Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Seðla­banki Ís­lands

Það vekur furðu hve skýrsla erlendra sérfræðinga um Seðlabanka Íslands hefur fengið litla umfjöllun. Sérfræðingarnir eru þrír með Patrick Honohan fyrrverandi seðlabankastjóra Írlands í broddi fylkingar.

Skoðun
Fréttamynd

SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Vinstri grænna heldur á­fram að dala í nýrri könnun

Fylgi Vinstri grænna, flokks Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, heldur áfram að dala og mælist nú 5,9 prósent í nýrri skoðanakönnun Prósents fyrir Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Sjálfstæðisflokkur mælist með rúmlega 23 prósenta fylgi og Samfylkingin með rúmlega 22 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ísland sem söluvara

Staðan í hælisleitendamálum á Íslandi er stjórnlaus. Dómsmálaráðherra hefur nú viðurkennt þetta ítrekað sem og að þetta sé afleiðing af stefnu íslenskra stjórnvalda. Enn bendir þó fátt til þess að stjórnvöld geri sér grein fyrir eðli og umfangi vandans.

Skoðun
Fréttamynd

Jóna Katrín nýr skóla­meistari ML

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Jónu Katrínu Hilmarsdóttur í embætti skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni til fimm ára frá 15. febrúar 2023.

Innlent
Fréttamynd

Réttur barna og heima­greiðslur

Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta vel­ferðar­kerfið

Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 

Innlent
Fréttamynd

Reiðin kraumar í leigu­bíl­stjórum

Leigubílstjórar fordæma ný lög um leigubifreiðar og segja ítrekuð aðvörunarorð hafa verið hunsuð. Þeir efast um öryggi almennings og segja peningahyggju ráða för. Þrátt fyrir að reiðin kraumi í leigubílstjórum beri þeir enn von í brjósti.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisnar­fólk gengur til þings

Landsþing Viðreisnar stendur nú yfir á Reykjavík Natura Hótel. Á dagskrá þingsins er málefnavinna, samþykkt stjórnmálaályktunar og breytingar á samþykktum ásamt kjöri forystu stjórnar og málefnaráðs.

Innlent
Fréttamynd

Um fúsk og ó­ráð­síu há­skóla­ráð­herra

Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að?

Skoðun
Fréttamynd

Skiptar skoðanir á 200 þúsund króna styrk til foreldra

Borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag að vísa tillögum um svokallaðan foreldrastyrk til meðferðar borgarráðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega til þeirra foreldra sem þurfa eða kjósa að vera með börnin sín heima að fæðingarorlofi loknu.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrar vangaveltur um tryggingar

Enn og aftur sting ég niður penna og fjalla um hækkun trygginga. Það er ekki að ástæðulausu, því í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að hlutfall þeirra sem ekki ná endum saman fjárhagslega hafi ekki verið jafn hátt í sjö ár og sögðust átta af hundrað safna skuldum.

Skoðun
Fréttamynd

Minnstu bræðurnir

Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð.

Skoðun
Fréttamynd

Sigmar vill verða ritari Viðreisnar

Landsþing Viðreisnar hefst í dag klukkan fjögur. Fyrir liggur tillaga um að stofnað verði embætti ritara innan flokksskipulagsins og hefur Sigmar Guðmundsson alþingismaður ákveðið að gefa kost á sér í það.

Innlent
Fréttamynd

Málið sé bænum ekki til fram­dráttar

Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa.

Innlent
Fréttamynd

Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum.

Innlent
Fréttamynd

Vill verða vara­for­maður Við­reisnar

Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til varaformennsku í Viðreisn á landsþingi flokksins sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu

Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina!

Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsum til fram­tíðar

Við lifum á tímum hraðrar tækniþróunar og í því felast bæði tækifæri og áskoranir. Á næstu árum mun tæknin þróast áfram á ógnarhraða og mikilvægt er að hið opinbera sé samstíga þeirri þróun.

Skoðun
Fréttamynd

Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hafa vanmetið verðbólguna

Fjármálaráðherra segir Íslendinga vera að taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu. Seðlabankinn sitji sennilega uppi með að hafa hækkað vexti of hægt og vanmetið verðbólguna of oft. Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina stinga höfðinu í sandinn og hún bjóði ekki upp á neinar aðgerðir gegn verðbólgunni.

Innlent