Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Al­manna­hags­munir að slíkar upp­lýsingar séu opin­berar

Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kyrrstöðuverðbólga

Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Furða sig á að starfs­fólkið þegi enn­þá

Konur sem segjast sem unglingar hafa orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu stjórnenda á meðferðarheimili á Laugalandi áður Varpholti, furða sig á þögn annarra starfsmanna. Þá er fyrrverandi forstjóri Barnarverndarstofu sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð um heimilið fyrir opinberri nefnd.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð stjórn­málanna – val kjós­enda

Mikið er rætt um framtíð vinstrisins að loknum forsetakosningum sem beindu kastljósinu að vinstri og hægri ás stjórnmálanna. Það átti sér stað sérstaklega vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur, fyrrum forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, og þeirrar umræðu sem spannst í röðum hennar stuðningsfólks um „vinstrafólkið“ sem studdi ekki framboð hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri græn geti farið í sögu­bækurnar

Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta ís­lenska grænkera osta­gerðin í hættu

Fjóla Einarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins Livefood, fyrstu íslensku grænkera ostagerðarinnar, segir fyrirtækið nú róa lífróður. Fyrirtækið hafði sett sér markmið um að selja ostana á smásölumarkaði á þessu ári. Fyrirtækið er með vilyrði frá Hagkaup og Krónunni um smásölu en eftir synjun úr Matvælasjóði er ólíklegt að það takist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinstri græn flýta lands­fundi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sent út bréf til félaga í Vg þar sem hann tilkynnir að búið sé að flýta landsfundi hreyfingarinnar. Hann segir Vg nú standa á tímamótum.

Innlent
Fréttamynd

Settu af stað um­bóta­á­ætlun sem skilaði ekki árangri

„Við settum af stað ákveðna umbótaáætlun og hún hefur ekki skilað þeim árangri sem ég hafði séð fyrir að myndi gerast. Að sjálfsögðu fer ég í það mál sem ráðherra og það á ekki að líðast að það séu svo miklar tafir á málaferlum.“

Innlent
Fréttamynd

Koma upp viðbragðshóp vegna á­hrifa kuldakastsins

Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra.

Innlent
Fréttamynd

Vill upp­lýsingar um bótasvik ör­yrkja

Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal.

Innlent
Fréttamynd

Markaðsbrestur til­finninga

Markaðsbrestur er hugtak úr hagfræði sem flestir sem fylgjast með fréttum þekkja og er (oftast) notað yfir það þegar framleiðsla á einhverri vöru (eða gæðum) er ekki skilvirk. Markaðsbrestur á vöru eða gæðum eru gjarnan notað til þess að ýta undir og réttlæta það að stofnanir hins opinbera séu með inngrip sem hafi áhrif á brestina. Þessi inngrip þekkjum við vel. Þetta eru t.d. stýrivaxtahækkanir (og hægar stýrivaxtalækkanir) Seðlabankans til að sporna gegn verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Aug­ljós­lega þurfi að að­stoða bændur

Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. 

Innlent
Fréttamynd

Réttinda­bar­átta strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí sl. í sextánda sinn. Mikil veiði hefur verið enda mikið af fiski á öllum miðum handfærabáta og útlit fyrir stöðvun veiða mánaðamótin júní-júlí auki matvælaráðherra ekki aflamagn til strandveiða og tryggi 48 veiðidaga í sumar. Í fyrra voru veiðar stöðvaðar 11. júlí og hittiðfyrra 21. júlí. Ekkert hefur orðið af kosningaloforðum VG, sem farið hefur með matvælaráðuneytið allt kjörtímabilið, um að efla strandveiðar og sagði: „Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Kosninga­á­róður skrif­stofu Al­þingis?

Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni vill fjölga meðmælendum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar í fjöl­skyldu Bjarna Ben

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Lífið