Notendagjöld í umferðinni Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds. Skoðun 24. ágúst 2022 09:31
Ein innritunargátt fyrir alla háskóla á island.is Unnið er að því að koma á fót innritunargátt fyrir alla háskóla landsins. Í stað þess að hver skóli fyrir sig taki við skráningum munu allir tilvonandi háskólanemar skrá sig í nám á island.is. Innlent 24. ágúst 2022 07:13
Sérsveitin stöðvaði unga sjálfstæðismenn við mótmæli við rússneska sendiráðið Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglumenn stöðvuðu unga sjálfstæðismenn sem hugðust mótmæla stríði Rússa í Úkraínu við rússneska sendiráðið í kvöld. Ungmennin ætluðu að mála úkraínska fánann á gangstéttina við sendiráðið en voru stöðvuð við verkið og eftir eru tveir málningarpollar á gangstéttinni. Einn gulur og einn blár. Innlent 23. ágúst 2022 22:52
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Innlent 23. ágúst 2022 18:49
Hreinn Loftsson aðstoðar Áslaugu Örnu tímabundið Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn tímabundinn aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Hreinn tekur við af Eydísi Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi fram að áramótum. Innlent 23. ágúst 2022 15:29
Vill herða löggjöf um skotvopn og hefur áhyggjur af fjölgun hnífamála Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að herða skotvopnalöggjöf hér á landi. Hann hefur jafnframt áhyggjur af fjölgun mála þar sem hnífar eru notaðir. Verið er að skoða hvort endurskoða þurfi vopnaburð lögreglu. Innlent 23. ágúst 2022 12:09
Skattkerfið hygli þeim tekjuháu Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína. Innlent 23. ágúst 2022 11:54
Veggjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrarkostnað Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Skoðun 23. ágúst 2022 09:30
Guðmundur í Brim borgar hlutfallslega minna í skatt en fólk með meðaltekjur Guðmundur Kristjánsson í Brim var með 3.622.772 kr. í launatekjur á mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Stundarinnar, 72.523.173 kr. að meðaltali á mánuði í fjármagnstekjur og því með 76,1 m.kr. í mánaðartekjur. Eða um 913,7 m.kr. á árstekjur, álíka og 207 verkamenn á lágmarkslaunum. Skoðun 23. ágúst 2022 07:31
„Við verðum að gera eitthvað, við eigum engan kost í stöðunni“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra segir löngu orðið tímabært að grípa inn í þá þróun sem eigi sér stað með skotvopn hér á landi. Tæplega níutíu þúsund skotvopn eru skráð hér á landi. Konu var banað og eiginmaður hennar særður í skotárás á Blönduósi aðfaranótt sunnudags. Innlent 22. ágúst 2022 16:54
Stefán nýr ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins Stefán Guðmundsson, viðskiptafræðingur hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og lofslagsráðherra. Stefán tekur við embættinu 1. september. Innlent 22. ágúst 2022 16:47
Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. Innlent 22. ágúst 2022 12:30
Loftslagsmál, leikskólar, fíkniefni og formannsframboð Kristrúnar Frostadóttur í Sprengisandi Á Sprengisandi í dag verður rætt um „neyðarástand“ í loftslagsmálum, stefnu yfirvalda í fíkniefnamálum, loforð í leikskólamálum og framboð Kristrúnar Frostadóttur til formanns Samfylkingarinnar. Innlent 21. ágúst 2022 09:52
Þórdís Kolbrún sækist eftir endurkjöri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hyggst sækjast eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í haust. Innlent 20. ágúst 2022 08:41
Landspítalinn ekki á leið í þrot í dag eða á morgun Heilbrigðisráðherra neitar því ekki að aukið fjármagn þurfi inn í heilbrigðiskerfið en segir Landspítalann ekki á leið í þrot. Innlent 19. ágúst 2022 23:37
„Hún steinliggur inni sem formaður“ Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. Innlent 19. ágúst 2022 19:21
„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. Innlent 19. ágúst 2022 16:31
Bein útsending: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar boðar til opins fundar í Iðnó klukkan 16 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Kristrún að tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins. Innlent 19. ágúst 2022 15:15
Verkkvíði ríkisstjórnar í loftslagsmálum Það blasir alltaf skýrar við að aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta hagsmunamál komandi kynslóða. Í allt sumar hefur Evrópa glímt við mikla þurrka sem nú stefna í að verða þeir mestu í 500 ár. Þeir hafa valdið uppskerubresti, fiskidauða og truflunum á vöruflutningum. Vatnskortur sem einu sinn þótti óhugsandi er nú yfirvofandi og afleiðingarnar leyna sér ekki. Skoðun 19. ágúst 2022 13:30
Katrín svarar Björk: Ekki þörf á fleiri orðum heldur aðgerðum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að sér þyki leitt að Björk Guðmundsdóttir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Meiri þörf á aðgerðum en orðum í loftslagsmálum. Innlent 19. ágúst 2022 12:26
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. Innlent 19. ágúst 2022 09:43
Boðar formlega til opins fundar klukkan 16 Kristrún Frostadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur formlega boðað til opins fundar í Iðnó klukkan 16 þar sem reiknað er með að hún muni tilkynna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Innlent 19. ágúst 2022 08:36
Ingvar Gíslason er látinn Ingvar Gíslason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er látinn, 96 ára að aldri. Innlent 19. ágúst 2022 07:28
Nemendur Ævintýraborgar þurfa að láta Öskjuhlíðina duga til að byrja með Öskjuhlíðin verður fyrst um sinn vettvangur útivistar þeirra barna sem innritast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg. Leikskólalóðin mun sitja á hakanum svo klára megi vinni við húsnæðið. Innlent 18. ágúst 2022 21:47
Starfsmenn hins opinbera fá milljónir í vasann Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun. Innlent 18. ágúst 2022 14:51
Tuttugu sveitarstjórnarmenn með yfir tvær milljónir á mánuði Borgarstjóri, bæjarstjórar og forsetar bæjarstjórna höfðu það gott árið 2021. Tuttugu sveitarstjórnarmenn voru með yfir tvær milljónir í launatekjur á mánuði í fyrra. Viðskipti innlent 18. ágúst 2022 14:01
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. Innlent 18. ágúst 2022 13:17
Lilja skákar Katrínu og Bjarna Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptamálaráðherra, var með hærri laun en bæði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á síðasta ári. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var með 3.454.000 krónur á mánuði og trónir toppinn á lista Tekjublaðsins í flokknum „Forseti, alþingismenn og ráðherrar“. Innlent 18. ágúst 2022 13:11
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. Innlent 18. ágúst 2022 12:30
Kristrún tilkynnir framboð til formanns á morgun Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að boða til blaðamannafundar á morgun. Fundurinn verður samkvæmt heimildum fréttastofu í Iðnó, hefst klukkan 16 og stendur til að tilkynna framboð hennar til formanns flokksins. Innlent 18. ágúst 2022 12:24