Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sendi borgarstjóra Oslóar samúðarkveðjur

Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, sendi Marianne Borgen, borgarstjóra Oslóar og íbúum borgarinnar samúðarkveðjur vegna skotárásinnar þar í gær. Tveir létust í árásinni sem hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­­skipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri

Reykja­víkur­borg hefur fallist á að fresta á­formum sínum um út­hlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerja­firði á meðan starfs­hópur inn­viða­ráðu­neytis skoðar á­hrif hennar á flug­öryggi. Odd­viti Fram­sóknar­flokksins í borginni segir vont að málið fresti upp­byggingu á fé­lags­legu hús­næði.

Innlent
Fréttamynd

Áminning um að standa þurfi vaktina á Íslandi

Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur felldi úr gildi rétt til þess í gær. Þingmaður segir dóminn stórhættulegan og sýna að standa þurfi vörð um þessi réttindi hér heima á Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Ekki bara minni­hlutar í fýlu­kasti

Laun bæjarstjóra Seltjarnarness eru alltof há, að mati bæjarfulltrúa. Endurskoða ætti laun bæjarstjóra minni sveitarfélaga á landsvísu. Íbúar í Ölfusi borga um fimmtíufalt meira undir bæjarstjóra sinn en íbúar Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn fer enn með himinskautum

Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju.

Innlent
Fréttamynd

Rangt að leggja um­ræðuna upp að sveitar­stjórar séu af­ætur á ís­lensku sam­fé­lagi

Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að laun sveitarstjóra í landinu skeri sig ekki úr þegar litið er til launa stjórnenda í millistórum fyrirtækjum. Hún segir rangt að leggja umræðuna upp á þann veg að sveitarstjórar séu verklausir og afætur á íslensku samfélagi. Það sé alls ekki raunin.

Innlent
Fréttamynd

Til hamingju með kosninga­réttinn – sorrí þið hin

Í dag eru liðin 88 ár síðan afnumdar voru takmarkanir á kosningarétti vegna fátæktar. Það gerðist með þingkosningunum 24. júní 1934. Á sama tíma var kosningaaldur lækkaður úr 25 árum í 21 ár. Eftir kosningarnar var stjórn hinna vinnandi stétta mynduð, samsteypustjórn flokka sem áttu rætur í meginhreyfingum almennings; samvinnu- og verkalýðshreyfingunni.

Skoðun
Fréttamynd

Of há laun fyrir lítið bæjar­fé­lag í fjár­hags­erfið­leikum

Þór Sigurgeirsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, var ráðinn bæjarstjóri bæjarfélagsins á fundi bæjarstjórnar í gær. Fulltrúar minnihlutans telja laun bæjarstjórans, sem eru 1,8 milljónir á mánuði, alltof há fyrir jafnlítið bæjarfélag og lögðu til að launin yrðu lækkuð um 500 þúsund á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi tekur höfuðið upp úr sandinum

Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að heimila brugghúsum smásölu áfengis á framleiðslustað var samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Þótt breytingin sé lítil markar hún nokkur tímamót, því að í fyrsta sinn heimilar löggjafinn að einkaaðilar hafi smásölu áfengis með höndum.

Skoðun
Fréttamynd

Heimili og fyrirtæki standi vel þrátt fyrir allt

Forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum hafi styrkt heimilin og fyrirtækin landinu. Í þeirri óvissu sem nú ríkti í efnahagsmálum heimsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stæðu heimilin og fyrirtækin í landinu þrátt fyrir allt vel.

Innlent
Fréttamynd

Er kjarn­orku­af­vopnun á dag­skrá ríkis­stjórnarinnar?

Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram

Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn.

Skoðun
Fréttamynd

Felldu til­lögu minni­hlutans: „Þau vilja halda þessu í út­lendinga­frum­varpinu til að rétt­læta ó­geðið“

Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Á­fram­haldandi stuðningur við ný­sköpun

Hlutverk stjórnvalda er að finna leiðir til að byggja traustan grunn fyrir nýsköpun hér á landi. Stuðningur við nýsköpun hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú og ljóst er að hugvit og nýsköpun eru að verða að styrkri stoð í hagkerfi Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Yngri en átján mega ekki lengur gifta sig

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum var nýlega samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu er undanþáguheimild dómsmálaráðuneytisins til að veita fólki yngra en átján ára leyfi til að ganga í hjúskap afnumin.

Innlent
Fréttamynd

Baráttunni fyrir ríkisborgararétti loksins lokið

22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi á flótta frá heimalandi sínu, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Töf Sam­herja­málsins valdi réttar­spjöllum ofan á orð­spors­á­hættu

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna.

Innlent