Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttamynd

Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay var ó­væntur gestur á veitinga­staðnum OTO á Hverfis­götu í gær­kvöldi. Eig­andinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.

Lífið
Fréttamynd

Uppselt á veitingastað Friðheima langt fram á haustið

Uppselt er í sumar og vel fram á haustið í mat í Friðheimum í Bláskógabyggð vegna mikillar aðsóknar ferðamanna á staðinn. Vínstofan er nýr veitingastaður á Friðheimum þar sem þyngsti bar landsins er en hann er úr tíu tonnum af grjóti.

Innlent
Fréttamynd

Maturinn kláraðist á fyrri degi Götu­bita­há­tíðar

Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. 

Matur
Fréttamynd

Minni bjór­glös og buddan tæmist hraðar

Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma.

Neytendur
Fréttamynd

Nóró loka­niður­staðan og endur­greiða veikum gestum

Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum.

Innlent
Fréttamynd

Líklega ekki nóróveira

Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Fabrikkunni á Höfða­torgi lokað í dag

Rekstrar­aðilar Ham­borgara­fabrikkunnar hafa á­kveðið að loka veitinga­stað sínum á Höfða­torgi í dag og grípa til sótt­varnar­ráð­stafana vegna mögu­legrar nóró­veiru­sýkingar á staðnum. Þetta stað­festir fram­kvæmda­stjóri Fabrikkunnar í sam­tali við Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fabrikkan í Kringlunni opin á ný

Ham­borgara­fabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað til­kynningar bárust heil­brigðis­eftir­liti vegna mögu­legrar nóró­veiru­smita. Fram­kvæmda­stjóri segir sóla­hrings­vinnu hafa falist í því að sótt­hreinsa staðinn og henda mat­vælum. Heil­brigðis­eftir­litið segir rann­sókn á upp­runa veikindanna enn standa yfir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætlar að vakna eld­­snemma til að baka extra af pizzu og snúðum

Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni.

Lífið
Fréttamynd

Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist

Ham­borgara­fabrikkan kannar hvers vegna veitinga­húsa­gestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitinga­staðnum um helgina. Fram­kvæmda­stjórinn segir allar slíkar á­bendingar teknar al­var­lega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótt­hreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í ham­borgara staðarins.

Neytendur
Fréttamynd

Bjór á tilboði á tvö þúsund krónur

Íbúum Hlíðahverfis brá í brún við að sjá nýjan verðlista hverfisbarsins. Nú kostar bjórinn þar hvorki meira né minna en tvö þúsund og fimmhundruð krónur. Tvö þúsund á tilboði frá klukkan fimm til níu, þá er sælustund (e. happy hour).

Neytendur
Fréttamynd

Bíður sjálf í röð ólíkt Kardashian-systrunum

Guðrún Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu, segist sjálf bíða í röð eftir pylsu. Það hafi hins vegar Kardashian-systurnar ekki gert á sínum tíma. Hún segir vinsældir Bæjarins beztu vera miklar, það stafi af vinnu sem farið var í fyrir mörgum árum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hljóp inn í mat­höll með stungu­sár

Karlmaður hljóp særður inn á Pósthús Mathöll við Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Rekstrarstjóri mathallarinnar segir hann hafa verið með stungusár. Starfsfólk hafi byrjað að hlúa að honum eftir að hann kom í andyrið. Fljótlega eftir það hafi viðbragðsaðilar verið mættir á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Besti veitingastaður heims er í Perú

Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina.

Erlent
Fréttamynd

Vera segir veru Veru vera trygga

Meiri­hluti veitinga­staða í Veru mat­höll í Grósku er nú lokaður. Stefnt er að því að nýir komi þeirra í stað. Fram­kvæmda­stjóri Grósku segir þar breytinga og endur­skipu­lagningu að vænta, mat­höllin muni vera á­fram á sínum stað í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markmiðið að endurvekja gamla B5

„Markmið okkar er að endurvekja stemninguna sem var áður á B5, sjarmann og glamúrinn sem einkenndi staðinn, sem á sínum tíma var besti næturklúbbur borgarinnar,“ segir Vesta Mikute unnusta viðskiptamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Saman reka þau nú skemmtistaðinn Bankastræti Club.

Lífið