Allt það helsta með einum smelli Við höfum ekki þolinmæði eða tíma fyrir seinagang og flækjur. Við viljum að þjónusta sé einum smelli frá, hvort sem viðkemur matarkaupum eða við leit að upplýsingum. Við gerum þessar kröfur til einkageirans og ekki síður til hins opinbera, sérstaklega í heimi nýsköpunar. Þessum kröfum þurfum við að mæta og veita hraða, skilvirka og aðgengilega þjónustu. Skoðun 11. júní 2024 08:31
Nokkrar góðar ástæður til að svindla á örorkukerfinu Allt frá blautu barnsbeini vissi ég nákvæmlega hvert ég vildi stefna í lífinu, ég vildi vaða í seðlum án þess að vinna neitt og vera laus við allt vesen og stress. Ég áttaði mig aldrei á af hverju fólk væri að leggja á sig að fara í nám til að læra einhverja iðn eða stefna á háskólanám, bæði með tilheyrandi kostnaði og álagi. Nei, ég ætlaði sko ekki að strita og púla að óþörfu. Ég ákvað að redda mér örorkumati og lifa ljúfa lífinu án þess að lyfta fingri. Skoðun 11. júní 2024 08:00
Vilja skoða að gera RÚV aftur að hefðbundinni ríkisstofnun Meirihluti fjárlaganefndar telur skynsamlegt að kannaðir verði kostir og gallar þess að Ríkisútvarpið verði gert að hefðibundinni ríkisstofnun að nýju. Þetta kemur fram í meirihlutaáliti um fjármálaáætlun fyrir árin 2025 til 2029 sem lagt var fram á þingi í gær. Innlent 11. júní 2024 07:00
„Þessi kostnaður hverfur ekki“ Fyrstu umræðu um fjórðu fjáraukalög ríkisstjórnarinnar lauk á ellefta tímanum á Alþingi í kvöld. Frumvarpið fer nú í aðra umræðu og aftur til fjárlaganefndar. Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu óvæntan kostnað og afleiðingar aukinna útgjalda í ræðum sínum á þingi í kvöld. Ráðherra vísaði í svörum sínum til ófyrirsjáanlegra aðstæðna vegna náttúruhamfara. Innlent 10. júní 2024 23:42
Þrettán ungliðahreyfingar fordæma breytingar á útlendingalögum Þrettán íslenskar ungliðahreyfingar krefjast þess að ný útlendingalög verði samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Þau fordæma breytingarnar sem á að gera á útlendingalögunum og krefjast þess að allar lagabreytingar séu gerðar með mannréttindi að leiðarljósi. Innlent 10. júní 2024 22:27
Fjárlaganefnd leggur til opnun sendiráðs á Spáni Fjárlaganefnd hefur lagt til opnun sendiráðs Íslands á Spáni í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjármálálaáætlun næstu fimm ár. Hingað til hefur Spánn verið umdæmisland sendiráðsins í París. Innlent 10. júní 2024 19:36
Ráðherra hafi ekki mátt láta rannsaka meðferðarheimilið Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Innlent 10. júní 2024 19:03
Stjórnvöld ætla að auka við mannúðarstuðning á Gasa Íslensk stjórnvöld ætla að auka við mannúðarstuðning á Gasa. Utanríkisráðherra segir þó liggja á að tryggja að slík aðstoð berist til fólksins á Gasa en hjálparstofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum hefur verið nánast ómögulegt að koma hjálpargögnum inn á svæðið síðustu mánuði. Hún segir stjórnvöld hafa talað skýrt um að þau telji alþjóðalögum ekki fylgt og kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Innlent 10. júní 2024 17:45
Segir magnafslátt á umhverfissóðaskap skelfilega hugmynd Gísli Rafn Ólafsson Pírati var ómyrkur í máli um þann hrylling sem hann og Píratar telja sjókvíaeldi vera. Hann sagði magnafslátt, eins og til sendur á leiða í lög með nýjum lagasetningum um lagareldi, skelfilega hugmynd. Innlent 10. júní 2024 16:26
Úr sex nöfnum að velja á nýjasta sveitarfélag landsins Á fyrsta fundi sameiginlegrar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var lögð fram umsögn örnefnanefndar um þær tillögur sem bárust um nafn á þetta nýjasta sveitarfélag Íslands. Innlent 10. júní 2024 15:25
Almannahagsmunir að slíkar upplýsingar séu opinberar Forstjóri Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir úrskurð Persónuverndar um greinargerð um meðferðarheimilið Laugaland/Varpholt hafa komið á óvart. Í honum fólst að fjarlægja þurfti greinargerð af vef stofnunarinnar. Slík mál eigi erindi við almenning og eigi ekki við um úttektir sem stofnunin vinnur að í dag. Innlent 10. júní 2024 14:01
Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. Innlent 10. júní 2024 13:10
Kyrrstöðuverðbólga Að kæla hagkerfið, að ná niður verðbólgu og vöxtum hefur verið verkefni Seðlabankans undanfarin ár. Leiðin til þess hefur verið að hækka stýrivexti til að þrengja að ráðstöfunarfé þeirra Íslendinga sem skulda. Stærsti hluti þessa hóps er ungt fólk og millistéttin. Ungt fólk sem nýkomið er út á fasteignamarkaðinn og skuldar stóran hluta í fasteign sinni. Skoðun 10. júní 2024 11:30
Vopnakaup samræmist stefnu þrátt fyrir gagnrýni varaformannsins Fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd Alþingis segir það í takt við stefnu flokksins að Ísland styðji óbeint hergagnakaup fyrir Úkraínu. Varaformaður flokksins lýsti yfir afdráttarlausri andstöðu við vopnakaup í viðtali í síðustu viku. Innlent 10. júní 2024 10:39
Willum vill pakka tóbaki í ljótasta lit í heimi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram drög að reglugerð, sem fer núna til samráðs, sem varðar pakkningar á öllum tóbaksvörum. Innlent 10. júní 2024 10:15
Ekki óeðlilegt að líta til þess að byggja hverfi á öðrum stöðum Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir koma vel til greina að skoða að byggja upp ný hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Auðvelt sé að vera gagnrýnin á bæði sveitarfélög og ríkið vegna þess hvernig haldið hafi verið á spöðunum í húsnæðismálum. Innlent 10. júní 2024 09:06
Furða sig á að starfsfólkið þegi ennþá Konur sem segjast sem unglingar hafa orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu stjórnenda á meðferðarheimili á Laugalandi áður Varpholti, furða sig á þögn annarra starfsmanna. Þá er fyrrverandi forstjóri Barnarverndarstofu sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð um heimilið fyrir opinberri nefnd. Innlent 10. júní 2024 08:00
Framtíð stjórnmálanna – val kjósenda Mikið er rætt um framtíð vinstrisins að loknum forsetakosningum sem beindu kastljósinu að vinstri og hægri ás stjórnmálanna. Það átti sér stað sérstaklega vegna framboðs Katrínar Jakobsdóttur, fyrrum forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, og þeirrar umræðu sem spannst í röðum hennar stuðningsfólks um „vinstrafólkið“ sem studdi ekki framboð hennar. Skoðun 9. júní 2024 17:31
Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. Innlent 8. júní 2024 13:01
Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Fjóla Einarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins Livefood, fyrstu íslensku grænkera ostagerðarinnar, segir fyrirtækið nú róa lífróður. Fyrirtækið hafði sett sér markmið um að selja ostana á smásölumarkaði á þessu ári. Fyrirtækið er með vilyrði frá Hagkaup og Krónunni um smásölu en eftir synjun úr Matvælasjóði er ólíklegt að það takist. Viðskipti innlent 8. júní 2024 10:00
Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. Innlent 7. júní 2024 23:24
„Finnum að það er upplifun einhverra íbúa að okkur sé alveg sama“ Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ segir að í nýrri tillögu að deiliskipulagi fyrir Arnarland í Garðabæ sé tekið tillit til margra athugasemda frá íbúum. Samráðsferlið sé enn opið. Hann hvetur íbúa til að rýna nýja tillögu og til að skila athugasemdum. Innlent 7. júní 2024 17:45
Skortsalar fá ekki að kaupa í Íslandsbanka í útboði ríkisins Fjárfestar sem skortselja Íslandsbanka á þrjátíu daga tímabili fyrir almennt útboð ríkisins á hlut sínum í bankanum munu ekki fá að kaupa í útboðinu. Almennt má gera ráð fyrir því að hlutabréfaverð lækki í aðdraganda almenns útboðs. Innherji 7. júní 2024 16:44
Vinstri græn flýta landsfundi Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sent út bréf til félaga í Vg þar sem hann tilkynnir að búið sé að flýta landsfundi hreyfingarinnar. Hann segir Vg nú standa á tímamótum. Innlent 7. júní 2024 16:43
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. Innlent 7. júní 2024 15:53
Settu af stað umbótaáætlun sem skilaði ekki árangri „Við settum af stað ákveðna umbótaáætlun og hún hefur ekki skilað þeim árangri sem ég hafði séð fyrir að myndi gerast. Að sjálfsögðu fer ég í það mál sem ráðherra og það á ekki að líðast að það séu svo miklar tafir á málaferlum.“ Innlent 7. júní 2024 15:30
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. Innlent 7. júní 2024 14:21
Vill upplýsingar um bótasvik öryrkja Birgir Þórarinsson hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann kallar eftir upplýsingum um umfang bótasvika og áhrif á útgjöld ríkisins. Frumvarp um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu liggur fyrir Alþingi og viðbúið að tekist verði á um málið í þingsal. Innlent 7. júní 2024 14:06
Kjartan Bjarni skipaður landsréttardómari Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Kjartan Bjarni Björgvinsson verði skipaður dómari við Landsrétt frá 1. september 2024. Innlent 7. júní 2024 14:05
„Ótímabært“ að segja til um hvort hún sækist eftir forystu Rætt verður um að flýta landsfundi VG á stjórnarfundi flokksins í dag. Svandís Svavarsdóttir segir tímabært að hreyfingin stilli saman strengi í ljósi fylgistaps. Innlent 7. júní 2024 13:57