Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Hannar fyrir konur sem vilja sjást í fjöldanum

„Hönnunin og vörumerkið spilar svolítið inn á persónuleika kvenna, hún er litrík og ég vinn mikið með áferðir. Engin flík er eins svo þetta er svolítið einstakt sem ég er að reyna að gera,“ segir fatahönnuðurinn Anita Hirlekar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skoska fyrirsætan Stella Tennant látin

Skoska fyrirsætan Stella Tennant er látin fimmtug að aldri. Fjölskylda hennar staðfestir andlátið í tilkynningu. „Stella var yndisleg kona og mikill innblástur fyrir okkur öll. Hennar verður sárt saknað,“ segir í tilkynningunni. Hún hafi látist í gær og andlát hennar borið brátt að.

Lífið
Fréttamynd

„Þarft framtak að líta okkur nær“

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi hefur tekið saman lista yfir allar þær verslanir hér á landi sem selja íslenska hönnun. Markmiðið er að einfalda leit að íslenskri hönnunarvöru, hvort sem það er í þeim tilgangi að fegra heimilið, bæta við fataskápinn, versla gjafir eða annað.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

And­stæður mætast í litum næsta árs hjá Pantone

Fyrirtækið Pantone hefur afhjúpað liti ársins 2021, en aldrei þessu vant eru þeir tveir að þessu sinni sem hefur aðeins gerst einu sinni á þeim tveimur áratugum sem litur ársins hefur verið valinn. Á síðasta ári var blái liturinn Classic Blue valinn litur ársins 2020, en nú mætast andstæður í litavalinu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Við hlæjum svolítið oft að þessu tímabili“

Söngkonan Klara Elias var gestur í Snyrtiborðið með HI beauty. Klara er nýlega flutt aftur til Íslands eftir að búa í 11 ár í Los Angeles. Hún byrjaði snemma að syngja og hefur starfað við tónlist frá 18 ára aldri, þegar hljómsveitin NYLON var stofnuð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skreytum hús: Með­ferðar­heimili gert að fal­legu hreiðri

„Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fengu par, vinkonur og mæðgur til að sitja fyrir á myndunum

Skartgripalínan Kliður fæddist í þverfaglegu samstarfi á milli Júlíönnu Óskar Hafberg myndlistarkonu og hönnuðar og Esterar Auðunsdóttur, gullsmiðs. Samstarfskonurnar hafa eytt öllum lausum stundum saman síðustu vikur, en þær kynntust fyrst yfir kaffibolla í Ásmundarsal í byrjun september. Þær kynna línuna með einstökum myndaþætti eftir Sögu Sig ljósmyndara.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hönnuðu jólaketti úr notuðum barnafötum

Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12. Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Einstakur myndaþáttur Viðars Loga tekinn í ljósaskiptunum

Herferðin „Íslensk flík“ er farin aftur af stað, en verkefnið vakti mikla athygli á HönnunarMars í sumar. Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Floni sviptir hulunni af nýju ilmvatni

Íslenski tónlistarmaðurinn Floni svipti í dag hulunni af nýju ilmvatni sem einfaldlega nefnist Floni Eau De Parfum. Floni Eau De Parfum er samstarfsverkefni milli Flona og Laugar Spa sem unnið hefur verið síðasta eina og hálfa árið.

Albumm
Fréttamynd

„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“

„Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Við erum með hörkureynslu í farteskinu“

Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim

„Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Svala afhjúpar leyndarmálið á bak við sleikta taglið

Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu.

Tíska og hönnun