Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Grind­víkingar í hjólhýsum og pínu­litlum í­búðum

Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 

Innlent
Fréttamynd

SA gæti gripið til verk­banns skelli verk­föll á Icelandair

Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút.

Innlent
Fréttamynd

Bið á vaxta­lækkun meðan ó­vissa er um fjár­mögnun á kjara­pakka stjórn­valda

Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi.

Innherji
Fréttamynd

Milljarðaplástur

Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Snögg­skilnaðir“ hafi slegið í gegn

„Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig.“

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um að­gerðir ríkis­stjórnar á Al­þingi

Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

Snöggskilnaðir slá í gegn

Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingar funda með UNRWA

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA.

Innlent
Fréttamynd

Úkraínskir þing­menn af­hentu áritaðan fána

Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Réttur til sam­búðar á hjúkrunar­heimilum og bú­setu á lands­byggðinni

„Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár.

Skoðun
Fréttamynd

Er endi­lega sælla að þiggja?

Það er ástæða til að fagna því að á dögunum hafi náðst kjarasamningar fyrir stóran hluta launafólks, og það til fjögurra ára. Það er sjaldséður árangur hér á landi. Það er erfitt að setja verðmiða á stöðugleikann sem fylgir vonandi í kjölfarið. Óhætt að segja að hann geti skipt sköpum fyrir fólk og fyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

Auknar veiði­heimildir til strandveiða

Í liðinni viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu um um eflingu strandveiða með auknum aflaheimildum. Í tillögunni er lagt til að stækka félagslega hluta kerfisins úr 5,3% upp í 8,3%. Einnig er lagt til að endurskoðuð verði skipting aflamagns á milli aðgerða innan kerfisins og meiri veiðiheimildum beint til strandveiða og smærri útgerða.

Skoðun
Fréttamynd

Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu

Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að borga?

Frá árinu 2019 hafa þingmenn Viðreisnar varað við óheillaþróun í fjármálum ríkisins. Þá þegar var ljóst að rekstur ríkissjóðs var ósjálfbær. Ljóst var að kraftaverk þyrfti til ef forðast átti verðbólgu, með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir almenning og fyrirtæki.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ég verð stór

Við Íslendingar skilgreinum okkur gjarnan eftir því í hverju við erum menntuð eða við hvað við störfum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­fest í staf­rænni þjónustu fyrir eldra fólk - Reykja­víkur­borg leiðandi á Norður­löndunum

Reykjavíkurborg leiðir stafræna þjónustu við eldra fólk ekki bara á landsvísu heldur líka á Norðurlöndunum og hefur fjárfest tæplega 356 milljónum króna síðustu sex árin ásamt að hafa fengið um 141 milljón króna mótframlag frá ríkinu - samtals fjárfesting upp á hálfan milljarð króna sem varið hefur verið í stafræna þjónustu umbreytingu hjá velferðarsviði.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti á blá­þræði

Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Sakar Guð­mund Árna um að brjóta trúnað

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segist líta meint brot Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarfulltrúa á trúnaði alvarlegum augum. Vísar Rósa þar til þess að Guðmundur Árni veitti viðtal í fundarhléi bæjarráðs í gær þar sem hann rakti umræðuefni fundarins.

Innlent
Fréttamynd

Opnað á sölu húsa í Grinda­vík

Fólk sem vill selja íbúðarhúsnæði sitt í Grindavík til ríkissjóðs getur nú gert það. Eigendur um níu hundruð íbúða í Grindavík geta nýtt sér úrræði þetta sem fer í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu.

Innlent
Fréttamynd

Eins og verið sé að bæta kjör örv­hentra um­fram rétt­hentra

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir almenna mótstöðu hjá sveitarfélögum að gera skólamáltíðir fríar í grunnskólum landsins. Honum hugnast aðrar leiðir til að bæta kjör allra frekar en að taka afmarkaðan hóp fjölskyldna barna í grunnskóla út fyrir sviga. Það hafi verið hugmynd forsætisráðherra. Sveitarfélögin fari sínar eigin leiðir til að mæta tilmælum í kjarasamningi.

Innlent
Fréttamynd

Gefum ís­lenskunni séns!

Þegar tengdasonur, frá Kentucky, kom inn í fjölskylduna í byrjun Covid, flutti unga parið inn á heimili okkar hjóna í tvö ár. Við tókum honum fagnandi enda virkilega góður drengur. Hvað varðar tungumálið er það almennt ekki erfitt að koma frá enskumælandi landi hingað til lands, þar sem flestir tala ensku frá unga aldri.

Skoðun