Óli Stef um náttúruvernd
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði í handbolta var einn þeirra sem tók þátt í pallborðsumræðum í Norræna húsinu en þar var í dag sett þriggja daga karókí maraþon. Það er Björk Guðmundsdóttir og fleiri sem standa að uppákomunni en markmiðið er að vekja athygli á undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að þjóðin fái að kjósa um hvort auðlindir landsins verði framvegis í lögsögu þjóðarinnar.