Þjóðadeild UEFA

Þjóðadeild UEFA

Þjóðadeildin er keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu sem fer fram á haustin á tveggja ára fresti, áður en undankeppnir Evrópu- og Heimsmeistaramóta hefjast.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arnór Ingvi: Ég hef alveg verið betri

    „Já við vorum mjög nálægt því að jafna leikinn í lokin en það eru nokkrar sekúndur þar sem við missum einbeitinguna og fáum á okkur þessi tvö mörk sem var dýrkeypt“, sagði Arnór Ingvi Traustason eftir leik þegar hann var spurður út í hversu nálægt Ísland hafi verið að jafna leikinn á móti Sviss í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann

    „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin

    "Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar hann var spurður að því hvort eitthvað hefði verið hægt að gera í mörkunum sem Ísland fékk á sig og hvernig leikurinn hafi litið út frá hans bæjardyrum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hamrén: Þoli ekki að tapa

    Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur

    Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Einkunnir Íslands: Gylfi bestur

    Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    England skellti Spáni

    England gerði sér lítið fyrir og skellti Spánverjum, 3-1, í A-deild Þjóðadeildarinnar er liðin mættust í Sevilla í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gíbraltar vann sinn fyrsta leik

    Fótbolti Landslið Gíbraltar vann fyrsta keppnisleik sinn í sögu knattspyrnusambandsins um helgina þegar það vann óvæntan 1-0 sigur á Armeníu í Jerevan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þurfum að sýna mun meiri aga

    Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss á Laugardalsvelli í kvöld og fær þar tækifæri til að hefna fyrir 0-6 tap síðast þegar liðin mættust. Erik Hamrén segir að landsliðið sé með augastað á undankeppni EM 2020.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Væri stórt að vinna England

    Sergio Ramos segir að það yrðu stórfréttir um allan heim ef Spánverjum tækist að leggja Englendinga að velli en liðin mætast í Þjóðadeildinni í Sevilla á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sigurmark Ítala í uppbótartíma

    Ítalir unnu sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni þegar þeir lögðu Pólland á útivelli í kvöld. Ítalía fór þar með uppfyrir Pólland í riðlinum og eru nú í 2.sæti á eftir Portúgal.

    Fótbolti