Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15.3.2018 19:45
Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14.3.2018 18:45
Díselbann fær lítinn hljómgrunn hjá oddvitum í Reykjavík Áform Evrópuborga um að banna umferð díselbíla fá lítinn hljómgrunn hjá oddvitum flokkanna sem bjóða fram í Reykjavíkurborg. 4.3.2018 21:00
Evrópski fjárfestingarbankinn vill fjármagna raforkusæstrenginn Evrópski fjárfestingarbankinn hefur áhuga á að fjármagna lagningu raforkusæstrengs milli Íslands og Skotlands. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri bankans sem lánar fyrir allt að helmingi af kostnaði þeirra verkefna sem hann tekur þátt í. 1.3.2018 19:00
Er fýsilegt að banna dieselbíla í Reykjavík til að draga úr loftmengun? Borgarstjórar í Þýskalandi íhuga nú viðbrögð við dómi stjórnsýsludómstólsins í Leipzig um að borgum þar í landi sé heimilt að banna díselbíla til að draga úr loftmengun. Svifryk í Reykjavík hefur reglulega verið yfir heilsuverndarmörkum. Verkfræðistofa sem rannsakaði svifryksmengunina lagði til takmarkanir á umferð díselbíla í borginni. 28.2.2018 19:15
Evrópski fjárfestingarbankinn lánar Isavia 100 milljónir evra til uppbyggingar í Keflavík Fjárfestingarbanki Evrópu mun lána Isavia 100 milljónir evra, jafnvirði 12,5 milljarða króna, til endurnýjunar á núverandi mannvirkjum og afkastaaukningar á Keflavíkurflugvelli. Skrifað var undir lánasamning þess efnis í morgun. 28.2.2018 11:00
Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25.2.2018 14:40
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20.2.2018 19:00
Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19.2.2018 21:30
Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19.2.2018 20:15