Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Stundum er litið á þig sem ó­vin fólksins“

Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Malaví segir margt líkt með malavísku og íslensku samfélagi. Hún starfar sem einskonar löggæsla mannréttinda og kynjajafnréttis og segir það oft erfitt. Ungt fólk taki málstaðnum betur en það eldra. 

Innlent
Fréttamynd

Þrá­lát verð­bólga heldur vöxtum á­fram háum

Verðbólga hefur verið og verður samkvæmt spá Seðlabankans þrálátari en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það og vegna aukinnar óvissu í efnahagsmálum í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að halda meginvöxtum óbreyttum í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Norður­landa­met í rang­færslum án at­rennu

Atli Bollason heitir tæplega fertugur maður sem er titlaður fjöllistamaður (e. „multi disciplinary artist“) og munar um minna. Í grein á Vísi í gær, undir titlinum „Takk, Katrín!“ útbýr hann einhvers konar innsetningu þar sem hver staðreyndavillan og rangtúlkunin rekur aðra.

Skoðun
Fréttamynd

Á­byrgð okkar allra gagn­vart Grind­víkingum

Fyrir þrjátíu árum gekk ég í Björgunarsveit Hafnarfjarðar af því að ég fann mig knúinn til þess að gefa til baka til samfélagsins. Af sömu ástæðu hef ég boðið fram krafta mína, reynslu og þekkingu undanfarna tíu daga í Samhæfingarstöð Almannavarna.

Skoðun
Fréttamynd

Flokkur fólksins leggur til auknar á­lögur á skuld­setta

Í dag mælir formaður Flokks fólksins, fyrir hönd alls þingflokksins, fyrir tæplega sexföldun bankaskatts. Samkvæmt greinargerð er áætlað að aðgerðin skili 30 þúsund milljónum í ríkissjóð á ársgrundvelli. Hvaðan ætli þessir peningar komi?

Skoðun
Fréttamynd

Telur galla í hönnun Foss­vogs­brúarinnar

Byggingarverkfræðingur telur áríðandi að breyta hönnun Fossvogsbrúarinnar áður en hún kemur til framkvæmda svo fólk geti notið sólarlagsins áhyggjulaust. Gangandi umferð þurfi að vera á vestari hluta brúarinnar ólíkt því sem hönnun geri ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Betri samgangna segir hönnunina úthugsaða.

Innlent
Fréttamynd

Allra leiða leitað til standa með Grind­víkingum

Ráðherrar reikna með að Grindvíkingar fái einhver svör við lána- og húsnæðismálum sínum fyrir helgi. Unnið væri að lausnum til skamms og lengri tíma á mörgum vígstöðvum en Grindvíkingar geti treyst því að stjórnvöld muni standa með þeim á þeim óvissutímum sem nú ríki á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­gjafa- og skýrslu­kaup borgarinnar komin úr böndum

Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum.

Skoðun
Fréttamynd

Niður­fellingar skulda og vaxta séu í skoðun

Forsvarsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja líta svo á að þau úrræði sem þeir hafi þegar boðið Grindvíkingum séu aðeins byrjunin; frekari aðgerða sé að vænta, að sögn formanns efnahags- og viðskiptanefndar sem fundaði með bankastjórum í morgun. Frekari niðurfellingar skulda og vaxta séu í skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Orku­laus ríkis­stjórn

Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin.

Skoðun
Fréttamynd

Takk, Katrín!

Um mánaðarmótin verða liðin sex ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum. Ég vil nota tækifærið og fá að þakka þér, Katrín, fyrir styrka stjórn á forsætisráðherrastóli þessi umbrotaár. Ráðherrarnir hafa verið alls konar en óhvikandi stuðningur þinn við allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefur sýnt okkur hver stendur í brúnni.

Skoðun
Fréttamynd

Vonar að frum­varpið skili fullum launum til Grind­víkinga

Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann

Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

Skamm­sýni í leik­skóla­málum – VR efnir til mál­þings

Nokkur sveitarfélög hafa nú riðið á vaðið með að stytta leikskóladag barna í sex klukkustundir. Hin æskilega samfélagsbreyting væri að sjálfsögðu sex klukkustunda vinnudagur sem síðan gæti leitt til styttri leikskóladags og meiri samvista barna og foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur vegna launa fólks sem starfar í Grinda­vík

Grindvíkingar takast nú á við nýjan veruleika fjarri heimilum sínum. Verkefnin fram undan eru mörg og snúa meðal annars að húsnæðismálum, skólagöngu barna, afkomu fólks og sálrænum stuðningi. Sveitarstjórn Grindavíkur er leiðandi í að halda utan um málefni íbúa sinna og nýtur stuðnings og aðstoðar annarra sveitarfélaga, ríkisins og ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg leiðandi í húsnæðisuppbyggingu

Tryggt þak yfir höfuðið er undirstaða daglegs lífs, það veitir öryggi og skjól sem öllum er lífsnauðsynlegt. Núna í vetrarbyrjun voru 2.853 íbúðir í byggingu í Reykjavík og fjölgar um rúmlega 12% milli ára, 2.884 íbúðir eru í samþykktar í deiliskipulagi og 2565 á byggingarhæfum lóðum

Skoðun
Fréttamynd

„Við bíðum bara eftir gosi“

Ólöf Helga Pálsdóttir íbúi í Grindavík segir óvissuna erfiðasta. Fjölskyldan sé örugg og það sé mikilvægast. Hún segir áríðandi að Grindvíkingar fái aðstoð með lán, leigu og afkomu.

Innlent
Fréttamynd

Auka fram­lög vegna á­takanna um hundrað milljónir

Ísland mun veita hundrað milljóna króna viðbótarframlag til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC). Er það vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs, milli Ísraela og Hamas-samtakanna.

Innlent