Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þetta er ríkisstjórn þjófa

Þetta er semsagt ríkisstjórn Þorsteins Más Baldvinssonar. Manns sem hefur sölsað undir sig kvóta í sjávarbyggðum um allt land og skilið fólk eftir atvinnu- og eignalaust.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert verk lofar sig sjálft

Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­boðs­listi Pírata í Ísa­fjarðar­bæ

Pétur Óli Þorvaldsson bóksali leiðir lista Pírata í Ísafjarðarbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar nú í vor. Annað sæti skipar Margrét Birgisdóttir starfsmaður í búsetuþjónustu og í þriðja sæti er Herbert Snorrason sagnfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Píratar birta fram­boðs­lista í Kópa­vogi

Píratar hafa birt framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi í vor. Oddviti er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir en hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir Pírata í Kópavogi undanfarin fjögur ár. 

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæla banka­sölunni á Austur­velli

Mótmæli vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta standa nú yfir á Austurvelli. Aðstandendur viðburðarins vilja mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar­þing­maður vill stjórn og for­stjóra Banka­sýslunnar frá

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Sósíalistar kynna framboðslista í borginni

Sósíalistaflokkur Íslands hefur kynnt framboðslista sinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor en 46 einstaklingar skipa sæti á listanum. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, leiðir listann. Frestur til þess að skila inn framboðum rann út í gær en ellefu framboð skiluðu inn listum í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Mörgum spurningum ósvarað

Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu.

Skoðun
Fréttamynd

Út­úr­snúningar pírata af­þakkaðir

Það er ánægjulegt þegar skrifin manns ná til lesenda og mér virðist takast reglulega að fanga athygli píratans Hauks Viðars Alfreðssonar. Nú síðast birtir hann grein í tilefni þess að ég skrifaði um umkvartanir atvinnurekenda við mig varðandi flótta starfsfólks frá einkageiranum og yfir til hins opinbera. Ég varaði af því tilefni við almennri þróun í þá átt að launahækkanir hjá hinu opinbera fari fram úr hækkunum á almenna markaðnum.

Skoðun
Fréttamynd

Langþráðir samningar í höfn

Loksins hafa náðst langtímasamningar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunarheimila. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti tilkynningu þess efnis í dag. Um er að ræða samninga til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir.

Skoðun
Fréttamynd

Stúdentar fagna stóru skrefi en segja enn áskoranir til staðar

Háskóla-, vísinda- og nýsköpunarráðherra samþykkti nýjar úthlutunarreglur hjá Menntasjóði námsmanna fyrir næsta skólaár um mánaðarmótin en þar er kveðið á um átján prósent hækkun á grunnframfærslu. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og varaforseti Sambands íslenskra nemenda erlendis fagna breytingunni og segja að um stórt skref sé að ræða þó baráttu stúdenta sé hvergi nærri lokið. 

Innlent
Fréttamynd

130 milljarðar króna til hjúkrunar­heimila í nýjum tíma­móta­samningi

Nýir samningar um aukið fjármagn til hjúkrunarheimila og úrbætur til framtíðar voru kynntir í dag. Nýju samningarnir eru til þriggja ára og nemur heildarfjármagn til þeirra tæpum 130 milljörðum króna. Heilbrigðisráðherra segir að um tímamótasamning sé að ræða og boðar miklar umbætur í sértækri þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Salan á Íslandsbanka er ólöglegt hneyksli!

Eftir Hrun eða árið 2012 setti Alþingi lög um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögunum er ætlað að gera hlutverk Alþingis veigameira í sölumeðferðinni en áður. Lögin innihalda meginreglur og fastmótaðan ramma utan um tilhögun sölunnar. Þessar meginreglur kveða um á um að áhersla skuli lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“

Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn á banka­sölu

Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­ríður telur að lög hafi verið brotin við út­boð á hlut ríkisins í Ís­lands­banka

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, sem er hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­sviðs Seðla­­banka Íslands, telur lög um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka.

Innlent