Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Segir lögin hafa verið alveg skýr um af­drif þjónustu­lausra hælis­leit­enda

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti.

Innlent
Fréttamynd

Banda­rískur sjóða­stýringar­risi vill fjár­festa í Car­b­fix fyrir milljarða

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að undirgangast tiltekna skilmála vegna tilboðs bandaríska sjóðastýringarfélagsins Stonepeak, einn stærsti innviðafjárfestir heims, um möguleg kaup á nýjum hlutum í fyrirtækinu Carbfix. Erlendir fjárfestar gætu lagt félaginu, sem hefur hannað tæknilausn sem bindur koltvísýring varanlega í bergi, til marga milljarða króna í aukið hlutafé til að standa straum að uppbyggingu þess á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Stór­tækar um­bætur í fangelsis­málum

Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Breytum um kúrs

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni innan verkalýðshreyfingarinnar um þann mikla kostnað sem fylgir krónunni fyrir heimili landsins. Þetta hávaxtabrjálæði sem við búum við þýðir að fjölskyldur greiða sturlaða vexti fyrir það eitt að eignast þak yfir höfuðið. Miklu hærri en í nágrannalöndunum.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“

Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Lofts­lags­þolið Ís­land

Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30.

Innlent
Fréttamynd

Ey­gló nýr for­maður stjórnar Sjúkra­trygginga

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur formann stjórnar Sjúkratrygginga Íslands og Guðmund Magnússon varaformann. Ný inn í stjórnina kemur einnig Ólafía B. Rafnsdóttir, fyrrverandi formaður VR.

Innlent
Fréttamynd

Hálfleikur

Í dag eru liðin slétt tvö ár frá Alþingiskosningum. Í þeim vann Framsókn frækinn kosningasigur sem skilaði flokknum 13 þingmönnum og tryggði áframhaldandi stjórnarsamstarf Framsóknar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Sjálfstæðisflokks. Á þeim sex árum sem liðin eru hefur mikið mætt á íslensku samfélagi en um leið hefur mikið áunnist.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með sjálf­töku og spillingu

Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­eining sveitar­fé­laga á endanum á­kvörðun í­búa

Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga.

Innlent
Fréttamynd

Lilja Hrönn kjörin for­seti Ungs jafnaðar­fólks

Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár.

Innlent
Fréttamynd

„Það skiptir engu máli hvar verk­efnin eru unnin“

Dómsmálaráðherra tilkynnti í dag að hún myndi ekki leggja fram frumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna á þessu þingi við mikinn fögnuð viðstaddra. Formaður sýslumannaráðs segir ákvörðun ráðherra mikið gleðiefni.

Innlent
Fréttamynd

Hamingjan ræðst ekki af peningum

Aldrei hafa færri verið hamingjusamir hér á landi og og andlegri heilsu þjóðarinnar hrakar stöðugt. Þá er ungt fólk kvíðnara og meira einmana en áður. Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir samfélagið hafa einblínt um of á hagvöxt og tekjur, í stað velsældar og félagslegra tengsla.

Innlent
Fréttamynd

Hætt við sameiningu sýslumannsembættanna

Dómsmálaráðherra er hættur við áform fyrri ráðherra um sameiningu sýslumannsembættanna. Fyrrverandi dómsmálaráðherra tilkynnti áformin fyrir ári síðan og voru þau afar umdeild.

Innlent
Fréttamynd

Stór orð en ekkert fjár­magn

Orð eru ódýr. Peningar hreyfa heiminn. Þessir frasar eru beinþýddir úr ensku en skiljast ósköp vel á íslensku. Á Íslandi situr ríkisstjórn sem notar gjarnan stór orð um fyrirætlanir sínar. En þegar rýnt er í fjárlög og fjármálaáætlun til að kanna hvað býr þar að baki þá finnst ekkert fjármagn.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi á út­sölu

Flest eru afar spenntir fyrir því að gera góð kaup á útsölum, enda fáum við þar oft mun meira fyrir peningana og getum tryggt okkur vörur sem í mörgum tilfellum verða ekki í boði framar. Frelsi er hins vegar ekki söluvara og alls ekki eitthvað sem á heima á útsölu

Skoðun