Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Spila í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár.

Lífið
Fréttamynd

Vinur Patriks kom upp um hann

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist ekki hafa verið í beinni útsendingu í Söngvakeppni sjónvarpsins í Gufunesi í Reykjavík á laugardagskvöldið. Vinur hans kom upp um hann og upplýsti að Patrik væri á Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Svona skiptust at­kvæðin í Söngva­keppninni í heild sinni

Lagið Róa bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2025 sem fram fór í beinni útsendingu á RÚV síðasta laugardagskvöld. Lagið var hlutskarpast í símakosningu almennings bæði í undankeppninni og lokakeppninni. Þá voru erlendu dómararnir líka ánægðastir með lagið. 

Lífið
Fréttamynd

Minnast Árna Grétars á maraþon-minningar­tón­leikum

Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. 

Lífið
Fréttamynd

Setja markið á 29. sætið

Sigurvegarar Söngvakeppni sjónvarpsins eru alsælir með sigur laugardagskvöldsins, og eru enn að átta sig á því að þeir verði fulltrúar Íslands í Eurovision. Aðalmarkmið þeirra er að gleðja þjóðina og gera hana stolta.

Lífið
Fréttamynd

VÆB keppa fyrir hönd Ís­lands í Euro­vision

VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd.

Lífið
Fréttamynd

Bryan Adams seldi upp á hálf­tíma

Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey ein af konum ársins hjá Time

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning.

Lífið
Fréttamynd

Draumurinn rættist að syngja með Bubba

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. 

Tónlist
Fréttamynd

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið

Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 

Neytendur
Fréttamynd

Bryan Adams til Ís­lands

Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur Bare Bones tónleikana sína í Eldborg Hörpu 21. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Adams endurnýjar kynni sín við Ísland en hann hefur áður komið fram hér á landi. Nú kemur hann fram ásamt píanóleikara.

Lífið
Fréttamynd

„Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“

„Fyrir mér var aðgerðin ákveðið „reset.“ Mér finnst ég hafa fengið að byrja upp á nýtt,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir söngkona en líf hennar tók stakkaskiptum árið 2021 þegar hún gekkst undir magaermisaðgerð. Ákvörðunin var stór, en ekki erfið. Íris greindist á sínum tíma með jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Aðgerðin tók að hennar sögn ekki einungis álagið af líkamanum- heldur einnig sálinni.

Lífið