Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Þing kemur saman eftir ó­venju­langt hlé

Nýtt löggjafarþing kemur saman í dag, það 152. í röðinni, og hefst að vanda með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30, áður en gengið verður yfir í þinghúsið og þingið sett.

Innlent
Fréttamynd

Allt of langt hlé og skað­legt fyrir lýð­ræðið

Lengsta hlé á störfum þingsins í rúma þrjá ára­tugi tekur enda á morgun. Stjórnar­and­stöðu­þing­menn óttast af­leiðingar svo langs hlés fyrir lýð­ræðið en eru langt í frá spenntir að takast á við fyrsta verk­efni komandi þings - kjör­bréfa­málið.

Innlent
Fréttamynd

Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri

Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu.

Innlent
Fréttamynd

Baráttan um borgina að hefjast

Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg.

Innherji
Fréttamynd

Þing­menn sendir í hrað­próf

Þeim tilmælum hefur verið beint til allra sem verða viðstaddir þegar nýtt þing kemur saman í fyrsta sinn á þriðjudaginn að fara í hraðpróf við kórónuveirunni. Um er að ræða ráðstöfun sem ætlað er að koma í veg fyrir að hópsmit komi upp á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif?

Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­iðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera

Tækni til orku­skipta í flug­iðnaðinum verður ó­lík­lega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo ára­tugi að sögn bresks flug­mála­sér­fræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga all­veru­lega úr losun loft­tegunda sem eru skað­legar fyrir um­hverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda að­gerðum til þess í framkvæmd.

Innlent
Fréttamynd

Neyslu­rými í Reykja­vík – mikil­væg skaða­minnkandi þjónusta!

Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur kært hótanir í garð Hugar­afls­fólks til lög­reglu

Lögmaður Hugarafls segir félagsmálaráðuneytið ekki ætla að rannsaka ásakanir fyrrum skjólstæðinga um eitraða menningu frekar. Fyrrum skjólstæðingur segist ekki hafa fengið þau svör þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til ráðuneytisins. Hann fullyrðir að þau muni fara með málið lengra.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er barna­heill í Co­vid-far­aldri?

Á Íslandi gilda um þessar mundir mun meira íþyngjandi reglur um sóttkví og smitgát barna heldur en í nágrannalöndum okkar og þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við.

Skoðun
Fréttamynd

Grænni Reykja­víkur­borg – raf­ræn og blað­laus!

Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd vinnur að tveimur til­lögum

Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur í sameiningu að gerð tveggja tillagna til Alþingis um hvernig skuli afgreiða kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Önnur færir rök fyrir því að útgefin kjörbréf verði samþykkt og hin ekki, sem hefði í för með sér að boðað yrði til uppkosningar í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Gerum enn betur fyrir börnin í Breið­holti

Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sáttur við hvernig Vig­dís per­sónu­gerði gagn­rýnina

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi, segir að fljótlega eftir að hann tók til starfa sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hafi farið að renna á hann tvær grímur varðandi samstarfið við Vigdísi Hauksdóttur, oddvita flokksins. Hann segir hana ekki hafa fylgt gildum framboðsins, meðal annars með því að persónugera gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Frjálslyndið vaknar í Rangárvallasýslu

Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur sólar, sómi lands.

Í frétt á visir.is gengur borgarstjóri fram með þeim hætti að ekki verður undir setið þegjandi. Þar rekur hver rangfærslan aðra, raunar ekki síður hjá fulltrúa SA. Má kalla þessa frétt árás á byggð út um landið, svo stórar yfirlýsingar sem þar koma fram.

Skoðun
Fréttamynd

Niðurgreiðsla skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verði sífellt kostnaðarsamari

Í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins er komist að þeirri afgerandi niðurstöðu að sveitarfélögum þurfi að fækka hressilega. Borgarstjóri tekur undir og segir sveitarfélögin sum hver alltof veik til að standa undir lögbundinni þjónustu í náinni framtíð. Kjarkleysi pólítíkurinnar og íhaldssemi sumra minni sveitarfélaga standi nauðsynlegum sameiningum fyrir þrifum. SA segja niðurgreiðslu skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verða sífellt kostnaðarsamari.

Innherji
Fréttamynd

Loksins hús…eða, er það ekki?

„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar.

Skoðun