Veður

Veður


Fréttamynd

Rigning eða súld um mest allt land

Það verður suðaustanátt í dag, víða tíu til átján metrar á sekúndu, hvassast norðvestanlands. Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Búist við austlægri átt

Búist er við austlægri átt, sem verður þrír til átta metrar á sekúndu, og dálítilli rigningu eða slyddu á sunnanverðu landinu í dag, en þó mun létta síðdegis. Talið er að það verði nokkuð bjart á norðanverðu landinu. Hiti tvö til sex stig sunnanlands en um eða undir frostmarki fyrir norðan.

Veður
Fréttamynd

Fimm­tán stiga frost á Gríms­stöðum á Fjöllum í nótt

Kalt loft barst úr norðvestri yfir landið og það snjóaði í mörgum landshlutum í gær. Það létti svo til og lægði og þá getur frostið náð sér á strik og mældist þannig 15 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, 13,4 stiga frost á Mývatnsöræfum og 13,2 stiga frost við Dettifoss.

Veður
Fréttamynd

Beðin um að til­kynna líkfundi

Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar.

Erlent
Fréttamynd

Lægð nálgast úr suð­vestri

Lægð nálgast nú úr suðvestri og gengur því í sunnan átta til fimmtán metra á sekúndu í dag með rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla austanlands fram eftir degi.

Veður
Fréttamynd

Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land

Kröpp lægð sem kom upp að ausatanverð landinu í nótt fer nú hratt til norðurs og má gera ráð fyrir að veðrið í dag verði ansi breytilegt. Lengst af verði úrkoma vestantil í formi rigningar eða skúra, em fyrir norðan færist hins vegar rigningin smám saman yfir í slyddu á láglendi en snjókomu inn til landsins.

Veður
Fréttamynd

Tví­skipt veður á landinu

Lægð sem stödd er norðaustur af landinu veldur allhvassri eða hvassri norðvestanátt á norðaustan- og austanverðu landinu í dag og mun þar snjóa með vindinum. Akstursskilyrði geta því verið erfið á þessum slóðum, sérstaklega á fjallvegum og er ferðalöngum bent á að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.

Veður
Fréttamynd

Skúrir um allt land

Austur af landinu er nú víðáttumikil lægð sem veldur norðvestlægum áttum með skúrum um allt land. Þegar líður á daginn kólnar norðantil með snjókomu eða él.

Veður
Fréttamynd

Lægð yfir Vestur­landi stjórnar veðrinu

Þaulsetin lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu í dag. Staðsetning lægðarinnar veldur suðlægum áttum en á Breiðarfirði og Vestfjörðum er fremur hæg breytileg átt. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Veður
Fréttamynd

Vara ráð­herra við hörmungum ef lykil­hring­rás í hafinu stöðvast

Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eru á meðal þeirra sem vara norræna ráðherra við alvarlegri ógn við mikilvæga hringrás í Norður-Atlantshafi sem gæti haft hörmungar í för með sér fyrir Norðurlöndin. Fjórir íslenskir fræðimenn eru á meðal þeirra sem skrifa undir opið bréf þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Rigning og súld í dag

Lægð yfir Vesturlandi veldur suðlægum áttum á landinu í dag. Lægðin fer hægt norður og grynnist. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að hún fari svo í norðaustanátt fram eftir degi. Það verður því rigning og súld í dag en bjart með köflum á Norðausturlandi. Hiti verður líklega á bilinu 2 til 8 stig.

Veður
Fréttamynd

Skýjað og sums staðar rigning eða slydda

Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, víða þrjá til tíu metra á sekúndu í dag. Spáð er skýjuðu veðri og sums staðar dálítilli rigningu eða jafnvel slyddu, einkum á Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Allt að átta stiga frost

Í dag verður rólegt í veðri og kalt víðast hvar en þó norðvestan strekkingur austast fram eftir degi. Frost verður á bilinu núll til átta stig.

Veður
Fréttamynd

Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída

Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota.

Erlent
Fréttamynd

Enn varað við ofsa­veðri en hreinsunarstörf hafin

Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni.

Erlent
Fréttamynd

Frétta­menn í bölvuðum vand­ræðum í ó­veðrinu

Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu.

Erlent