Látið sjóði verkafólks vera Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar koma fram áform um að fella brott framlag til jöfnunar á örorkubyrði almennra lífeyrissjóða: lækka það um 4,7 milljarða strax á næsta ári og afnema til fulls árið þar á eftir. Skoðun 11. september 2024 20:33
„Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið. Innlent 11. september 2024 19:26
Hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum og bölvar gallaðri reiknivél Kristófer Már Maronsson, hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir galla í reiknivél TR hafa valdið því að útreikningar hans á ráðstöfunartekjum einstæðrar móður á örorkubótum voru kolrangir. Hann hafi ekki verið að gera lítið úr öryrkjum með greininni. Innlent 11. september 2024 19:18
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra Umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra verður útvarpað og sjónvarpað í kvöld. Áætlað er að útsending hefjist klukkan 19:40. Innlent 11. september 2024 19:00
Gögn sem ekki er hægt að TReysta Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Í upphafi greinar tók ég dæmi þeirra af einstæðri móður í erfiðri stöðu og reyndi að átta mig á forsendunum. Til þess notaði ég m.a. reiknivél sem var að finna á vef TR (Tryggingastofnunar Ríkisins), opinberrar stofnunar, til þess að reyna að áætla hvaða ráðstöfunartekjur einstæða móðirin hefði. Það voru mistök, enda komst ég að því eftir á að reiknivélin var gölluð. Skoðun 11. september 2024 18:33
Finnst hann ekki vera að sparka í liggjandi mann Rithöfundurinn og athafnastjórinn Bragi Páll Sigurðarson hefur fengið sér nýtt húðflúr á hægri rasskinnina. Þar er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í gervi Bjarnabófa úr myndasögunum um Andrés Önd og félaga. Bragi segist ekki upplifa sem svo að hann sé að sparka í liggjandi mann með húðflúrinu. Lífið 11. september 2024 15:05
Alþjóðlegar kröfur um króknandi en velupplýsta leikmenn Knattspyrnuiðnaðurinn á heimsvísu er heilmikill bransi og ekkert að því. Í góðum rekstri leitar fólk gjarnan leiða til að lágmarka eigin útgjöld. Skoðun 11. september 2024 14:31
Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra Bjarni Benediktsson flytur fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra síðan 2017 á Alþingi í kvöld. Meðal mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í haust er frumvarp um verslun með áfengi á netinu, en málið var til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun. Innlent 11. september 2024 13:52
Hrókera í nefndum Alþingis Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Innlent 11. september 2024 11:36
Áhöfnin sér loksins til lands Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Skoðun 11. september 2024 07:01
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Innlent 10. september 2024 23:16
Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10. september 2024 20:02
„Píratar hafa lengi verið mikið áhugamál hjá mér“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mun sitja í þingsal umkringdur Pírötum þennan þingvetur. Píratar hafa lengi verið sérstakt áhugamál Sigmundar sem kveðst spenntur að halda áfram að rannsaka þá og vonandi „koma þeim inn á rétta braut“. Lífið 10. september 2024 19:48
Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. Innlent 10. september 2024 19:40
„Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. Innlent 10. september 2024 19:33
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Innlent 10. september 2024 19:21
Niðurstaðan í máli Helga Magnúsar „á brúninni“ Ákvörðun dómsmálaráðherra um að víkja vararíkissaksóknara ekki úr starfi þrátt fyrir hegðun hans var á „brúninni“ að mati sérfræðings í vinnurétti. Ómögulegt sé að draga víðtækar ályktanir af niðurstöðunni fyrir opinbera starfsmenn almennt. Innlent 10. september 2024 19:02
Bein útsending: Krefjast aðgerða fyrir heimilin strax Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boða til mótmæla á Austurvelli klukkan 16. Á sama tíma hefst fyrsti þingfundur vetrarins. Streymt verður frá mótmælunum á Vísi. Innlent 10. september 2024 15:35
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. Innlent 10. september 2024 14:53
Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti Alþingi í fyrsta sinn í dag. Mikil tilhlökkun ríkir gjarnan yfir klæðaburði embættismanna á þessum degi og valdi Halla að versla við Frú Hrafnhildi fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10. september 2024 14:22
Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Innlent 10. september 2024 13:29
Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Innlent 10. september 2024 12:49
Sjö ára kláðinn: Engin vandamál, bara lausnir Þing verður sett að nýju í dag að afloknu hefðbundu sumarhléi. Skoðun 10. september 2024 12:33
Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Innlent 10. september 2024 12:17
Ríkisstjórn í megrun en borðar jafn mikið og hreyfir sig ekkert Ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð á verðbólgunni að mati formanns flokks Fólksins sem gefur nýju fjárlagafrumvarpi falleinkunn. Þingmaður Viðreisnar segir ráðherra í engum takti við raunveruleikann. Innlent 10. september 2024 12:08
Stéttaskipt tjáningarfrelsi Í gær, mánudaginn 9. september sl. kom niðurstaða dómsmálaráðherra í máli vararíkissaksóknara, Helga Magnúsar Gunnarssonar. Vararíkissaksóknari eins og flest vita var áminntur og sendur í leyfi fyrir ítrekaða orðræðu, deilingar og „like“ á samfélagsmiðlum. Skoðun 10. september 2024 12:03
Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. Innlent 10. september 2024 11:45
Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. Innlent 10. september 2024 11:37
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. Neytendur 10. september 2024 10:32
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. Innlent 10. september 2024 10:12