremst fólst hennar daglega líf þó í því að vera búsett í New Haven, að ala upp þrjá unga drengi og að kenna við Yale. „Ég var í ákveðinni fjarlægð sem mér fannst gott þegar að því kom að ég tók sæti í Rannsóknarnefndinni,“ segir Sigga og bætir við: „Stundum var það líka þannig á meðan ég var heima að vinna með nefndinni að einhver sagði já veistu ekki hver þetta er? Hann er sonur þessa manns sem var þetta ….. og svo framvegis. En ég tengdi bara ekkert við því við höfðum verið það lengi úti.“ Í um eitt og hálft ár var Sigga nánast alfarið á Íslandi og þá snertust hlutverkin við: Arnar var allt í einu einn með drengina. „Ég saknaði strákanna mikið vegna þess að fram að því hafði ég alltaf verið með þá . Þennan tíma sem að ég var að vinna í Rannsóknarnefndinni fór ég eiginlega ekkert heim enda voru unnir að lágmarki 12 klukkustunda vinnudagar og það má segja að ég hafi einfaldlega sökkt mér að fullu í þessa vinnu.“ Þótt Sigga hafi í fjölmiðlaviðtölum sagt að ekkert verk sé yfir gagnrýni hafið, er hún nokkuð ánægð með hverjar viðtökurnar voru almennt þegar skýrslan kom út. „Ég gróf mig í vinnu og var alveg undir það búin að lenda í óvæginni gagngrýni þegar skýrslan kom út. En það var ekki nema að mjög litlu leyti og því tel ég að viðtökurnar við skýrslunni hafi verið eins góðar og þær gátu orðið. Það var líka ekkert verra að nokkrum dögum síðar hófst Eyjafjallagosið sem hélt ýmsum í heljargreipum lengi á eftir þar sem flugsamgöngur stöðvuðust eða röskuðust alvarlega,“ segir Sigga og brosir. Með Siggu í nefndinni sátu Páll Hreinsson hæstaréttardómari og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. „Ég var látin tala fyrst þegar skýrslan var kynnt og það gætu eflaust einhverjir vel séð það á gömlum myndböndum hvað ég var stressuð þennan morgun. Enda hafði ég verið til klukkan þrjú um nóttina að reyna að redda einhverjum umbótum á ensku þýðingum á samantektarkafla skýrslunnar sem var mjög léleg og enn í dag verður að segjast að enska útgáfa á þeim kafla skýrslunnar sé ekki nógu góð.“ Þá segir hún að í flestu hafi verið farið eftir tillögum sem lagðar voru fram í skýrslunni um umbætur. Lengi var álagið á Arnari eiginmanni Sigríðar þannig að hún var nánast eins og einstæð móðir í Bandaríkjunum með synina þrjá. Enda 36 klukkustunda vaktir þekktar á bandarískum sjúkrahúsum og vinnudagar Arnars því að jafnaði mjög langir. Þegar Sigríður sat í Rannsóknarnefnd Alþingis snerist hlutverkið þó við, Arnar var einn með synina úti á meðan Sigríður sökkti sér í vinnu á Íslandi. Fjölskyldan heim Árið 2012 tók Sigga við af Tryggva Pálssyni sem framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands (SÍ) og þá kom að því að fjölskyldan fluttist búferlum heim. Enda voru allir til í það á þeim tíma segir Sigga og hugmyndin hafði alltaf verið að þau myndu flytja heim. „Síðar þegar að við fluttum út aftur voru líka allir jafn sammála því. Við urðum til dæmis fyrir vonbrigðum með íslenska skólakerfið og það voru því ekkert síður strákarnir sem vildu flytja út aftur til að komast aftur í bandaríska skóla.“ Sigga segir árin hjá SÍ starfi framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika hafa verið góð ár, mörg verkefna hafi verið erfið en áhugaverð. Við til dæmis köfuðum vel í stöðuna í löndum eins og Kóreu, Thailandi, Braselíu, Perú og víða þar sem hagkerfin eru opin og gjaldmiðlar eru „litlir“. Til að sjá hvað við hefðum átt að vera búin að læra af þeirra fjármálaáföllum og viðbrögðum við þeim. Nokkuð sem við gerðum ekki fyrir 2007, teljandi að við þyrftum ekkki að líta til reynslu nýmarkaðsríkja, enda við þróað land. Þetta reyndist augljóslega ekki rétt.“ Mörgu var breytt á þessum tíma að sögn Siggu, til dæmis til að koma í veg fyrir að örfá einkafyrirtæki eins og bankarnir voru, gætu kollvarpað krónunni eins og gerðist. „Sumt sem við lögðum fram á þessum tíma þótti nýstárlegt í Evrópu og oft kallaði það á mikinn rökstuðning því í sumu lögðum við fram þannig breytingar að í raun fólu þær í sér algjörlega breytt viðhorf.“ Þegar að því kom að flytja út aftur árið 2016, var kallað til fjölskyldufundar. „Við settumst niður öll fjölskyldan til að ræða hvort við ættum að flytja aftur út og ég ætlaði þá að hefja aftur kennslu við Yale og Arnar líka. En á fjölskyldufundinum höfðu allir neitunarvald og þetta var því ákvörðun sem var tekin jafn mikið af okkur hjónunum og drengjunum. Allir voru sammála því að flytja aftur út.“ Sigríður leggur áherslu á góða hreyfingu og segist alltaf vakna spennt á morgnana fyrir þeim verkefnum sem fyrir liggja hverju sinni. Sigríður segist hafa lært það í starfi sínu hjá Seðlabanka Bandaríkjanna hvernig fagmennskan er alltaf í fyrirrúmi en fagmennska er almennt eitthvað sem Sigríður telur mega auka á Íslandi. Vísir/Vilhelm Vaknar alltaf spennt Ýmislegt annað hefur týnst til hjá Siggu sem ekki hefur verið rakið hér. Til dæmis að hún hafi um tíma kennt fjármálanámskeið í HR samhliða og síðar í HÍ. Þá sat hún í bankaráði Landsbankans í fjögur ár, var í eitt og hálft ár í verkefni fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, sat í kerfisáhætturáði í Danska Seðlabankanum og vann að verkefni sem ytri sérfræðingur fyrir Seðlabankann í Svíþjóð. „Mér finnst hins vegar rosalega gaman að kenna og starfa í þessu akademíska umhverfi. Samhliða kennslunni hef ég síðan alltaf unnið að einhverju með sem flokka má undir áhugasvið. Lektor hlutverkið mitt í HÍ er má segja þetta hliðarverkefni mitt núna enda finnst mér frábært að kenna íslenskum nemendum.“ Núna í sumar flutti fjölskyldan sig um set til Columbia í New York og segir Sigga það að mestu skýrast af stórum markmiðum sem Arnar er með um sitt starf sem mjög sérhæfður hjartaskurðlæknir. „Við eigum hús í Vesturbænum og ætli það megi ekki segja að við séum á einhverju sjö til tíu ára plani núna. Erum hérna úti meira vegna starfa Arnars en mín en reynum líka að vera mikið heima. Strákarnir okkar hafa til dæmis verið í sumarvinnu heima og þar eigum við góðan ferðabíl og vitum fátt betra en góða ferð á Íslandi og erum alltaf heima um áramót. Ég myndi því segja að við værum alltaf mjög tengd Íslandi og líklegt að við komum aftur heim um síðir.“ Sjálf leggur Sigga líka áherslu á góða hreyfingu og segir hana ekki vera minni en sem nemur tíu stundum á viku. „Ætli það sé ekki best að segja að dagarnir mínir séu þannig að glasið er alltaf hálf fullt. Því í hvaða starfi ég svo sem er hverju sinni, þá vakna ég alltaf spennt fyrir verkefnum dagsins og finnst þau verkefni skemmtilegust sem við eiga hverju sinni.“
Starfsframi Íslendingar erlendis Íslenskir bankar Alþingi Fjármálamarkaðir Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
„Maður verður stundum að þora að taka áhættu“ „Fyrirtæki eiga ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að fólk staldri stutt við. Því það hvort einhver starfi hjá okkur í tvö ár eða tíu ár skiptir ekki öllu máli, heldur frekar hvernig okkur tekst til á þeim tíma sem viðkomandi er í starfi hjá okkur. Til dæmis hvaða tækifæri við gáfum þeim?“ segir Þórhallur Örn Flosason Head of Global Learning Operations at PepsiCo í Bandaríkjunum. 20. maí 2022 07:00
Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. 24. apríl 2023 07:01
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02