„Það er búið að gjaldfella það að vera tónlistarmaður“ „Ég hef verið í tónlist síðan ég var lítil og alltaf í kringum fólk sem er í tónlist. Ég kunni ekkert annað og kann ekkert annað,“ segir Sóley Stefánsdóttir í hlaðvarpsþættinum Bransakjaftæði. Lífið 4. ágúst 2021 14:47
Stolt en stressuð Arna Bára gefur út sitt fyrsta lag „Þetta eru blendnar tilfinningar að gefa út sitt fyrsta lag. Ég er mjög stolt en á sama tíma stressuð yfir viðbrögðunum,“ segir athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Arna Bára í samtali við Vísi. Lífið 3. ágúst 2021 14:39
Draumur rættist í gær: „Það væri nú gaman að prufa þetta einu sinni með fólki“ Þetta var algjör heiður, segir Magnús Kjartan Eyjólfsson um brekkusönginn sem hann stýrði í fyrsta sinn í gær. Hann segir upplifunina stórkostlega og væri tilbúinn til að stýra söngnum aftur að ári. Innlent 2. ágúst 2021 13:00
Aldrei verið með plan B Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan. Lífið 2. ágúst 2021 11:30
Kemur ekki fram á tónlistarhátíð vegna hatursorðræðu í garð samkynhneigðra Rapparinn DaBaby kemur ekki fram á lokakvöldi tónlistarhátíðarinnar Lollapalooza sem fram fer í Chicago í kvöld. Ástæðan er hatursorðræða sem hann viðhafði á tónleikum í síðustu viku. Tónlist 1. ágúst 2021 21:32
Helgi Björns streymir frá Borginni í kvöld Helgi Björnsson ætlar að heimsækja alla landsmenn í beinu streymi frá Hótel Borg í kvöld ásamt Reiðmönnum vindanna. Lífið 31. júlí 2021 21:09
Stuð og stemming á harmonikkufjöri á Borg í Grímsnesi Mikið stuð og stemming er á tjaldsvæðinu á Borg í Grímsnesi því þar eru harmoníkuleikarar, saxófónleikarar, trommuleikari og maður sem spilar á sög komnir saman til að skemmta sér og öðrum við dillandi tónlist og dans tjaldsvæðisgesta. Innlent 31. júlí 2021 20:04
Akureyrskir Pálmar með kveðju af ströndinni Akureyrska hljómsveitin Pálmar hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við þriðja lag sitt Sæll vinur. Tónlist 30. júlí 2021 17:12
Uppstrílaðir skrattakollar gefa sig á vald glundroðanum Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á. Tónlist 30. júlí 2021 16:36
Elskar að djamma en fær ekki að djamma Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað. Tónlist 30. júlí 2021 16:01
Semur um eigin líðan sem barn Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson var að senda frá sér lagið Back to Bed ásamt tónlistarmyndbandi sem hann vann ásamt ungum kvikmyndargerðarnema, Jónatani Leó Þráinssyni á Austurlandi í sumar. Albumm 30. júlí 2021 14:30
Föstudagsplaylisti Johnny Blaze og Hakka Brakes Jón Rafn Hjálmarsson, eða Johnny Blaze, og Hákon Bragason, eða Hakki Brakes, mynda elektróníska tvíeykið sem setti saman lagalista þessa föstudags. Tónlist 30. júlí 2021 13:00
Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti. Tónlist 29. júlí 2021 17:51
Bassaleikari ZZ Top er dáinn Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum. Tónlist 28. júlí 2021 21:23
Halda tónlistarhátíð þrátt fyrir allt Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 28. júlí 2021 20:36
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. Tónlist 28. júlí 2021 16:17
Sjálfsbjargarviðleitnin kennir Bubba að búa til myndlist Yfirstandandi Covid-bylgja hefur orðið til þess að Bubbi Morthens hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og framleiðir nú textaverk í seríu sem hann kallar Regnbogaverk. Textabrot sem Bubbi lætur vinna í listaverk. Menning 28. júlí 2021 14:18
Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Tónlist 27. júlí 2021 23:10
Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“ Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið. Lífið 27. júlí 2021 22:49
Tónlistarmyndbandið sé stutt teiknimynd Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað. Tónlist 26. júlí 2021 14:06
Gísli Pálmi hótar að taka aftur yfir leikinn og byrjar á stærstu tónleikum ársins Hann gæti í alvöru verið að hefjast, GP kafli tvö, sem rappþjóðin Ísland hefur beðið í ofvæni frá því að GP droppaði árið 2015. Eftir nokkur ár undir feldi boðar Gísli Pálmi nýja tíma, sem hann hringir inn með sögulegum tónleikum í Gamla bíó í kvöld. Tónlist 24. júlí 2021 15:58
Kim mætti óvænt í hlustunarpartý Kanye Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni. Lífið 23. júlí 2021 17:14
Nýja plata Flona full af frelsi og gleði Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út plötuna Demotape 01. Um er að ræða sex laga plötu sem unnin er af fremstu framleiðendum landsins. Tónlist 23. júlí 2021 11:29
Bassi Maraj gefur út lag Hinsegin daga 2021 Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu. Tónlist 23. júlí 2021 09:37
Reynir Pétur munnhörpuleikari með meiru Munnharpa og munnhörpulög eiga allan hug Reynis Péturs Ingvarssonar á Sólheimum í Grímsnesi, en hann spilar bæði frumsamin lög og lög eftir aðra. Þá spilar hann stundum fyrir gesti á Sólheimum. Innlent 22. júlí 2021 20:15
Vinir Tomma Tomm léttir í lundu í nýjum lundi Samstarfsfélagar og vinir Tomma Tomm fyrrverandi bassaleikara Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita minntust hans í dag með vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum. Lundurinn á að boða gleði eins og lund Tomma hafi alla tíð gert. Innlent 21. júlí 2021 19:41
„Bestu hugmyndirnar verða oft til í einhverju skemmtilegu hliðarspaugi“ Sigtryggur Baldursson er viðmælandi Bergþórs Mássonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Bransakjaftæði. Sigtryggur hefur komið víða við í tónlist og er í dag framkvæmdastjóri ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Lífið 21. júlí 2021 17:04
Prins Póló og Berglind búin að selja Karlsstaði Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, og Berglind Häsler hafa gengið frá sölu á jörð sinni, Karlsstöðum í Berufirði. Þar hafa hjónin rekið gistiheimili og veitingastað þar sem mikið hefur verið um tónleikahald. Þau munu þó taka vörumerkið Havarí með sér, sem áfram mun standa fyrir taumlausa gleði og listgjörninga. Lífið 21. júlí 2021 15:13
Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum. Tónlist 21. júlí 2021 13:55
Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september. Tónlist 21. júlí 2021 13:43