Líkur á fjórðu þingkosningunum frá því í apríl 2019 Mögulega verður boðið til fjórðu þingkosninganna á skömmum tíma í Ísrael eftir að Benny Gantz tókst ekki að mynda meirihlutastjórn á tilskyldum tíma. 17.4.2020 20:05
Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17.4.2020 18:35
Gera ráð fyrir 16,9% atvinnuleysi í apríl Atvinnuleysi á Íslandi fór vaxandi framan af marsmánuði og mældist 9,2% hafði atvinnuleysi því aukist úr 5,0% í febrúar. Gera má ráð fyrir því vöxturinn haldi áfram í apríl mánuði. 17.4.2020 17:06
Íbúi á Eyri í sóttkví eftir að brotið var gegn heimsóknarbanni Heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði hefur þurft að fara í sóttkví eftir að brotið var gegn heimsóknarbanni. 17.4.2020 15:49
Gæsluvarðhald í Hvalfjarðagangamálinu framlengt Fjórir karlmenn, sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar við Hvalfjarðargöng í 29. febrúar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. maí í þágu rannsóknar. 11.4.2020 14:39
Festi eitt fyrirtækjanna sem stóðu að gjöf til Landspítalans Eignarhaldsfélagið Festi er þetta þeirra fjórtán fyrirtækja sem stóðu að rausnarlegri gjöf til íslenskra heilbrigðisyfirvalda á dögunum. 11.4.2020 13:43
Jafnmargir hafa náð bata og eru í einangrun Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.689 hér á landi. 11.4.2020 13:01
Annar aðgerðarpakki stjórnvalda mun snúa að fólki og heimilum Annar aðgerðapakki stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins mun lúta að heimilum og fólki að sögn félagsmálaráðherra. 11.4.2020 12:45
Lögfræðingur segir ásakanir á hendur konunni fjarstæðukenndar Lögfræðingur konunnar sem sökuð er um að hafa villt á sér heimildir þegar hún gekk til liðs við bakvarðasveit og er grunuð um skjalafals og þjófnað á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík þvertekur fyrir það að konan hafi brotið af sér. 11.4.2020 10:50
Sýni bakvarðasveitarinnar á Bergi neikvæð Rannsókn á sýnum teknum úr meðlimum bakvarðasveitarinnar sem starfað hefur á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík er lokið. 11.4.2020 10:24