Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times. 16.3.2022 10:50
Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13.3.2022 15:05
Bandarískur blaðamaður drepinn nálægt Kænugarði Brent Renaud, fimmtugur blaðamaður og kvikmyndagerðarmaður frá Bandaríkjunum, var drepinn skammt frá Kænugarði í dag en Renaud hafði áður starfað fyrir miðla á borð við New York Times. Hann var þó ekki að störfum fyrir miðilinn þegar hann var drepinn. 13.3.2022 14:58
Fleiri viðvaranir gefnar út og þær víða orðnar appelsínugular Appelsínugular viðvaranir hafa nú verið gefnar út vegna stormsins sem spáð er á morgun en gular viðvaranir voru upprunalega gefnar út í morgun. Viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir alla landshluta. 13.3.2022 14:18
Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. 13.3.2022 09:52
Mjög djúp lægð væntanleg og gular viðvaranir gefnar út Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir þar sem búist er við stormi á morgun en gert er ráð fyrir að talsverð úrkoma fylgi. Mjög slæmt ferðaveður og hætta á að vatnstjón verði víða. 13.3.2022 09:01
Vaktin: Rafmagn komið aftur á í Tsjernobyl Úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa skotið á herstöð við landamæri Póllands, sem er NATO ríki, en 35 létust í árásinni að sögn yfirvalda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 13.3.2022 08:00
Ók á röngum vegarhelmingi og lenti næstum á löggubíl Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en margir þeirra reyndust undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Einn var handtekinn. 13.3.2022 07:43
Tveir handteknir fyrir að ráðast á dyraverði í miðbænum Ráðist var á dyraverði í miðbæ Reykjavíkur í nótt, tilkynnt var um ofurölvi einstaklinga og skemmtistað var lokað sem reyndist vera með útrunnið rekstrarleyfi. 13.3.2022 07:30
Daði Freyr og Tusse í dómnefnd Söngvakeppninnar Eurovision fararnir Daði Freyr og Tusse eru meðal þeirra sem skipa dómnefndina fyrir úrslit Söngvakeppninnar en dómnefndin var kynnt í morgun. Báðir munu þeir einnig stíga á svið í kvöld en fimm lög keppa í úrslitunum. 12.3.2022 14:59