Rigning eða slydda með köflum sunnantil Útlit er fyrir austlæga átt á landinu í dag og vindhraði víðast hvar innan við tíu metrar á sekúndu. Rigning eða slydda með köflum á sunnanverðu landinu og snjókoma í uppsveitum. Veður 18. nóvember 2021 07:10
Djúp lægð stjórnar veðrinu austantil en hægara vestantil Veður á landinu er nú tvískipt og mikill munur á milli landshelminga. Vestantil ræður hæðarhryggur ríkjum og þar er hæg breytileg átt og léttskýjað. Veður 17. nóvember 2021 07:09
Gular viðvaranir gefnar úr vegna storms og hríðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðaustur-, austur- og suðurhluta landsins vegna þess óveðurs sem framundan er. Veður 16. nóvember 2021 14:18
Vindur blæs úr ýmsum áttum á næstu dögum Á næstu dögum verða lægðir nærri landinu eða yfir því og mun því vindur blása úr ýmsum áttum af mismunandi styrk og úrkoma með köflum fylgja með. Veðrið getur sömuleiðis verið mjög mismunandi milli landshluta. Veður 16. nóvember 2021 07:04
Suðvestanátt og skúrir eða él á landinu Veðurstofan spáir suðvestanátt í dag, víða átta til fimmtán metrum á sekúndu og skúrum eða éljum, en rigningu sunnantil á landinu fram eftir degi. Veður 15. nóvember 2021 07:06
Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris. Viðskipti innlent 13. nóvember 2021 21:48
Kölluð út vegna foktjóns og hjólhýsis sem fór á hliðina Björgunarsveitir og lögregla hafa sinnt um tuttugu verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna vonskuveðurs sem gengur yfir landið. Innlent 13. nóvember 2021 17:56
Vonskuveður víða í dag Vonskuveður verður víða á landinu í dag. Gular viðvaranir taka víðsvegar gildi um hádegisbil. Gert er ráð fyrir öflugri suðaustanátt, með snörpum vindhviðum við fjöll. Veður 13. nóvember 2021 09:36
Allhvasst við suðurströndina en annars víða bjart veður Reikna má með austlægri átt í dag, allhvössu og frostlausu veðri við suður- og suðausturströndina og sums staðar dálítilli úrkomu. Annars staðar þurrt og víða bjart veður með væru frosti. Veður 12. nóvember 2021 07:29
Víða bjart en fremur kalt Reikna má með þokkalegasta veðri í dag þar sem víða verður bjart en fremur kalt. Líkur eru á smá úrkomu allra syðst, og eins verður strekkingsvindur þar. Víða frost og að tíu stigum í innsveitum norðaustanlands. Veður 11. nóvember 2021 07:14
Reikna með hægum vindi og dálítilli úrkomu sunnantil Útlit er fyrir norðan átta til þrettán metrar á sekúndu á norðanverðu landinu með snjúkomu eða éljum í dag. Reikna má með hægari vindi og dálitlum éljum eða skúrum sunnanlands, en vaxandi norðanátt þar eftir hádegi og léttir til. Veður 10. nóvember 2021 07:23
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. Innlent 9. nóvember 2021 14:15
Víða hæg breytileg átt með skúrum og slydduéljum Víða verður hæg breytileg átt í dag, en suðvestan tíu til fimmtán metrar á sekúndu með suðausturströndinni og norðan strekkingur á Vestfjörðum. Spáð er skúrum og slydduéljum, en þurrt norðaustantil á landinu fram undir kvöld. Hiti verður á bilinu núll til sex stig þar sem mildast verður sunnanlands. Veður 9. nóvember 2021 07:09
Snýst í sunnanvind með skúrum sunnan og vestantil Lægð er skammt suðvestur af Reykjanesi sem fer norðaustur og úrkomuskil frá henni yfir landinu, en suðvesturhluti landsins er kominn undan þeim. Stormurinn sem geisaði um liðna nótt hefur gengið mikið niður. Veður 8. nóvember 2021 07:06
Gular viðvaranir á sunnanverðu landinu og Austfjörðum í nótt Gular viðvaranir taka gildi á miðnætti í nótt og gilda þær frá Faxaflóa og austur yfir landið að Austfjörðum. Búast má við hvassviðri eða stormi slyddu og snjókomu. Veður 7. nóvember 2021 07:42
Snjókoma og éljagangur norðanlands Lægð, sem er á austurleið, er um 200 km suður af Reykjanesi en samskil frá henni liggja nú yfir landinu með tilheyrandi úrkomu um allt land. Veður 6. nóvember 2021 07:40
Gular viðvaranir sunnanlands á morgun Gular viðvaranir taka gildi í nótt víða á sunnanverðu landinu. Víðast er spáð snjókomu eða slyddu og norðaustanhvassviðri eða stormi. Veður 5. nóvember 2021 13:18
Lægð kemur úr suðvestri í nótt með hvassviðri og úrkomu Veðurstofan spáir vestanátt, stöku skúrir vestantil og él fyrir norðan. Eftir hádegi dregur svo úr úrkomu og vindi. Veður 5. nóvember 2021 07:13
Enn halda jöklar áfram að hopa og rýrna Veruleg leysing var á Hofsjökli á liðnu sumri og þá einkum á norðanverðum jöklinum. Þegar fulltrúar Veðurstofu Íslands fóru þangað í leiðangur dagana 19. til 22. október stóðu stikur einum til tveimur metrum hærra upp úr snjó og ís en algengast er. Innlent 4. nóvember 2021 10:45
Sólríkara og úrkomuminna í Reykjavík en á Akureyri Október einkenndist af norðaustlægum áttum og var úrkomusamur á Norðaustur- og Austurlandi. Samanborið við sama mánuð undanfarin tíu ár var mánuðurinn tiltölulega kaldur á norðanverðu landinu en tiltölulega hlýr á því sunnanverðu. Veður 4. nóvember 2021 09:09
Skúrir vestantil og stöku él við norðanströndina Veðurstofan spáir vestanátt í dag og skúrir á vestanverðu landinu. Síðdegis snýst vindur í norðlæga átt við norðurströndina með stöku éljum þar. Veður 4. nóvember 2021 07:23
Úrkoma og hvöss eða allhvöss sunnanátt Skil koma inn á vestanvert landið kringum hádegi og fylgir því líklegast rigning þó að stutt verði í slyddu eða snjókomu. Veður 3. nóvember 2021 07:06
Norðlæg átt og él norðantil en bjart fyrir sunnan Landsmenn mega reikna með norðlægri átt, kalda eða stinningskalda í dag. Spáð er éljum fyrir norðan, einkum norðaustantil, en bjartviðri að mestu sunnan- og vestanlands. Veður 2. nóvember 2021 07:10
Norðlæg átt og hiti um eða yfir forstmarki Lægðargangur er nú austur af landinu og því norðlæg átt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu en heldur hvassara austast. Veður 1. nóvember 2021 07:08
Víða rigning eða skúrir og hvassviðri norðvestantil Spáð er norðaustan- og austan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag og rigningu eða skúrum. Allvíða má reikna með hvassviðri á norðvestanverðu landinu, þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Veður 29. október 2021 07:27
Úrkoma víða um land og mest á Norðvesturlandi Spáð er vaxandi norðaustan- og austanátt í dag, víða kalda eða stinningskalda og rigningu eða skúrum eftir hádegi, en þrettán til átján metrum á sekúndu á norðvestanverðu landinu. Veður 28. október 2021 07:13
Víða rigning en úrkomulítið suðvestantil Veðurstofan spáir norðaustan tíu til átján metrum á sekúndu í dag, en hægari vindi og úrkomulitlu veðri sunnan heiða. Veður 27. október 2021 07:11
Gular viðvaranir sunnanlands vegna hvassviðris í dag Nú í morgunsárið verður frekar bjart og kalt með hægum vindum á norðanverðu landinu. Fyrir sunnan er hins vegar austangola, skýjað að mestu og er hitinn kominn yfir frostmark. Gular viðvaranir taka gildi um hádegisbil á sunnanverðu landinu. Veður 26. október 2021 07:10
Gular viðvaranir vegna komandi storms á Suðurlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna stormsins sem skellur á landið á morgun. Veður 25. október 2021 10:31
Hvassviðri á Vestfjörðum í dag og stormur á Suðurlandi á morgun Tvær minniháttar lægðir hringsóla nú út af Norður- og Austurlandi og úrkomukerfi þeim tengd hreyfast yfir landið. Veður 25. október 2021 07:07