„Meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júlí 2023 13:00 Björn Leví telur ólíklegt að nefndin komi saman fyrr en í ágúst. Vísir/Vilhelm Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins hafa kallað eftir því að nefndin komi saman til að ræða bæði Lindarhvolsmálið og Íslandsbankasöluna. Einn þeirra telur ólíklegt að nefndin verði kölluð saman. Engin viðbrögð hafi borist frá meirihluta nefndarinnar. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í fjárlaganefnd fór fram á það um helgina að nefndin komi saman í þessari viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnafulltrúi í nefndinni, farið fram á að Bjarkey Olsen, formaður nefndarinnar óski eftir upplýsingum um hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. „[Nefndin þarf að ræða] bæði Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið, sem hafa verið umfjöllunarefni í fjárlaganefnd og við höfum kallað eftir að nefndin verði kölluð saman vegna. Það er ekki komið neitt svar við því í rauninni þannig að við klórum okkur aðeins í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki nógu mikilvægt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni. Nefndarfundur í fyrsta lagi 10. ágúst Bæði hann og Eyjólfur Ármannsson, fulltrúi Flokks Fólksins í nefndinni, hafi tekið undir kröfu Jóhanns um að nefndin komi saman. Ekkert hafi þó heyrst frá öðrum nefndarmönnum sem eru í meirihluta. „Það komu hins vegar svör út af fyrirspurnum sem við höfum verið með vegna þessara mála. Við höfum óskað eftir því að það séu sendar fyrirspurnir í gegn um nefndina. Til þess að það sé hægt að senda þær út formlega þarf að kalla saman nefndarfund. Því hefur einfaldlega verið hafnað að því leyti til að það er sagt að þetta sé ekki nægilega mikilvægt.“ Ekki má kalla nefndir þingsins saman frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn sé. Hann gerir ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir það. „Það verður að vera. Þingskaparlögin eru þannig að það þarf að kalla saman nefndina þegar fjórðungur nefndarmanna biður um það. Eins fljótt og verða má en það er þá fyrsti dagurinn, fyrst að meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt, sem má og það er 10. ágúst,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen formanni fjárlaganefndar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Píratar Íslandsbanki Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi hennar í fjárlaganefnd fór fram á það um helgina að nefndin komi saman í þessari viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Þá hefur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnafulltrúi í nefndinni, farið fram á að Bjarkey Olsen, formaður nefndarinnar óski eftir upplýsingum um hvort Bankasýslan hafi greitt út söluþóknanir sem ákveðið var að halda eftir þegar útboðsferlið var tekið til rannsóknar. „[Nefndin þarf að ræða] bæði Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið, sem hafa verið umfjöllunarefni í fjárlaganefnd og við höfum kallað eftir að nefndin verði kölluð saman vegna. Það er ekki komið neitt svar við því í rauninni þannig að við klórum okkur aðeins í hausnum og veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki nógu mikilvægt,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni. Nefndarfundur í fyrsta lagi 10. ágúst Bæði hann og Eyjólfur Ármannsson, fulltrúi Flokks Fólksins í nefndinni, hafi tekið undir kröfu Jóhanns um að nefndin komi saman. Ekkert hafi þó heyrst frá öðrum nefndarmönnum sem eru í meirihluta. „Það komu hins vegar svör út af fyrirspurnum sem við höfum verið með vegna þessara mála. Við höfum óskað eftir því að það séu sendar fyrirspurnir í gegn um nefndina. Til þess að það sé hægt að senda þær út formlega þarf að kalla saman nefndarfund. Því hefur einfaldlega verið hafnað að því leyti til að það er sagt að þetta sé ekki nægilega mikilvægt.“ Ekki má kalla nefndir þingsins saman frá 1. júlí til 10. ágúst nema brýn nauðsyn sé. Hann gerir ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir það. „Það verður að vera. Þingskaparlögin eru þannig að það þarf að kalla saman nefndina þegar fjórðungur nefndarmanna biður um það. Eins fljótt og verða má en það er þá fyrsti dagurinn, fyrst að meirihlutanum finnst þetta ekki nógu mikilvægt, sem má og það er 10. ágúst,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen formanni fjárlaganefndar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Píratar Íslandsbanki Starfsemi Lindarhvols Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00 Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20 Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. 10. júlí 2023 11:00
Fer fram á að fjárlaganefnd sé kölluð saman Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd Alþingis, fer fram á að nefndin komi saman í næstu viku til að taka fyrir upplýsingabeiðnir stjórnvalda vegna sölunnar á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 8. júlí 2023 14:20
Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. 8. júlí 2023 11:09