Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar

Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar.

Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel.

Evrópski fjárfestingarbankinn vill fjármagna raforkusæstrenginn

Evrópski fjárfestingarbankinn hefur áhuga á að fjármagna lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri bankans sem lánar fyrir allt að helmingi af kostnaði þeirra verkefna sem hann tekur þátt í.

Er fýsilegt að banna dieselbíla í Reykjavík til að draga úr loftmengun?

Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni.

Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé

Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi.

Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES

Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku.

Sjá meira