Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Áfengi og streita ýta undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarmönnum

Breski tónlistarmaðurinn William Doyle sem spilar á Airwaves í ár segir að tónlistarheimurinn geti verið erfiður starfsvettvangur fyrir þá sem glíma við kvíða og þunglyndi eins og hann gerir sjálfur. Hann segir að streita, álag og mikil áfengisneysla í músíkbransanum ýti undir kvíða og þunglyndi hjá tónlistarfólki.

Notum næstum tvöfalt meira af ópíóðum en Svíar

Íslendingar nota miklu meira af sterkjum verkjalyfjum sem innihalda ópíóða en hinar Norðurlandaþjóðirnar og dauðsföll vegna ofskömmtunar slíkra lyfja fara vaxandi hér á landi. Á síðasta ári notuðu Íslendingar næstum því tvöfalt meira af ópíóðum en Svíar.

Engin töfralausn

Þeir fjórir flokkar sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili freista þess nú að mynda ríkisstjórn. Telja verður að þetta ríkisstjórnarsamstarf sé líklegra í augnablikinu en miðju hægristjórn í ljósi þess vantrausts sem ríkir á milli forystumanna Framsóknarflokksins og Miðflokksins.

Aðstæður fyrir minnihlutastjórn betri en oft áður

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra.

Katrín og Bjarni gera bæði tilkall til umboðsins

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur boðað formenn allra flokkanna á sinn fund á morgun til að ræða hver eigi að fá umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Bæði Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir sækjast eftir umboðinu.

Lilja kippir sér ekkert upp við ummæli Sigmundar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að Framsóknarflokkurinn hafi náð góðum árangri með því að tefla fram Lilju Alfreðsdóttur í kosningabaráttunni sem hann segir fulltrúa Miðflokksins í Framsókn. Lilja kippir sér ekkert upp við ummælin.

Franz segir að sköpunargyðjan sé miklu kraftmeiri edrú

Franz Gunnarsson einn af forsprökkum rokksveitarinnar Ensími heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu í kvöld. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl en platan er uppgjör við þann tíma er hann neyti áfengis og annarra vímuefna.

Hik Sjálfstæðismanna kom Þorsteini mikið á óvart

Þorsteinn Pálsson formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni segir að fulltrúar allra flokka, nema Sjálfstæðisflokks, hafi lýst stuðningi við að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundinn veiðirétt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks furðar sig á lýsingu Þorsteins á starfi nefndarinnar og segir hana gerða í pólitískum tilgangi.

Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla

Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla.

Sjá meira