Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?

New York Times birti á dögunum athyglisverða fréttaskýringu þar sem blaðamaður spyr sérfræðinga að því sem eflaust margir eru að velta fyrir sér nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru hefur geysað í rúmt ár; „hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?“

Sam­skipta­gögn úr síma hins látna leiddu til hand­töku mannanna

Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu.

„Nú hyllir undir að við séum að sleppa fyrir horn“

Breytingar sem verða á lífsleiðinni, heimsfaraldur kórónuveiru og sagan af Maríu frá Magdölum voru meðal þess sem var Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands ofarlega í huga í páskaprédikun hennar sem hún flutti við hátíðlega guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag, páskadag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um umdeilt sóttkvíarhótel og kærurnar sem teknar voru fyrir í héraðsdómi nú síðdegis, en málflutningur stendur enn yfir.

Sak­borningur segist niður­brotinn og að um sé að ræða slys

Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá.

Mixuðu níu tíma dansveislu fyrir páskana

Páskaþáttur af tónlistarþættinum PartyZone 2021 fór í loftið á Vísi um helgina. Þema þáttarins að þessu sinni var árið 2000. „Árið 2000 var frábært danstónlistar ár og skemmtanalífið hér á landi var mjög viðburðaríkt. Það má segja að plötusnúðamenningin og danssenan hafi verið á algerum yfirsnúningi þetta herrans aldamótaár árið 2000,“ segir í lýsingu aðstandenda þáttanna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rætt verður við gest á sóttkvíarhótelinu sem lætur vel að veru sinni þar þó hún sé nokkuð tíðindalaus og einmannaleg í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súes­­skurðinn

Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga.

Sjá meira