Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Hættum að rukka börn fyrir þjónustu sveitarfélaganna og byrjum að rukka ríkt fólk

Útsvar er það sem við greiðum af launum okkar til sveitarfélagsins sem við búum í. Fjármagnseigendur greiða hinsvegar ekkert af fjámagnstekjum sínum til sveitarfélagsins. Útsvarið sem er veigamesti tekjustofn sveitarfélaganna er notað til uppbyggingar leik- og grunnskóla, fyrir menningarstofnanir, vetrarþjónustu, götulýsingu, sundlaugar og allt það sem sveitarfélögin sjá um.

Skoðun
Fréttamynd

Samræmdu prófin blásin af og óvissa um framtíð þeirra

Samræmd könnunarpróf verða ekki lögð fyrir á skólaárinu. Gert hafði verið ráð fyrir að þau yrðu lögð fyrir nemendur í fjórða, sjöunda og níunda bekk í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins. Óvissa hafði verið um framkvæmd prófanna í grunnskólum landsins og hvort af þeim yrði.

Innlent
Fréttamynd

Stundum eru lausnirnar svo ein­faldar

Umræða um mikilvægi klasasamstarfs hefur farið vaxandi undanfarin ár. Klasar hafa víða sannað gildi sitt; þeir auka samkeppnishæfni og verðmætasköpun almennt.

Skoðun
Fréttamynd

Öllu aflétt í síðasta lagi á föstudag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á von á því að tilkynnt verði um afléttingar innanlands og á landamærum í allra síðasta lagi á föstudaginn. Þetta kom fram í máli hans að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara.

Innlent
Fréttamynd

Vín­búðir opnar á sunnu­dögum?

Um áralangt skeið hafa frjálshyggjan og íhaldssemin tekist á um aðgengi neytenda að áfengi. Málefni sem við fyrstu sýn er ekki það stórt, en hefur orðið einn holdgervinga reipitogsins milli tveggja póla.

Skoðun
Fréttamynd

Í­þrótta- og tóm­stunda­börn

Það er ekki sjálfgefið að börnin okkar falli í hópinn, eigi vini eða hafi áhuga á því sama og meirihlutinn. Sjálfur þekki ég það af eigin reynslu sem barn með ADHD að erfitt var að finna íþrótt eða tómstund sem mér líkaði við.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign eða einkaeign?

Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég held að enginn vilji snúa aftur til Verbúðardaganna"

„Sjávarútvegur dagsins í dag snýst um svo margt annað og fleira en bara veiðar, vinnslu og þras á göngum Alþingis um veiðigjald," segir Agnes Guðmundsdóttir, hjá Icelandic Asia og formaður félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún ræðir Verbúðina, veiðigjöld og nýja rannsókn um stöðu kvenna í greininni. 

Innherji
Fréttamynd

Óbólu­settir gætu á­fram sætt tak­mörkunum við landa­mærin

Lang­tíma­fyrir­komulag sótt­varna á landa­mærum verður til um­ræðu á ríkis­stjórnar­fundi á morgun. Þar má vænta mikilla til­slakana og jafn­vel al­gerra af­léttinga fyrir bólu­setta. Nokkrar út­færslur eru til skoðunar en sam­kvæmt heimildum frétta­stofu er stærsta spurning hvort halda eigi strangari reglum fyrir óbólu­setta sem koma inn í landið.

Innlent
Fréttamynd

Tónlistarborgin

Fyrsta stefnumótunin sem ég fór fyrir var að skrifa stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030, með góðu liðssinni bæði borgarfulltrúa og starfsfólks á skóla- og frístundasviði.

Skoðun
Fréttamynd

Framsókn heldur fast í fylgi sitt úr kosningunum

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi allra flokka á Alþingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi flokksins er 21,9 prósent í dag en flokkurinn fékk 24,4 prósent fylgi í Alþingiskosningunum í september.

Innlent
Fréttamynd

Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni

Talsmaður Rússlandsforseta segir  tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu.  

Erlent
Fréttamynd

Er lögreglan yfir gagnrýni hafin?

Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­markaður í heljar­greipum borgar­línu

Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði.

Skoðun
Fréttamynd

Það þarf ekkert minna en byltingu í hús­næðis­málum

Sósíalistar bentu á það fyrir þingkosningarnar í haust að vaxandi húsnæðiskostnaður væri alvarlegasta ógnin við lífsafkomu almennings í dag. Sósíalistar sögðu það mikilsverðasta verkefni hins opinbera er að tryggja öllum landsmönnum öruggt og ódýrt húsnæði.

Skoðun
Fréttamynd

Innri Njarðvík - hverfið mitt

Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt.

Skoðun
Fréttamynd

Betri en Fast­eigna­skatturinn

Það hefur ekki farið framhjá neinum að fasteignaverð í Reykjavík hefur hækkað gífurlega síðustu ár og mánuði. Ungt fólk hefur setið á hakanum því kaupmáttur launa hefur ekki hækkað í sama mæli. Flestir eru sammála að þessi staða sé vandamál en þeim kemur ekki saman um hvernig er best að taka á vandanum. Vilja sumir meina að lækka þurfi útlánsvexti bankanna en aðrir vilja meina að þetta sé bara spurning um að byggja meira.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­tíðin bíður ekki eftir Sjálf­stæðis­flokknum

Þann 23. – 25. febrúar næstkomandi fer fram aðalfundur Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar verður kosið milli tveggja framboða. Undirrituð leiðir annan listann en samhliða gefa ellefu einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli og sex til varastjórnarsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Leikskóli sem virkar fyrir alla

Mikilvægt er að allir sem koma að starfi leikskólanna vinni saman að góðu leikskólastarfi. Þá þarf þörfum allra að vera sem best sinnt; starfsfólks, foreldra og barna. Markmið okkar í fræðsluráði Hafnarfjarðar hefur verið að vinna að lausnum til að ná því. En hvernig?

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan um ókyngreind salerni og innleiðingu laga um kynrænt sjálfræði skilar árangri

Barátta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur gegn úreldum reglugerðum hefur staðið yfir síðan 2018 við upphaf núverandi kjörtímabils. Fyrsta samþykkt ráðsins á kjörtímabilinu var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði ókyngreind með því markmiði að gera Reykjavík að hinseginvænni vinnustað sem og bæta aðgengi trans fólks og kynsegin fólks.

Skoðun