Árið er 1990 Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Skoðun 30. júní 2024 14:30
„Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur“ „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur, get bara sagt fólki það,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hann að smáflokkur í ríkisstjórnarsamstarfinu, Vinstri græn, hefði alltof mikil áhrif, og að íslenska stjórnmálamenn vanti þrek og kjark til að gera eitthvað, vitandi það að fullt af fólki muni garga á þau. Innlent 30. júní 2024 11:31
Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Skoðun 29. júní 2024 15:00
Parísarhjólið varla óvinsælt ef sextíu þúsund vilja taka snúning Borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því sem kallaður hefur verið lítill áhugi landsmanna á parísarhjólinu við Miðbakka í Reykjavík. Fimmtán prósent þjóðarinnar reiknar með að fara hring í hjólinu í sumar. Innlent 29. júní 2024 13:51
Banninu verður ekki flýtt Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. Bílar 29. júní 2024 13:19
Kristján Loftsson skilur ekkert hvað hvalveiðar koma alls kyns samtökum við Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallaði eftir öllum gögnum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafði til grundvallar ákvörðun sinni sem var að leyfa hvalveiðar. Í öllum þeim bunka leyndist upplýsandi bréf frá Kristjáni Loftssyni hjá Hval ehf. Innlent 29. júní 2024 07:14
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Innlent 28. júní 2024 14:36
Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst. Innlent 28. júní 2024 14:31
Flýta ekki vaxtaákvörðun þrátt fyrir áköll Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vill að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega sem allra fyrst. Seðlabankinn segir að ekki sé til skoðunar að flýta næstu vaxtaákvörðun. Viðskipti innlent 28. júní 2024 12:43
Í gíslingu Ríkislögmanns, samtryggingar og spillingar Þú átt ekki sjens ef ríkið, „kerfið“, brýtur á þér. Það er hin einfalda staðreynd málsins. Skoðun 28. júní 2024 08:30
Hart tekist á um öldungaráð borgarinnar Óvænt tillaga leit dagsins ljós í öldungaráði Reykjavíkurborgar þess efnis að Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis fengi aðeins einn fulltrúa í sjö manna öldungaráði borgarinnar í stað þriggja eins og verið hefur. Innlent 28. júní 2024 08:01
Segir framlög til afreksíþrótta alltof lág: „Þessar 392 milljónir duga engan veginn“ Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu. Handbolti 28. júní 2024 08:01
Af málathöfnum Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar Skoðun 28. júní 2024 07:01
Væru með helmingi færri þingmenn Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Innlent 27. júní 2024 19:30
Fjölga leikskólaplássum í miðbænum Samþykkt var á í borgarráði í dag að fjölga leikskólaplássum í leikskólanum Miðborg í miðbæ Reykjavíkur um 75. Rekstarleyfi leikskólans Miðborgar hefur verið fært upp 161 barn en sem stendur eru þar 86 börn með pláss. Innlent 27. júní 2024 16:25
Kæri Jón Kaldal Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í fyrradag, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið. Skoðun 27. júní 2024 16:00
Heildarkostnaður við varnargarða nærri sjö milljarðar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur gefið ríkislögreglustjóra heimild til að hefja vinnu við hækkun og styrkingu varnargarða í nágrenni Grindavíkur. Heildarkostnaður við garðana er metinn á nærri sjö milljarða króna. Innlent 27. júní 2024 13:37
Segja aðgerðir lögreglu úr hófi og vilja miskabætur Níu mótmælendur krefjast miskabóta frá ríkinu vegna þess sem þeir segja harkalegar og tilhæfulausar aðgerðir lögreglu 31. maí síðastliðinn. Innlent 27. júní 2024 13:34
Sanna stefnir á þing Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hönd flokksins hljóti hún stuðning félaga sinna. Innlent 27. júní 2024 12:28
Semja um 27 milljarða króna Tækniskóla í Hafnarfirði Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029. Heildarkostnaður er áætlaður 27 milljarðar króna. Innlent 27. júní 2024 10:58
Guðrún boðar lokuð búsetuúrræði strax í haust Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð. Innlent 27. júní 2024 10:25
Stór skref í átt að réttlæti Nýsamþykkt frumvarp félags- og vinnumarkaðsherra um breytingar á lífeyriskerfinu mun bæta stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Einföldun lífeyriskerfisins, sem ÖBÍ hefur lengi barist fyrir, skiptir nefnilega verulegu máli og stuðlar að enn sterkari hagsmunabaráttu. Skoðun 27. júní 2024 10:01
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. Innlent 26. júní 2024 23:00
Ræðustóll og húsgögn á bak og burt Framkvæmdir standa nú yfir í þingsalnum á Alþingi. Borð, stólar og ponta eru á bak og burt og tómlegt er um að litast í salnum. Innlent 26. júní 2024 22:50
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. Innlent 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. Innlent 26. júní 2024 19:31
„Örvænting í Valhöll“ færi Miðflokkurinn fram úr Sjálfstæðisflokknum Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. Innlent 26. júní 2024 18:09
Forsætisráðherra vongóður um samkomulag um stjórnarskrárbreytingar Forsætisráðherra tekur undir með forseta Íslands með að skerpa megi á ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta. Hann geri sér vonir um að samkomulag náist milli flokka á þingi stjórnarskrárbreytinigar. Innlent 26. júní 2024 15:00
Bein útsending: Borgarstjóri kynnir átak í húsnæðimálum og úthverfum Reykjavíkur Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður til blaðamannafundar í dag þar sem hann mun fara yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynna hugmyndir um styrkingu úthverfa og fara yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. Innlent 26. júní 2024 14:31
Sjálfstæðisflokkur aldrei mælst með minna fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í nýrri könnun Maskínu. Þingflokksformaður Miðflokksins þakkar staðfestu flokksins í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum að hann hefur fest sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn líði fyrir að hafa verið í vinstristjórn í sjö ár. Innlent 26. júní 2024 12:24