Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Gæti farið fram á sanngirnisbætur

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur.

Innlent
Fréttamynd

Birta og Kári ætla sér stóra hluti hjá Heimdalli

Birta Karen Tryggvadóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 27. janúar næstkomandi. Kári Freyr Kristinsson gefur kost á sér í embætti varaformanns.

Innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögin og í­búa­lýð­ræði

Virkt íbúalýðræði á að vera ein af grunnstoðum í starfsemi hvers sveitarfélags. Stjórnsýsla sveitarfélaga og ákvarðanir bæjarstjórna eiga að byggja á því. Bæjarstjórn ber því að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að allri stefnumótun og ákvarðanatöku og á ávallt að vera vakandi fyrir nýjum leiðum til íbúasamráðs og þátttöku íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til Ingu Sæ­land

Sæl frú Inga Sæland. Er í alvörunni ekki gerð nein krafa um að það, sem þið á Alþingi látið út úr ykkur í pontu, sé satt og rétt? Þegar þú lætur frá þér frumvarp, sem hefur áhrif á þó nokkuð marga, er þá ekki lágmarkskrafa að þið hafið kannað allar hliðar og hafið réttar upplýsingar? Ekki afbakaðar og tilhæfulausar lygar.

Skoðun
Fréttamynd

Sóttvarnarhræsni á Twitter

Umræðan endalausa um hvar mörkin á milli sóttvarna og frelsis liggja í heimsfaraldrinum tekur stundum á sig furðulega mynd. Ekki síst þegar þeir sem taka ákvarðanir um skerðingu mannréttinda, eða eru í raunverulegri stöðu til að hafa áhrif á þær ákvarðanir, kannast ekkert við hlutverk sitt og svamla um í lýðskrumspollinum.

Skoðun
Fréttamynd

Slökkvistarf í borginni

Reglulega berast fregnir af húsnæðisskorti á höfuðborgarsvæðinu. Fyrstu vikuna í janúar voru á söluskrá 487 íbúðir, en það eru 20 prósent færri eignir en mánuði fyrr.

Umræðan
Fréttamynd

Um frelsi og sam­stöðu

Heilbrigðisráðherra labbar í áttina að bílnum sínum að loknum ríkisstjórnarfundi. Fjölmiðlar bíða fyrir utan eftir því að tilkynnt verði hvað sóttvarnalæknir hefur ákveðið að fólk má og má ekki gera næstu tvær til þrjár vikurnar.

Skoðun
Fréttamynd

Berg­lind að­stoðar Svan­dísi í fjar­veru Iðunnar

Berglind Häsler, samskipta- og viðburðastjóri Vinstri grænna, mun leysa Iðunni Garðarsdóttur af sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Iðunn fer nú í árs barneignarleyfi og hefur Berglind störf 14. febrúar næstkomandi. Kári Gautason er hinn aðstoðarmaður Svandísar.

Innlent
Fréttamynd

Bankasýslan óskar eftir heimild til að selja restina af Íslandsbanka

Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fái heimild til ársloka 2023 til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Innherji
Fréttamynd

Ó­rofin þjónusta sveitar­fé­laga

Auður hvers samfélags liggur í fólki. Þar á ég við í öllu fólki. Í Covid höfum við staðið saman um að verja þau sem viðkvæmari eru. Við vitum að fullfrískt fólk getur betur tekist á við veiruna en aldraðir og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þess vegna erum við heima ef við getum, höldum tveggja metra reglu og virðum grímuskyldu, þegar hún á við. 

Skoðun
Fréttamynd

Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvum of­beldi

Í dag mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Um er að ræða endurflutning en Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknar hefur lagt málið tvisvar áður fram. Hér er um að ræða samfélagslega mikilvægt mál sem mér finnst brýnt að komist í gegnum þingið. 

Skoðun
Fréttamynd

„Hvað voru skipu­leggj­endur að hugsa?“

Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta.

Innlent
Fréttamynd

Flytjum út mengun

Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 

Skoðun
Fréttamynd

Í ólgusjó faraldurs

Hver hefði trúað því að við stæðum enn í sama brimskaflinum nú í upphafi árs 2022 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun

Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Skoða sölu á Mal­bikunar­­stöðinni Höfða sem er á leið til Hafnar­fjarðar

Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 

Innlent
Fréttamynd

Sakar ríkisstjórn og lífeyrissjóði um andvaraleysi gagnvart þjóðaröryggi

Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi ríkisstjórnina og lífeyrissjóði harðlega á Alþingi í dag fyrir andvaraleysi í tengslum við sölu Símans á Mílu til erlends fjárfestingafyrirtækis sem enginn vissi hverjir ættu. Þeir sem staðið hafi á bakvið söluna væru ekki þekktir fyrir að bera hag almennings fyrir brjósti.

Innlent
Fréttamynd

Hnignun Reykjavíkur

Þótt meirihlutinn í Reykjavík hafi fallið í öllum kosningum frá 2010 þá hefur hann samt haldið áfram, bætt við sig nýjum flokkum eftir hverjar kosningar. Það má því segja að valdatími núverandi meirihluta nái aftur til maí 2010. Og allan þennan tíma hefur geisað húsnæðiskreppa, líklega sú alvarlegasta síðan í seinna stríði.

Skoðun