Innlent

Stærstur hluti launþega með lausa samninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson er formaður ASÍ.
Kjarasamningar aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru 17. febrúar 2008 renna út í dag.

Þetta þýðir að lang stærstur hluti launamanna á almennum vinnumarkaði verður með lausa samninga. Kjarasamningur sjómanna rennur svo út um áramótin. Í frétt á vef ASÍ segir að Landssambönd og félög innan ASÍ hafa frá því í haust verið að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga og mun Starfsgreinasambandið kynna SA kröfugerð sína þann 6. desember.

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í gær og var þar nánast lögð lokahönd á kröfugerðina. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju og formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins, segir að aðeins eigi eftir að fínpússa nokkra hluti áður en kröfugerðin verði kynnt á mánudaginn.

Samkvæmt upplýsingum frá BSRB munu stór hluti þeirra samninga sem aðildarfélög BSRB hefur gert við hið opinbera einnig renna út nú um mánaðamótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×