Bein útsending: Frambjóðendur Viðreisnar takast á um borgina Frambjóðendur í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík taka í dag þátt í pallborðsumræðu á vegum Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn heldur prófkjör. Innlent 19. febrúar 2022 16:16
Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa. Innlent 19. febrúar 2022 14:29
Mótmælum ofsóknum á fjölmiðlafólki Í dag klukkan 14 boða ungliðahreyfingarnar Ungir jafnaðarmenn, Ungir Sósíalistar, Ung Vinstri græn, Uppreisn – ungliðahreyfing Viðreisnar og Ungir Píratar til mótmæla á Austurvelli í Reykjavík og á Ráðhústorginu á Akureyri klukkan 14:00. Við gerum það vegna aðfarar að einni af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags: frjálsri blaða- og fréttamennsku. Skoðun 19. febrúar 2022 10:01
Samfylking og Píratar kjósa í forystusæti í Kópavogi og Reykjavík Tvennt sækist eftir að leiða lista í forvali Samfylkingarinnar í Kópavogi. Tveir borgarfulltrúar Pírata sækjast eftir endurkjöri í Reykjavík og oddviti flokksins í Kópavogi vill leiða flokkinn áfram en tekist er á um annað sætið. Innlent 18. febrúar 2022 20:29
Nútímaborg sem laðar fram það besta í fólki Fólk sem fæðist á Íslandi í dag mun í framtíðinni vonandi vera frjálst til að geta valið hvar það vill búa. Ég vil að fólk hafi þetta frelsi og þess vegna finnst mér mikilvægt að skapa aðlaðandi borgarlíf hér á landi svo fólki finnist eftirsóknarverðast að búa hér. Höfuðborgin Reykjavík þarf því að vera í fremstu röð og standast samanburð við aðrar borgir. Hlutverk okkar stjórnmálafólks í borginni er að sjá til þess að Reykjavík sé frjálslynd, jafnréttissinnuð og alþjóðleg borg sem laðar fram það besta í fólki, veitir því tækifærin sem það sækist eftir og lætur því líða vel. Skoðun 18. febrúar 2022 16:01
Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 18. febrúar 2022 15:44
Sameiningar myndu fækka kjörnum fulltrúum og lækka launakostnað Kosið er um sameiningu í tíu sveitarfélögum á næstu vikum. Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs gæti kjörnum fulltrúum fækkað um 27 og hagræðing í launakostnaði numið um 200 milljónum á næsta kjörtímabili ef af sameiningunum verður. Innherji 18. febrúar 2022 15:30
Hugsum vel um eldri íbúa Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Skoðun 18. febrúar 2022 12:01
Vilja að fyrirtæki sem greiddu sér út arð endurgreiði ríkinu styrki Alþýðusambandið telur víst að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum og krefst þess að rannsókn fari fram á því hvert ríkisfjármunir fóru í faraldrinum. Eðlilegt sé að þau fyrirtæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkisstyrki verði látin endurgreiða þá. Innlent 18. febrúar 2022 11:56
Dómsmálaráðuneytið skoðar tillögur um breytt verklag í forræðismálum Félagasamtökin Líf án ofbeldis funduðu með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra síðastliðinn föstudag þar sem þau kynntu fyrir honum tillögur að breytingu á verklagi sem samtökin telja að yrðu til bóta fyrir stöðu brotaþola ofbeldis í fjölskyldum í málsmeðferð hjá sýslumanni. Innlent 18. febrúar 2022 10:39
Akrahreppur og Skagafjörður gætu orðið að einu um helgina Kosið verður um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á morgun, laugardaginn 19. febrúar. Samþykki meirihluta kjósenda beggja sveitarfélaga þarf til að sameiningin gangi eftir. Innlent 18. febrúar 2022 10:27
Nú hafa þau gengið of langt Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Skoðun 18. febrúar 2022 08:01
Valgerður sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Borgarfulltrúinn Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Prófkjörið fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Innlent 18. febrúar 2022 07:58
Ómar Stefánsson vill fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Ómar Stefánsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fer fram 12. mars. Innlent 17. febrúar 2022 23:17
Kristrún ferðast um landið og útilokar ekki formannsframboð Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík er á ferð um landið til að kynna sig og kanna þau málefni sem efst eru á baugi. Hún útilokar ekki framboð til formanns en segir það ekki ástæðu ferða hennar. Innlent 17. febrúar 2022 21:00
Fjölskyldur í forgang – fram veginn í leikskólamálum Tæplega 9% íbúa Kópavogsbæjar eru 6 ára og yngri. Það ætti því að koma fæstum á óvart að leikskólamál í bænum verði mikið til umræðu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Skoðun 17. febrúar 2022 17:30
Hefur skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði Forsætisráðherra hefur nú skipað starfshóp um umbætur á húsnæðismarkaði. Starfshópnum ber að kynna tillögur að aðgerðum á markaðinum fyrir þann 30. apríl næstkomandi. Innlent 17. febrúar 2022 17:19
Helgi ætlar sér sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og stórmeistari í skák, gefur kost á sér í fimmta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 12. eða 19. mars næstkomandi. Innlent 17. febrúar 2022 15:48
Geimferðaráætlun Reykjavíkur? Geimferðaráætlun Bandaríkjanna komst á skrið á 7. áratug síðustu aldar. Fara skyldi til tunglsins og kanna óþekktar lendur alheimsins. Skoðun 17. febrúar 2022 15:42
Sjö vilja í fjögur efstu sætin hjá Viðreisn í Reykjavík Sjö sækjast eftir fjórum efstu sætunum á lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins sem fer fram helgina fjórða til fimmta mars. Tvær sækjast eftir fyrsta sæti, einn eftir öðru sæti, þrjú eftir þriðja sæti og ein eftir þriðja til fjórða sæti. Innlent 17. febrúar 2022 14:39
Atli Stefán sækist eftir sæti á lista Pírata í Reykjavík Viðskiptafræðingurinn Atli Stefán Yngvason býður sig fram í fyrsta til þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar en hann er núverandi formaður Pírata í Reykjavík. Innlent 17. febrúar 2022 12:25
Birna sækist eftir 2.-3. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið verður haldið í mars. Innlent 17. febrúar 2022 08:26
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. Innlent 16. febrúar 2022 21:20
Forystu Viðreisnar varð að ósk sinni um slag í borginni Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík rennur út á morgun og þegar hafa sjö skilað inn framboði. Klinkið 16. febrúar 2022 19:01
Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma. Innlent 16. febrúar 2022 15:59
Ráða íslensk sveitarfélög við verkefnið? Mánaðarleg meðalheildarlaun fullvinnandi sérfræðinga hjá sveitarfélögum árið 2020 voru þriðjungi lægri en á almennum markaði og fjórðungi lægri en hjá ríkinu! Það er síðan sérstakt áhyggjuefni að ein skýrasta birtingarmynd kynjaðs vinnumarkaðar skuli endurspeglast í kerfisbundnu vanmati á virði kvenna með háskólamenntun hjá sveitarfélögum. Hvernig snúum við af þessari braut? Skoðun 16. febrúar 2022 13:31
Njótum efri áranna Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Skoðun 16. febrúar 2022 12:01
Fjórða þorskastríðið er fram undan Fyrir þingkosningar síðasta haust settu Sósíalistar fram stefnu sína í sjávarútvegsmálum þar sem kom fram að flokkurinn vildi leggja af kvótakerfið. Sósíalistar bentu á að kvótakerfið, sem upphaflega var sett á til að vernda fiskistofnana, hefði þróast í óskapnað sem hefur í reynd einkavætt fiskimið almennings. Skoðun 16. febrúar 2022 08:01
Er unglingurinn þinn með líkama upp á tíu, sjöu eða kannski bara fjarka? Hvað er pólitíkin að skipta sér af? Nýverið olli tillaga ungmenna í Reykjavíkurráði miklu fjaðrafoki, um að gera sund að valfagi fyrir 9. og 10. bekk. Skoðun 16. febrúar 2022 07:31
Ríkið bregst þolendum ofbeldisglæpa Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Skoðun 16. febrúar 2022 07:00