Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki

Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess.

Fjármálaáætlun einkennist af óhóflegri bjartsýni að mati sérfræðinga

Sá áfgangur á rekstri ríkissjóðs sem gert er ráð fyrir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er of lítill og lítið má út af bregða svo ríkissjóður lendi ekki í vanda og grípa þurfi til niðurskurðar. Þetta er mat hagfræðinga Samtaka atvinnulífsins og viðskiptaráðs. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að forsendur áætlunarinnar séu hæpnar.

Spotify verðlagt á hátt í þrjú þúsund milljarða í fyrstu viðskiptum

Verðlagning hlutabréfa í Spotify við skráningu í kauphöll Vestanhafs endurspeglar verðmæti upp á rúmlega 23 milljarða dollara, jafnvirði um 2.300 milljarða króna. Verð á hlutabréfum í fyrstu viðskiptum dagsins var talsvert hærra og fór markaðsverðmæti félagsins hátt í jafnvirði þrjú þúsund milljarða króna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 munum við meðal annars fjalla um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að taka þátt í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum.

Zuckerberg baðst afsökunar á CNN

Mark Zuckerberg stofnandi og forstjóri Facebook hefur beðist afsökunar á því að Cambridge Analytica hafi tekist að hagnýta sér persónuupplýsingar Bandaríkjamanna með ólögmætum hætti í aðdaganda forsetakosninganna 2016. Hann segist tilbúinn að koma fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að svara spurningum um málið sé þess óskað.

Sjálft viðskiptamódel Facebook í hættu

Í gær þurrkaðist út markaðsverðmæti Facebook í Nasdaq kauphöllinni vestanhafs sem nemur einni og hálfri landsframleiðslu Íslands. Sjóðstjóri sem hefur skoðað málið segir að fjárfestar hafi brugðist með kröftugum hætti við fréttum af nýtingu Cambridge Analytica á persónupplýsingum því sjálft viðskiptamódel Facebook sé í hættu.

Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu

Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum.

Sjá meira