Besta veðrið um verslunarmannahelgina? Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina. Veður 31. júlí 2024 21:25
Verulega hvasst í Eyjum á laugardaginn Það er hætt við því að þeir sem eiga ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardaginn fái aðeins í magann yfir veðurspánni. Hún hljóðar upp á 23 m/s í hádeginu en á að lægja með deginum þótt töluvert blási. Innlent 31. júlí 2024 10:51
Viðvaranir í gildi og vindasamt og blautt framundan Gular viðvaranir vegna hvassviðris tóku gildi við Breiðafjörð í nótt og við Faxaflóa og á Suðurlandi í morgun. Reikna má með vindasömu og blautu veðri en nokkuð hlýju næstu daga. Veður 31. júlí 2024 07:57
Illvænlegar vendingar á veðurspánni fyrir helgina Illvænlegar vendingar hafa orðið á veðurspánni fyrir verslunarmannahelgina að mati Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Veður 30. júlí 2024 11:47
Hægt veður í dag en myndarleg lægð á leiðinni Spáð er hægri vestlægri átt og úrkomulitlu veðri á landinu í dag. Myndarleg og óvenju djúp lægð er hins vegar sögð taka völdin á morgun og næstu daga. Veður 30. júlí 2024 08:20
Einn besti dagur sumarsins í Reykjavík um helgina Það stefnir í einn besta dag sumarsins í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Enn önnur lægðin er við landið og veldur rigningu og hlýjum blæstri um næstu helgi. Innlent 29. júlí 2024 12:13
Enn hætta á vatnavöxtum en dregur úr rigningunni Dregið hefur úr rigningu á sunnanverðu landinu en enn má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna hennar. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Veður 29. júlí 2024 07:30
Gul viðvörun vegna mikillar rigningar Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Miðhálendinu vegna mikillar rigningar. Veður 27. júlí 2024 23:31
Áfram vætusamt og skýjað um helgina Spáð er suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. skýjað að mestu og dálítil væta á víð og dreif. Bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Hiti víða 10 - 15 stig. Veður 27. júlí 2024 08:33
Hvernig skal takast á við slæma veðrið Veðrið á Íslandi í sumar hefur vægast sagt valdið vonbrigðum. Fullyrðingar um frábært sumar gerði landsmenn spennta og vonbrigðin vegna sólarleysis leyna sér ekki. Sálfræðingar segja þó að ýmislegt sé hægt að gera til að auka hamingjuna í slæma veðrinu. Lífið 26. júlí 2024 12:35
Boðar laugardagsbongó Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku boðar rjómablíðu víðast hvar á landinu á morgun, laugardag. Vermirinn verður að líkindum skammgóður því fastagestur sumarsins, rigningin, er væntanleg á sunnudag. Innlent 26. júlí 2024 10:21
Viðvarandi vætutíð og áfram rigning í kortunum Viðvarandi vætutíð hefur verið sunnan- og vestanlands í sumar og er áfram rigning í kortunum næstu daga. Of snemmt er að spá í spilin um veðrið um verslunarmannahelgina að sögn veðurfræðings. Innlent 24. júlí 2024 12:30
Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Innlent 23. júlí 2024 20:00
Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. Erlent 23. júlí 2024 13:45
Áfram rigning í kortunum Veðurfræðingar spá suðvestlægri átt í dag, dálítilli vætu um mest allt land og rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi. Veður 23. júlí 2024 07:17
Kröpp og djúp lægð veldur hvassviðri Kröpp og djúp lægð miðað við árstíma er viðvarandi skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu. Hægara og úrkomuminna er á sunnanverðu landinu. Veður 22. júlí 2024 07:15
Vísbendingar um „þokkalegt“ veður næstu helgi Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Veður 21. júlí 2024 16:45
Gul viðvörun í nótt Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar og úrhellisrigningar. Veður 21. júlí 2024 12:00
Dálítil rigning norðanlands en bjart sunnanlands Búist er súld eða dálítilli rigningu norðanlandsí dag en á sunnanverðu landinu verður bjart með köflum og nokkuð milt, hiti víða á bilinu 12 til 17 stig, en þó eru líkur á stöku síðdegisskúrum. Veður 20. júlí 2024 09:14
Skúradembur víða um land Óstöðugt loft er enn þá yfir landinu og má búast við skúradembum nokkuð víða, einkum síðdegis og í kvöld. Hiti ætti að ná um og yfir fimmtán stig þar sem best lætur. Veður 19. júlí 2024 07:29
Mikið eldingaveður á suðvestanverðu landinu síðdegis Þó nokkuð var um þrumur og eldingar á suðvestanverðu landinu milli klukkan fjögur og sjö í dag. Flestar eldingarnar slógu niður í norðanverðum Faxaflóa. Innlent 18. júlí 2024 21:06
Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. Veður 18. júlí 2024 14:49
Eldingar með skúrum síðdegis Þungbúið er á landinu í dag og væta í flestum landshlutum. Eftir hádegi birtir heldur til en þó eru líkur á skúrum seinnipartinn og jafnvel með eldingum um tíma suðvestanlands. Veður 18. júlí 2024 07:25
Minnkandi líkur á 20 stiga hita Útlit er fyrir rólegheitaveður og hlýju á öllu landinu í dag, einkum á Norðurlandi en þokubakki er á sveimi úti við norður- og austurströndina og því mun svalara þar. Veður 16. júlí 2024 07:23
Rólegt sumarveður um allt land í dag Útlit er fyrir rólegt sumarveður í flestum landshlutum í dag, austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða bjartviðri. Hiti 13- 25 stig, hlýjast á Norðurlandi. Veður 15. júlí 2024 07:28
Súldin í stutt sumarfrí Íbúar höfuðborgarsvæðisins fá mögulega að varpa öndinni léttar á morgun því blíðviðri er spáð um land allt, eða hluta úr degi hið minnsta. Veður 14. júlí 2024 18:24
„Það er allt búið að vera á floti hérna“ Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Innlent 14. júlí 2024 17:50
„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. Innlent 14. júlí 2024 13:07
Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Innlent 13. júlí 2024 11:38
Líkur á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi vegna mikillar rigningar. Það verður til þess að aðstæður fyrir ferðamenn og útivistarfólk eru varasamar. Veður 13. júlí 2024 08:40