Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Stefán Rafn söðlar um og færir sig fjær Kaplakrika

Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka í handbolta, hefur flutt sig yfir til Ás fasteignasölu en áður starfaði hann á fasteignasölunni Hraunhamri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ás. Hraunhamar er í næsta nágrenni við Kaplakrika, vígi FH-inga, en Ás staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þor­varður nýr for­maður vísinda­siða­nefndar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað fulltrúa í vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára í samræmi við lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Þorvarður J. Löve er nýr formaður nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þekkt rödd kveður: Við­talið sem stendur upp úr er síðasta við­talið

Kristján Sigurjónsson er kannski ekki þjóðþekkt nafn en víst er að röddina þekkja flestallir landsmenn. Kristján hefur enda verið við hljóðnemann á Ríkisútvarpinu nánast á hverjum degi síðastliðin 39 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Vísir ræddi við Kristján um útvarpsferilinn, vinnufélagana og eftirminnileg augnablik.

Lífið
Fréttamynd

Diljá að­stoðar Dag

Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hættir hjá ACRO og fer yfir til Kviku banka

Sigurður Hreiðar Jónsson, sem hefur starfað í markaðsviðskiptum ACRO verðbréfa undanfarin fimm ár, hefur látið af störfum hjá félaginu en hann er jafnframt einn af hluthöfum þess. Mun hann hafa ráðið sig yfir til Kviku banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Jóhann Ingi frá Solid Clouds til Dokobit

Jóhann Ingi Guðjónsson hefur verið ráðinn markaðs- og samskiptastjóri hjá Dokobit sem er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í að bjóða upp á rafrænar undirskriftir og meðferð rafrænna gagna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingibjörg ráðin til Great Place to Work

Ingibjörg Ýr Kalatschan hefur verið ráðin viðskiptastjóri hjá Great Place to Work (GPTW), alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu. Ingibjörg er nýflutt til Íslands eftir að hafa starfað erlendis og mun starfa hér fyrir GPTW.

Viðskipti innlent