Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lokað vegna linnu­lausrar rigningar

Tjald­svæðinu í Reyk­holti hefur verið lokað vegna mikilla rigninga. Fram­kvæmda­stjóri segir þetta gert til að verja grasið og jarð­veginn en nær linnu­laus væta hefur verið þar að undan­förnu.

Það séu von­brigði ef fyrir­tæki hækki verð úr hófi

Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri.

Auknar líkur á að eld­gos hefjist á næstu dögum

Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum, að mati náttúruvásérfræðinga hjá Veðurstofunni. Fjöldi daglegra skjálfta á Sundhnúksgígaröðinni fer hægt vaxandi.

Telur stöðu heims­mála hafa á­hrif á fylgið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi.

Fólk eigi að gera ráð fyrir inn­brotum

Í dag hefst verslunarmannahelgin sem landsmenn hafa beðið í ofvæni eftir og hyggja margir á ferðir út á land. Þjóðhátíð heldur upp á 150 ára afmæli sitt um helgina og verður því margt um Reykvíkinginn í Eyjum og þar af leiðandi margt um mannlaus og innbrotsvæn heimili í höfuðborginni.

All­djúp lægð færir með sér gula við­vörun

Gul viðvörun hefur verið gefin út vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi á morgun vegna hvassviðris. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í fyrramálið til fjögur á Suðurlandi þar sem gert er ráð fyrir fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum syðst á svæðinu, einkum í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Varað er við því að tjöld og lausamunir geti fokið.

Í eðli okkar að fylgjast með náunganum

Sálfræðingur segir slæmt sumarveður geta haft neikvæð áhrif á líðan en einnig látið fólk finna fyrir létti. Erfitt geti verið fyrir foreldra að hlaða batteríin í fríi með börnum og mikilvægt að viðurkenna að það fylgi því vinna að sinna þeim. Ef fólki líði illa með að sumarið hafi ekki staðið undir væntingum geti verið ástæða til að líta inn á við. 

Sjá meira