Veður

Veður


Fréttamynd

Aukið álag þegar líður á daginn

Mikill viðbúnaður er hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en búist var við miklu álagi vegna veðursins í dag. Börn voru til að mynda send heim úr Fossvogsskóla vegna leka frá þaki og inn í kennslustofur. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins segir álag á viðbragðsaðila vera mikið.

Innlent
Fréttamynd

Hálka, þæfingsfærð og ófært víða

Samkvæmt Vegagerðinni eru hálkublettir og mikill vatnselgur á vegum á höfuðborgarsvæðinu. Þá er krapi á Hellisheiði og í Þrengslum og þæfingsfærð á Mosfellsheiði. Hálkublettir og mikill vatnselgur á Reykjanesbraut og flughált á Suðurstrandavegi og Krýsuvíkurvegi norðan Vatnsskarðs.

Innlent
Fréttamynd

Gular viðvaranir taka gildi ein af annarri

Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og á Miðhálendinu. Þá eru í gildi viðvaranir vegna hættu á flóðum, snjóflóðum og krapaflóðum.

Innlent
Fréttamynd

Kona varð úti í óveðrinu rétt fyrir jól

Kona á fertugsaldri varð úti í óveðrinu sem gekk hér yfir dagana 17. til 19. desember. Konan var búsett ofarlega við Esjumela í Mosfellsbæ og var á leið heim til sín fótgangandi þegar hún lést. 

Innlent
Fréttamynd

Lita­dýrðin rakin til eld­gossins öfluga hinum megin á hnettinum

Ef til vill hafa Íslendingar tekið eftir því að sólarupprás og sólarlag síðustu daga hafa verið í litskrúðugri kantinum. Að öllum líkundum má rekja ástæður þess og uppruna eitt ár aftur í tímann og í 15 þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi, til eyríkisins Tonga í Kyrrahafi.

Innlent
Fréttamynd

Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna

Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda.

Innlent
Fréttamynd

Kastar fram hug­mynd um mjúk­lokun sem stoppi van­búna bíla

„Við sjáum þetta þannig að lokanir eru til gagns sé þeim beitt rétt, sagði Harald Teitsson, formaður félags hópferðaleyfishafa og formaður hópbifreiðanefndar Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu stofnunarinnar. Harald varpaði fram þeirri hugmynd að beita mætti svokallaðri mjúklokun vega í meira mæli, þegar veður eru válynd.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hús­eig­andans að passa upp á“

Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Mikið frost og léttskýjað

Í dag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s í dag, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost verður á bilinu 5 til 18 stig.

Veður