Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Pólariseríng minni en síðast

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Á­fram Sósíal­istar! Á­fram fé­lags­hyggjan!“

„Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“

Innlent
Fréttamynd

Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um traust

Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust.

Skoðun
Fréttamynd

Hafn­firðingar eru á­nægðir með bæinn sinn

Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt.

Skoðun
Fréttamynd

Höldum á­fram að gera þetta saman – Gerum gott betra

Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara.

Skoðun
Fréttamynd

Veldu Viðreisn

Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Á­nægju­leg efri ár á Akur­eyri okkar allra

Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum er að leggja aukna áherslu á lýðheilsu eldri borgara og að unnið verði áfram í anda aðgerðaráætlunar um málefni eldri borgara sem samþykkt var í desember 2021.

Skoðun
Fréttamynd

C þig á kjör­stað

Á laugardaginn færð þú kæri kjósandi tækifæri til að nýta kosningaréttinn. Við hvetjum þig til að mæta á kjörstað og taka þannig þátt í virku lýðræði, sýna kjörnum fulltrúum aðhald og taka afstöðu. Frambjóðendur Viðreisnar er hópur fólks sem brennur fyrir upplýstari, sanngjarnari og skilvirkari Garðabæ þar sem ábyrg fjármálastjórn mun skila sér í aukinni þjónustu og velferð fyrir okkur öll.

Skoðun
Fréttamynd

Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega

Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn.

Innlent
Fréttamynd

Ögur­stund Reykja­víkur­flug­vallar

Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring.

Skoðun
Fréttamynd

Við­reisn er fyrir alla þó svo pólitík sé það ekki

Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg.

Skoðun
Fréttamynd

Þrepa­skipt út­svar

Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Skulda­söfnun Reykja­víkur­borgar verður að linna

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt.

Skoðun
Fréttamynd

Sameining eða ekki?

Síðustu ár hefur umræða um sameiningu sveitarfélaga verið mikið í umræðunni. Á Íslandi eru 69 sveitarfélög og hafa mörg sveitarfélög sameinast á síðustu árum. Sveitarfélög þessi eru misstór en öll sinna þau sama grunnhlutverki í okkar nærsamfélagi. 

Skoðun
Fréttamynd

Kosningavakan í ár verður á Stöð 2 Vísi

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður á kosningavaktinni alla helgina þegar úrslitin ráðast í baráttunni um sveitarstjórnir landsins. Í ár verður kosningavaka fréttastofunnar á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi sem er opin öllum.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­mál og bættar sam­göngur í Kópa­vogi

Loftslagsvá steðjar að jörðinni okkar og til að takast á við þetta stærsta verkefni mannkynsins þurfum við öll að breyta lífsvenjum okkar. Sveitarstjórnir leika stórt hlutverk í umhverfismálum og ákvarðanir þeirra og skipulag getur haft afgerandi áhrif á loftslagsmál.

Skoðun
Fréttamynd

Allar borgir þurfa Pawel

Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna munar um Mið­flokkinn í borgar­stjórn?

Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Ekki of gömul fyrir símaöt

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Hús­næðis­vandi Fram­sóknar­flokksins

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjum treystir þú?

Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum.

Skoðun