Hefur lent á veggjum vegna kyns síns Rakel Dögg Bragadóttir verður ein þriggja kvenkyns aðalþjálfara í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Hún fagnar fjölgun kvenna í stéttinni en segist hafa lent á veggjum vegna kyns síns. 2.9.2024 07:01
Valdi KR fram yfir fjögur önnur lið: „Ég er bara þakklátur“ Hart var barist um starfskrafta Guðmundar Andra Tryggvasonar í sumar sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir nýtt félag sitt KR í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Hann fagnar því að vera kominn heim í uppeldisfélagið. 1.9.2024 10:53
Brynjar inn fyrir meiddan Sverri Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður upp í landsliðshóp karla í fótbolta fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Hann tekur sæti Sverris Inga Ingasonar sem er meiddur. 31.8.2024 15:18
Þurfti að hætta í fótbolta vegna fötlunar sinnar Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir síðar í dag fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í fyrsta sinn. Hún neyddist til að hætta í fótbolta á unga aldri vegna fötlunar sinnar en fann sína fjöl í frjálsum íþróttum. 31.8.2024 10:24
Þórir mættur heim í KR Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn á heimaslóðir og hefur samið við KR um að leika með liðinu í Bónusdeild karla í körfubolta í vetur. Hann kemur til liðsins frá Tindastóli. 30.8.2024 16:08
Þungbrýndur Kári á fornar slóðir Það var ekki að sjá mikla gleði á andlitum þeirra Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Víkingi, og Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra félagsins, þegar liðið dróst gegn FC Noah frá Armeníu úr sjötta styrkleikaflokki Sambandsdeildarinnar. 30.8.2024 14:03
Róbert Ísak bætti Íslandsmetið og varð sjötti Róbert Ísak Jónsson varð sjötti í 100 metra flugsundi á Ólympíumóti fatlaðra í París síðdegis. Hann bætti eigið Íslandsmet í greininni og jafnaði árangurinn frá því í Tókýó. 29.8.2024 16:55
Andorrski foringinn bætti treyju Pablo Punyed í safnið Íslandsmeistarar Víkings eru staddir í Andorra í Pýreneafjöllum og eiga þar síðari leik við Santa Coloma í umspili Sambandsdeildarinnar fyrir höndum klukkan 18:00 í kvöld. Í Andorra er maður sem lætur heimsóknir erlendra fótboltamanna aldrei fram hjá sér fara. 29.8.2024 14:00
Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0. 29.8.2024 12:01
Mbappé hakkaður: Hraunaði yfir Messi, Ísrael og fleiri X-aðgangur frönsku fótboltastjörnunnar Kylian Mbappé fór á mikið flug snemma í morgun og rak margur upp stór augu þegar tístum fór að rigna inn um allt og ekkert. 29.8.2024 09:15