Bjarni undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi Fjármálaráðherra undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi þegar kemur að skuldbindingum ríkisins vegna yfirvofandi gjaldþrots ÍL-sjóðsins sem fóstrar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart lífeyrissjóðunum. Innlent 10. maí 2023 19:40
Fulltrúar fjórðungs fullvalda ríkja heims á leið til Reykjavíkur Von er á fulltrúum fjórðungs allra fullvalda ríkja í heiminum á leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík í næstu viku. Þetta verður lang stærsti viðburður sem haldinn hefur verið hér á landi og kallar á samvinnu fjölda ráðuneyta og nær alls lögregluliðs landsins. Innlent 10. maí 2023 19:30
Tækifæri tónlistarinnar Í einni stærstu tónlistarviku ársins er viðeigandi að skrifa um þau risastóru skref sem við höfum tekið á Alþingi síðustu daga, í þágu íslenskt tónlistarlífs. Skoðun 10. maí 2023 18:01
Anna Kolbrún Árnadóttir er látin Anna Kolbrún Árnadóttir, varaþingmaður og fyrrverandi þingmaður, er látin 53 ára að aldri. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun. Innlent 10. maí 2023 15:42
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. Innlent 10. maí 2023 12:23
Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. Innlent 10. maí 2023 12:12
Framsókn endurmarkar skattahækkanir sem millifærslur Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagðist á sveif með Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, og öðrum þingmönnum Vinstri grænna þegar hann kallaði eftir skattahækkunum á viðskiptabankana í Silfrinu. Bankarnir skiluðu jú methagnaði upp á samtals 20 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Klinkið 10. maí 2023 10:05
Segir það ekki satt að hún geti afturkallað leyfið Matvælaráðherra segir það ekki rétt að hún geti afturkallað hvalveiðileyfi Hvals hf. sem er í gildi út þetta ár. Ekki liggur fyrir hvort leyfið verði endurnýjað á næsta ári. Innlent 9. maí 2023 20:02
Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. Innlent 9. maí 2023 18:07
Framtíð fjölbreyttra framhaldsskóla Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Skoðun 9. maí 2023 18:00
Tómas segir nei við fíkniefnum eins og Nancy Fjölmargir þingmenn stigu í púlt nú síðdegis til að ræða um notkun ópíóíðalyfja, þeirra á meðal Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. Hann vill opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkursamtakanna. Innlent 9. maí 2023 16:31
Er ekki best að gefa Sjálfstæðisflokknum frí? Staða borgarinnar er þröng rétt eins og ríkisins og flestra sveitarfélaga. Ástæðan er margþætt en mestu munar um ófyrirsjáanlegan kostnað vegna COVID heimsfaraldursins og stórauknum fjármagnskostnaði vegna verðbólgu en síðast en ekki síst áralanga sögu erfiðra samskipta við ríkið um fjármögnun málaflokka sem fluttir hafa verið úr höndum ríkisins til sveitarfélaganna. Skoðun 9. maí 2023 15:30
Bíður eftir tillögum frá samráðshópi um sjúkraflug á Suðurlandi Heilbrigðisráðherra segist hafa fullan skilning á áhyggjum ferðaþjónustu- og viðbragðsaðila af fjölgun ferðamanna og skorti á bráðaviðbragði á ferðamannastöðum. Hann segist nú bíða eftir niðurstöðum starfshóps um sjúkraflug. Lykilatriði sé að styrkja viðbragðsþjónustu um land allt. Innlent 9. maí 2023 14:01
Að þekkja sinn vitjunartíma Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa. Skoðun 9. maí 2023 14:01
Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga. Innlent 9. maí 2023 13:12
Evrópskt hlaðborð eða súrt hvalkjöt? Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Skoðun 9. maí 2023 13:01
Varið ykkur á Kópavogslæknum! Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Skoðun 9. maí 2023 12:01
Stígi skref til baka í átt að sjálfstæðara FME Seðlabankastjóri segir að sér finnist ekki ólíklegt að stigin verði skref til baka frá sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins í átt að því að gera eftirlitið sjálfstæðara. Viðskipti innlent 9. maí 2023 11:11
Ekki í boði að gefast upp Þann 12. júlí 2022 blés ríkisstjórn Íslands til blaðamannafundar og undirritaði rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um að stefnt verði að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu 10 árum. Skoðun 9. maí 2023 09:02
Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálaseftirlitsnefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits munu mæta á opinn fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sem hefst klukkan 9:15 í dag. Viðskipti innlent 9. maí 2023 08:45
Skoða uppbyggingu sérstaks búsetuúrræðis fyrir flóttafólk í borginni Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að hefja viðræður við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um að fundin verði staðsetning fyrir svokallaða Skjólgarða, búsetuúrræðis fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Innlent 9. maí 2023 08:04
Eigi að „drullast“ til að rukka ferðamenn til að koma upp neyðarþjónustu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar ætlar að þrýsta á að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað að nýju. Verkefnið var sett á ís í Covid en þingmaðurinn segir nú kominn tíma til að hefja það að nýju, þegar von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins. Innlent 9. maí 2023 07:01
Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna aðgerðaleysis Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár. Innlent 9. maí 2023 07:01
Hefði verið gott að hafa nemendur í stýrihóp um sameiningar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að gott hefði verið ef framhaldsskólanemendur hefðu fengið sæti við borðið í stýrihópi menntamálaráðuneytisins sem falið var að kanna fýsileika á sameiningum menntaskóla. Innlent 8. maí 2023 21:41
„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. Innlent 8. maí 2023 21:02
Umbæru aldrei slíka meðferð á öðrum dýrategundum Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að Íslendingar myndu aldrei sætta sig við að aðrar dýrategundir væru látnar sæta sömu meðferð og hvalir eins og lýst er í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar. Ráðherra sé skylt að afturkalla veiðileyfi á grundvelli hennar. Innlent 8. maí 2023 20:59
„Þetta gerir mig bæði öskureiða og sorgmædda“ Móðir stúlku í Laugarnesskóla er bæði öskureið og sorgmædd yfir að borgaryfirvöldum hafi ekki tekist að tryggja heilnæmt skólaumhverfi fyrir börnin sín. Dóttir hennar hafi verið líkt og langveik þegar verst lét eftir heilan vetur í skólastofu með rakaskemmdum. Innlent 8. maí 2023 19:40
„Mér finnst þetta náttúrulega alveg rosalega mikið“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir starfsmannafjölda ráðuneytanna vera mikinn. Hún gagnrýnir að hið opinbera keppi um starfsfólk við markað og bjóði betri kjör. Ekki sé hægt að horfa fram hjá því að báknið hafi blásið út á vakt Sjálfstæðisflokksins. Innlent 8. maí 2023 17:13
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. Innlent 8. maí 2023 16:44
Umbi vill skýrari svör frá Bjarna um Íslandsbankasöluna Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir frekari skýringum af hálfu Bjarna Benediktssonar á hæfi hans en þetta er vegna sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra. Innlent 8. maí 2023 11:24