Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Páll Axel: Góður varnarleikur skilaði sigrinum

    „Þetta var lélegt hjá okkur í byrjun en síðan spilum við virkilega vel í lokin,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld. Grindvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni ,86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvar: Héldum ekki haus í lokin

    „Við bara sprungum í fjórða leikhluta,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Grindvíkingum ,69-86, í 10. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas: Sýndum karakter í lokin

    „Þetta var mun erfiðari leikur en tölurnar gefa til kynna og við komum hreinlega ekki tilbúnir til leiks,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Freyr: Verður svona þegar hormónarnir fara upp

    „Við vorum okkar versti óvinur í kvöld,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Keflavík á útivelli í kvöld. Þegar liðin mættust í bikarnum um síðustu helgi bar Tindastóll sigur úr býtum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón Skúlason: Einmitt það sem ég bjóst við

    Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók glaður við stigunum tveimur sem liðið vann fyrir gegn Tindastóli í kvöld. Keflvíkingar náðu þar með að hefna fyrir ósigurinn um síðustu helgi þegar Stólarnir komust áfram í bikarnum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar Ólafsson: Ætlum alla leið

    „Við ætluðum okkur að kvitta fyrir tapið í Hveragerði og ég held að við höfum gert það nokkuð örugglega," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir að hans lið sigldi örugglega áfram í bikarnum með 99-74 sigri gegn Hamri úr Hveragerði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bikarmeistarar Snæfells úr leik

    Njarðvík, Tíndastóll og KR tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í kvöld. Njarðvík lagði Snæfell í Fjárhúsinu í háspennuleik. Það er því ljóst að Snæfell ver ekki bikarmeistaratitilinn í ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvar: Við ætlum okkur alla leið

    Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, var mjög svo ánægður með sigurinn í kvöld en hans menn náðu að leggja ‚ÍR-inga í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljgaskóla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ægir: Erum komnir einu skrefi nær markmiðinu

    „Við erum komnir einu skrefi nær að því sem við ætlum okkur,“ sagði Ægir Steinarsson, leikmaður Fjölnis, eftir sigurinn í kvöld. Fjölnir bar sigur úr býtum gegn ÍR í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljaskóla. Ægir átti frábæran leik eins og svo oft áður í vetur og skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sveinbjörn: Voru ekki með hausinn skrúfaðan á

    „Menn voru ekki með hausinn skrúfaðan á frá fyrstu mínútu,“ sagði Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, virkilega svekktur eftir tapið í kvöld. ÍR-ingar féllu úr leik í Powerade-bikarnum gegn Fjölni í kvöld en þeir töpuðu 112-90 í Seljaskólanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar enduðu sigurgöngu KR-inga

    Grindavík komst aftur upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á KR, 87-77, í Röstinni í Grindavík í kvöld. KR hafði unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni en tókst ekki að vera fyrsta útiliðið til að vinna í Grindavík. Bæði lið áttu mjöguleika á því að ná öðru sætinu með sigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell lagði Stjörnuna

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Snæfells komust á topp deildarinnar með sigri á Stjörnunni á heimavelli, 114-96.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svavar aftur í búninginn hjá Tindastóli

    Þrír leikir eru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:30. Snæfell tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Stykkishólmi, á Ísafirði heimsækir Keflavík lið KFÍ og á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Fjölnir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nonni Mæju fékk flest atkvæði í Stjörnuleik KKÍ

    Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, þekktastur undir viðurnefninu Nonni Mæju, fékk flest atkvæði í netkosningu á KKÍ þar sem gestir síðunnar fengu að velja byrjunarliðsleikmenn í Stjörnuleik KKÍ sem fer fram í Seljaskóla 11. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

    Körfubolti