Fréttir

Fréttamynd

Beindi flugvél inn á lokaða braut

Litlu munaði að illa færi á alþjóðaflugvellinum við Tókýó í morgun þegar að flugumferðarstjóri sagði flugmönnum farþegavélar að lenda á flugbraut sem lokað hafði verið vegna viðhalds. Vélin lenti á brautinni en svo vel vildi til að engar vinnuvélar eða annar búnaður var á brautinni á því augnabliki.

Erlent
Fréttamynd

Flest líkin af konum og börnum

Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suðurhluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna.

Erlent
Fréttamynd

Slösuðust í sprengingu í Tyrklandi

Fimm tyrkneskir lögreglumenn slösuðust í sprengingu í ferðamannabænum Kusadasi í vesturhluta Tyrklands í morgun. Lögreglumennirnir höfðu verið kallaðaðir að styttu í bænum til þess að rannsaka grunsamlegan pakka sem var þar og voru að girða svæðið af þegar sprengjan sprakk. Einn lögreglumannanna missti handlegg í sprengingunni en allir fimm voru fluttir á sjúkrahús. Ekki er ljóst hver stóð á bak við tilræðið.

Erlent
Fréttamynd

Boeing og Airbus berjast í Asíu

Flugvélaframleiðendurnir Airbus og Boeing keppast nú við að selja flugfélögum í Asíu framleiðslu sína en eftirspurn flugfélaga í álfunni eftir flugvélum hefur aukist mikið með batnandi efnahag. Boeing, sem er bandarískt fyrirtæki, hefur að undanförnu misst fjölmarga samninga til evrópska samkeppnisaðilans Airbus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Í Molanum í annað sinn

Árni Magnússon gerði sér ferð frá Eskifirði til að versla í Krónunni á Reyðarfirði fyrir helgina. Þetta var í annað sinn sem hann kom í Molann en hann var í hópi þeirra sem komu fyrir rúmlega viku síðan þegar verslunarmiðstöðin var opnuð. Árna leist mjög vel á verslun Krónunnar í Molanum, fyrst og fremst vöruúrvalið og verðið.

Innlent
Fréttamynd

Huga aftur að auðgun úrans

Íranar greindu frá því í dag að þeir myndu hugsanlega hefja aftur auðgun á úrani í næstu viku, en þeir hafa ekki náð samkomulagi við fulltrúa Evrópusambandsins um framtíð kjarnorkuáætlunnar sinnar. Íranar hafa um nokkurt skeið deilt við Bandaríkjamenn um markmið áætlunarinnar og hafa Bandaríkjamenn sakað þá um að reyna að koma sér upp kjarnavopnum en Íranar segast aðeins ætla að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki styttingu hjá Blönduósi

Austur-Húnvetningar hafa synjað Vegagerðinni um að stytta hringveginn um fimmtán kílómetra fram hjá Blönduósi. Ástæðan er sú að þeir telja farsælast fyrir héraðið að vegfarendur aki áfram um Blönduós. Umhverfisráðherra mun hins vegar eiga lokaorðið.

Innlent
Fréttamynd

Minntust loka Víetnamstríðs

Þrjátíu ár eru liðin frá lokum Víetnamstríðsins og þess var minnst í dag. Fjöldi bandarískra hermanna er af því tilefni í Víetnam.

Erlent
Fréttamynd

Áform FL Group hafi mikla þýðingu

Það hefði gríðarlega þýðingu fyrir atvinnustarfsemi á Suðurnesjum og framtíð alþjóðaflugvallarins í Keflavík ef FL Group lætur verða af áformum um eigin innflutning á flugvélaeldsneyti, segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Innlent
Fréttamynd

Ungmenni gripin með kannabisefni

Þrjú ungmenni á tvítugsaldri voru tekin með lítið magn af kanabisefni í Hveragerði um miðnætti í nótt. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi var fólkið flutt í fangageymslur lögreglunnar þar sem það gisti. Skýrsla verður tekin af því nú í morgunsárið og mun rannsókna á málinu fara fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Verstu flóð í Rúmeníu í 50 ár

3700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gríðarlegra flóða í þorpum í vesturhluta Rúmeníu. Úrhelli hefur verið á svæðinu undanfarna daga og herþyrlur og bátar hafa verið notuð til að bjarga fólki í neyð á flóðasvæðunum, en þetta eru verstu flóð í landinu í hálfa öld. Tæplega tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í neyðarskýlum sem komið hefur verið upp á hálendi í nágrenninu.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar andvígir háhýsi í Túnum

Íbúar við Sóltún, Mánatún og Borgartún í Reykjavík eru ekki sáttir við fyrirhugaða byggingu 12 hæða íbúðarhúsnæðis í hverfinu, sem þeir segja stinga í stúf við aðrar byggingar þar.

Innlent
Fréttamynd

Þing greiði atkvæði um stríðsaðild

Þingið en ekki forsætisráðherra ætti að taka af skarið um hvort að Bretland tekur þátt í stríðsrekstri, segir Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, í viðtali sem birtist í morgun. Hann kveðst þar styðja að framvegis verði stuðst við fordæmi sem sett var fyrir Íraksstríðið þar sem þingheimur fékk að greiða atkvæði um hvort fara ætti í stríð.

Erlent
Fréttamynd

Hvít jörð á Húsavík

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru komnir á fullt í vorverkunum enda er þetta tíminn sem starfsmenn borgar og bæja hirða poka með garðaúrgangi sem fólk setur út fyrir lóðamörk. Í Reykjavík var farið að bjóða þessa þjónustu í gær og verður hún í boði til 7. maí. Á Húsavík bíða menn hins vegar með vorverkin því þar var jörð hvít þegar menn vöknuðu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bjartsýn og opna tískuverslun

Jóna Björg Óskarsdóttir og maður hennar, Víglundur Jón Gunnarsson, hafa opnað tískuverslunina Pex í Molanum á Reyðarfirði. Þau hafa rekið aðra tískuverslun í Neskaupstað í 15 ár.

Innlent
Fréttamynd

Skutu á rútu með ferðamönnum

Tvær konur skutu í dag á rútu með ferðamönnum í suðurhluta Kaíróborgar í Egyptalandi án þess þó að drepa eða særa nokkurn. Haft er eftir lögreglu að í kjölfarið hafi önnur þeirra skotið hina og svo sjálfa sig og særðist hún nokkuð við það. Lögregla telur að önnur kvennanna hafi verið eiginkona manns sem eftirlýstur er í tengslum við sprengjuárás á ferðamenn í miðborg Kaíró í upphafi mánaðarins, en þar létust þrír ferðamenn auk sjálfsmorðsárásarmanns.

Erlent
Fréttamynd

Íranar fá upplýsingar

Þýsku tímaritin Der Spiegel og Focus sögðu í gær að þýskt fyrirtæki lægi nú undir grun um að selja hergögn til Íran.

Erlent
Fréttamynd

Fóru yfir skiptingu vegafjár

Áhugi þingmanna höfuðborgarsvæðisins á vegamálum virðist hafa vaknað. Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þeirra á meðal forsætis- og fjármálaráðherra, svo og leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, mættu allir á skrifstofu vegamálastjóra í dag til að fara yfir skiptingu vegafjár á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill að ákvörðun verði endurskoðuð

Friðargæsluliðar eru aldrei í fríi, segir utanríkisráðherra, og hvetur til þess að hrundið verði þeirri ákvörðun að synja þeim sem særðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl um bætur frá Tryggingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Ekki sammála um niðurstöðu

Fulltrúar ítalskra og bandarískra yfirvalda, sem rannsökuðu lát ítalska leyniþjónustumannsins Nicola Caliparis sem skotinn var í Írak í byrjun síðasta mánaðar, komust ekki að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu beggja aðila sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í dag.

Erlent
Fréttamynd

Harmar aðild að hrottalegri árás

Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki.

Innlent
Fréttamynd

Friðargæsluliðum fjölgað í Darfur

Afríkuráðið hefur samþykkt að meira en tvöfalda fjölda friðargæsluliða í hinu stríðshrjáða Darfur-héraði í Súdan. Sem stendur eru aðeins 2200 hermenn í héraðinu, sem þurfa að gæta svæðis á stærð við Frakkland, en reiknað er með að friðargæsluliðarnir verði 7700 í september næstkomandi og þá gæti þeim jafnvel verið fjölgað í tólf þúsund áður en yfir lýkur.

Erlent
Fréttamynd

Ráða brátt niðurlögum veiru

Nú hafa meira en 250 manns látist í Angóla af völdum svokallaðrar Marburg-veiru. Sóttvarnarsérfræðingar á svæðinu telja hins vegar stutt í að þeim takist að hefta útbreiðslu veirunnar á svæðinu. Tekist hefur að hafa uppi á flestum þeirra 500 manna sem talið er að hafi ef til vill smitast af fórnarlömbum veirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Norðmönnum hótað málshöfðun

Norðmenn verða dregnir fyrir Alþjóðadómsstólinn í Haag vegna Svalbarða. Þessu hótar Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem sakar þá um ítrekuð brot og misbeitingu meintra réttinda sinna á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Keppast við að mæra frambjóðendur

Stuðningsfylkingum þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hlaupið kapp í kinn og seilast þær æ lengra í samlíkingum sinna frambjóðenda við göfuga menn og málefni.

Innlent
Fréttamynd

Veltir fyrir sér framboðskostnaði

Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál.

Innlent
Fréttamynd

Friðargæslumenn aldrei í fríi

Davíð Oddsson utanríkisráðherra telur að íslensku friðargæsluliðarnir, sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í fyrra, eigi rétt á bótum. <font face="Helv"></font>

Innlent
Fréttamynd

Vanskil minnka hjá Félagsbústöðum

Vanskil skjólstæðinga Félagsbústaða hafa minnkað um rúm tuttugu prósent frá árinu 1997. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur ástæðuna vera betri innheimtu og að skjólstæðingar sjái sér ekki annað stætt en að standa í skilum.

Innlent
Fréttamynd

Pútín býður Palestínumönnum aðstoð

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, bauð í dag Palestínumönnum aðstoð við uppbyggingu í landinu, en hann er nú á ferðalagi um Miðausturlönd og fundaði m.a. með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Pútín sagðist einnig styðja umbætur Abbas á öryggissveitum Palestínu og sagði Rússa tilbúna að þjálfa palestínskar öryggissveitir og selja Palestínumönnum þyrlur og samskiptatæki.

Erlent