Á undan áætlun í ríkisfjármálum Í nýbirtum ríkisreikningi fyrir árið 2023 kemur fram að heildarafkoma ríkissjóðs hafi verið um 100 milljörðum króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum, það er að segja 20 milljarða halli í stað 120. Þar segir einnig að frumjöfnuður, með öðrum orðum afkoma ríkissjóðs án tillits til vaxtagjalda og -tekna, var jákvæður um 78 milljarða. Skoðun 20. júlí 2024 09:00
Sakar Maríu um trumpisma Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. Innlent 20. júlí 2024 08:52
Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Innlent 19. júlí 2024 16:56
Bjarni fór á fund konungs Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór á fund Karls III Bretakonungs að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll. Karl Bretakonungur bauð leiðtogum til móttöku í höllinni. Innlent 19. júlí 2024 14:56
Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Innlent 19. júlí 2024 13:00
Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. Innlent 19. júlí 2024 11:10
Fimmtán ár – nýtum tímann betur Tíminn er dýrmætur. Líka í pólitík. Í vikunni voru liðin fimmtán ár frá því að Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Samstarfsmenn hans í ríkisstjórn komu í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum. Skoðun 19. júlí 2024 10:31
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. Innlent 18. júlí 2024 20:13
Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? Skoðun 18. júlí 2024 17:31
Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. Innlent 18. júlí 2024 13:00
Samfélagið þurfi á börnum að halda Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. Innlent 17. júlí 2024 20:31
Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. Innlent 17. júlí 2024 10:47
Búseturétthafar í Grindavík losna undan samningum Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að styrkja búseturétthafa í Grindavík um 95 prósent af framreiknuðu búseturéttargjaldi þeirra. Búseturétthöfum í um þrjátíu íbúðum í bænum stendur nú til boða að losna undan samningi án uppsagnarfrestar. Innlent 15. júlí 2024 16:28
Utanríkisráðherra segir árásina hörmulega Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur bæst í hóp þeirra stjórnmálamanna sem fordæmt hafa árásina á Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær. Innlent 14. júlí 2024 15:18
Bjarni segir atburði gærkvöldsins átakanlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, fordæmir skotárás sem beindist gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem var framin í gær. Erlent 14. júlí 2024 11:37
Óttast að olíufélögin hækki álagningu Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla. Innlent 12. júlí 2024 21:22
Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga. Áætlað er að í þessu nýja borgarhverfi rísi allt að átta þúsund íbúðir og að þar geti búið allt að tuttugu þúsund borgarbúar. Innlent 12. júlí 2024 14:08
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geta lækkað verðbólgu og stórbætt lífskjör Íbúðaskortur skapar ójafnvægi á húsnæðismarkaði sem veldur hækkunum á verði fasteigna, segir framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags. Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir 37% hækkun verðbólgunnar. Umræðan 12. júlí 2024 09:50
Mál mannsins á þingpöllunum komið til saksóknara Máli íraksks flóttamanns sem var með háreysti á þingpöllum Algingis og steig yfir handrið þeirra í mars á síðasta ári hefur verið vísað til héraðssaksóknara. Innlent 12. júlí 2024 07:18
Leggja kílómetragjald á bensín- og olíubíla Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur kynnt til samráðs mál um að kílómetragjald verði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Gjaldið var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um síðustu áramót. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott. Innlent 11. júlí 2024 18:50
Hildur biður Samfylkinguna afsökunar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, biður Samfylkinguna afsökunar á rangfærslum í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið í dag. Í greininni segir hún Samfylkinguna ekki hafa komið á tólf mánaða fæðingarorlofi þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svo hafi verið, það reyndist ekki alveg rétt hjá henni Innlent 11. júlí 2024 17:49
Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. Innlent 11. júlí 2024 16:30
Land, borgir og samgöngur Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Skoðun 11. júlí 2024 14:00
Kveikjum áhugann – Kveikjum neistann Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug. Skoðun 11. júlí 2024 11:31
Sóttu framkvæmdastjóra þingflokks til SA Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur við af Tryggva Mássyni, sem hefur tekið við starfi hjá Klíníkinni. Innlent 11. júlí 2024 10:16
Þau vilja ekki leysa vandann Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki. Skoðun 11. júlí 2024 09:01
Afnám verndartolla í kjölfar breytinga á búvörulögum Fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fullyrðir að nú standi íslenskir bændur jafnfætis bændum annarra landa. Búvörulögin sem samþykkt voru í mars og leyfa samþjöppun afurðastöðva leiði til hærra afurðaverðs til bænda og lægra verðs til neytenda, þvert á það sem gerist í Noregi og ESB að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins og fleiri. Skoðun 11. júlí 2024 07:01
Rússar herða fjandsamlegar aðgerðir gegn NATO-ríkjum Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa hafa hert á skemmdarverkum og árásum á innviði aðildarríkja bandalagsins. Atlantshafsbandalagið bregðist við með því að auka varnir sínar og styrkja hernaðarmátt Úkraínu. Reiknað er með að Úkraínumenn fái langþráðar F16 herþotur í sumar. Erlent 10. júlí 2024 20:29
Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. Innlent 10. júlí 2024 15:11
Bankasýsla ríkisins verði lögð niður Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins og flytja verkefni hennar til fjármála- og efnahagsráðuneytis. Fjármálaráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda drög til umsagnar að frumvarpi þar sem lagt er til að sérstök lög sem nú gilda um Bankasýsluna verði felld úr gildi. Innlent 10. júlí 2024 12:58