Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Fylgið muni ekki rjúka upp þótt skipt yrði um formann

Stjórnmálafræðingur telur að mannabreytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins myndu ekki duga til að færa fylgi flokksins nær því sem það var fyrir rúmlega áratug síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur tilkynnt um framboð til formanns flokksins, gegn Bjarna Benediktssyni, formanni og fjármálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

„Plan Bjarni er alltaf að vinna“

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. 

Innlent
Fréttamynd

„Við erum ólíkir menn“

Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur boðar til fundar í Valhöll

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til opins fundar í Valhöll í dag. Þar er hann sagður ætla að tilkynna hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta stefnuræða Kristrúnar

Kristrún Frostadóttir tók við embætti formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Í dag flytur hún sína fyrstu stefnuræðu sem formaður. Hlýða má á ræðuna í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Ari felldi Kjartan

Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Arna Lára vann ritara­slaginn

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum að breyta samfélaginu“

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á landsfundi Samfylkingarinnar í kvöld þegar Kristrún Frostadóttir var lýst nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði en rúmlega 94 prósent fundarmanna greiddu henni atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Líður ekki ó­svipað og þegar hann kláraði mennta­skóla

Logi Einarsson hélt sína síðustu ræðu sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hann sagði að honum liði ekki ósvipað á þeim tímamótum og þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla á sínum tíma. Árin sem formaður hafi heilt yfir verið ánægjulega þótt að hann hefði örugglega fengið slaka einkunn í stöku áfanga og stundum verið kallaður inn á beinið.

Innlent
Fréttamynd

Flosi blandar sér ekki í slag Guðmundar Ara og Kjartans

Hávær orðrómur hefur verið uppi um það að Flosi Eiríksson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafgreinasambandsins, hyggist bjóða sig fram gegn Kjartani Valgarðssyni í stöðu formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarninnar. Hann hefur nú tekið ákvörðun um að láta ekki slag standa.

Innlent
Fréttamynd

Bleikar sjálfstæðiskonur í Kópavogi

Félag sjálfstæðiskvenna í Kópavogi, Edda, hélt fyrsta viðburð starfsársins í gær. Ræðumenn og heiðursgestir kvöldsins voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Lífið
Fréttamynd

Býður sig fram gegn Kjartani

Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar á Seltjarnarnesi, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Carl­sen breytti opnunar­leik Katrínar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. 

Sport