Veður

Veður


Fréttamynd

Kaldasti mars­mánuður í rúm 40 ár

Síðastliðinn marsmánuður var sá kaldasti í rúm fjörutíu ár, eða síðan 1979 og einkenndist hann af stöðugum norðaustlægum áttum. Nýafstaðinn vetur var jafnframt sá kaldasti síðan veturinn 1994 til 1995. Veðurfræðingur segir veturinn hafa verið óvenjulegan fyrir þær sakir hvað hann var kaflaskiptur og hvað hann einkenndist af löngum kuldaköflum.

Veður
Fréttamynd

Snjókoma fyrir norðan

Suðlæg eða breytileg átt verður í dag og nær þremur til átta metrum á sekúndu. Stöku skúrir eða él, hiti 0 til 7 stig yfir daginn. Vaxandi suðaustanátt í nótt. Snjókoma er á Akureyri en búist er við sól seinni part dags. Úrkomulítið verður á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Hiti verður á bilinu fjögur til ellefu stig eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Slydda og snjó­koma

Búast má við suðvestlægri eða breytilegri átt, 3-10 metrar á sekúndu, hvassast suðaustanlands, en austan og norðaustan 8-13 á Vestfjörðum framan af degi. Skúrir og hiti 2 til 8 stig sunnan- og vestanlands, en slydda eða snjókoma og hiti um frostmark norðantil.

Veður
Fréttamynd

Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana

Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana.

Veður
Fréttamynd

Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga

Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu aflétt á nokkrum svæðum

Veðurstofa Íslands hefur metið áframhaldandi rýmingarþörf á Austurlandi vegna snjóflóðahættu. Í kjölfar þess var ákveðið að aflétta rýmingu á nokkrum svæðum á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. 

Innlent
Fréttamynd

Íbúar hvattir til að sýna aðgæslu

Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi vegna mikillar úrkomu á Austurlandi. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag en þó ekki alvarleg. Síðar í kvöld voru íbúar á Austurlandi hvattir til að sýna aðgæslu nærri vatnsfarvegum.

Innlent
Fréttamynd

Flóð fallið nokkuð víða og enn frekari rýmingar í Neskaupstað

Ákveðið hefur verið að grípa til enn frekari rýminga í Neskaupstað vegna hættu á ofanflóðum en rýmingar eru þegar í gildi á nokkrum stöðum. Veður virðist vera að ná hámarki en appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna mikillar úrkomu. Flóð hafa verið að falla nokkuð víða í dag að sögn yfirlögregluþjóns á Austurlandi. 

Innlent
Fréttamynd

Rýma fleiri hús á Eskifirði

Búið er að lýsa yfir hættuástandi vegna ofanflóða á Eskifirði og verið að rýma hús þar. Rýmingin gildir frá klukkan fjögur í dag, þar til hún er felld niður.

Innlent
Fréttamynd

Frekari rýmingar í Neskaupstað bætast við

Veðurstofan hefur ákveðið frekari rýmingu í Neskaupstað vegna ofanflóðahættu frá og með klukkan þrjú í dag. Fyrr í dag var ákveðið að grípa til rýminga á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði. Rýmingar eru sömuleiðis í gildi á Seyðisfirði og Eskifirði. 

Innlent
Fréttamynd

Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum

Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. 

Innlent
Fréttamynd

Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum

Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Vegir víða ó­færir eða lokaðir

Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn.

Innlent
Fréttamynd

Um­merki um fleiri flóð

Snjóathugunarmenn Veðurstofunnar eru byrjaðir að skoða aðstæður á Austfjörðum eftir snjóflóð gærdagsins. Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem vart varð við í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hvasst syðst og hvessir enn í nótt

Víðáttumikil lægð liggur nú langt suður í hafi og færir okkur austlæga átt í dag með stöku éljum fyrir austan, en að mestu skýjað og þurrt vestanlands.

Veður