Skrýtið ef ekki eigi að verja störf í flugi Formaður félags atvinnuflugmanna segir það skrýtið ef ríkisstjórnin ætlar ekki að verja störf í flugi. Stærsti niðurskurður Icelandair blasir við. Ferðamálaráðherra segir fyrirtækið með ærið verkefni í höndunum. 25.4.2020 18:48
Sendiherrann minnist þess ekki að hafa orðið vitni að slíkum vinnubrögðum áður Sendiherra Íslands í Brussel var kallaður heim eftir aðeins eitt og hálft ár í starfi. Hann segir segir þessa skyndilegu heimkvaðningu eiga sér rót í ákvörðun hans um að loka sendiráðinu vegna kórónuveirufaraldursins í mars. 25.4.2020 18:19
Segja sendiherrann hafa beðist undan flutningum og þess vegna kallaður heim Sendiherra Íslands í Brussel hefur verið kallaður heim eftir að hann baðst undan flutningum. Sendiherrann hafði gagnrýnt harðlega breytingar á skipan sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir flutninginn hafa verið tilkynntan fimm dögum áður en umsögn sendiherrans barst. 25.4.2020 11:45
Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24.4.2020 11:35
Mun harðari niðurskurður blasir við Icelandair Forstjóri Icelandair segir mun harðari niðurskurð blasa við félaginu en í síðasta mánuði. Ætlunin er að fyrirtækið verði tilbúið til að geta nýtt sér öll þau tækifæri sem blasa við Íslandi þegar faraldurinn er afstaðinn. 23.4.2020 18:25
Enginn starfsmaður hefur smitast af sjúklingi Enginn starfsmaður Landspítalans á Covid-deildum hefur smitast af kórónuveirunni af sjúklingi við störf sín. Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga spítalans segir miklar áhyggjur hafa verið af því í byrjun faraldursins en fagmennska og góður hlífðarbúnaður hafi komið í veg fyrir það. 23.4.2020 13:21
Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði: Hvað veldur svo hastarlegu ónæmissvari er hins vegar ráðgáta Bandarískir læknar hafa lýst áhyggjum af blóðtöppum sem tengjast Covid-19 sjúkdóminum. Yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans segir þetta hafa verið vitað hér á landi í tvo mánuði. Hver einasti sjúklingur sé skimaður vegna þessarar hættu. 23.4.2020 12:37
Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Bóluefni gegn kórónuveirunni er í hraðri þróun. Þá gæti viðurkennt lyf gegn Covid-sjúkdóminum breytt viðbúnaði yfirvalda vegna veirunnar. Það færi þó eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu í stóru þýði þjóðar. 22.4.2020 18:36
Bárðarbunga sennilega öflugasta eldstöðvarkerfi landsins Bárðarbunga er sennilega öflugasta eldstöðvakerfi landsins og í undirbúningi fyrir næsta gos. Ásamt því að vera hugsanlega það öflugasta er Bárðarbunga einnig viðamesta eldstöðvarkerfi landsins, allt að 190 kílómetra langt og 25 kílómetra breitt. 22.4.2020 07:00
Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21.4.2020 20:00