Fréttir

Fréttamynd

PS3 kemur til Evrópu 23. mars

Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Stjórnvöld sporna gegn kínverskum hagvexti

Hagvöxtur í Kína jókst um 10,7 prósent á síðasta ári. Þetta er 0,2 prósentustigum meira en greinendur gerðu ráð fyrir og hefur hann ekki verið meiri síðan árið 1995, samkvæmt útreikningum kínversku hagstofunnar.Mesti vöxturinn var mestur í fjárfestingum og útflutningi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil hækkun á fiskverði milli ára

Verð á fersku fiskmeti hefur hækkað mikið frá því í janúar í fyrra, að því er fram kemur í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ, sem gerð var í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í dag miðvikudaginn 24. janúar. Meðalverð flestra tegunda sem skoðaðar voru hefur hækkað um 10-20%, frá því í könnun verðlagseftirlitsins í janúar 2006, en dæmi eru um ríflega 30% verðhækkun milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Federline vondur fyrir viðskiptin

Samtök veitingahúsaeigenda í Bandaríkjunum hafa farið fram á að sýningum á auglýsingu, þar sem Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, er sýndur sem starfsmaður á veitingastað, verði aflýst.

Erlent
Fréttamynd

Saklaus sveitamorðingi

Robert „Willie“ Pickton, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt 26 vændiskonur, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann væri „saklaus lítill sveitadrengur“ sem einhver væri að koma sök á. Þetta kom fram í réttarhaldinu yfir honum sem nú fer fram en hann var handtekinn í febrúar árið 2002.

Erlent
Fréttamynd

Staða Kosovo að skýrast

Rússar, sem hafa hingað til verið á móti hugmyndinni um sjálfstætt Kosovo, gáfu til kynna í dag að þeir gætu samþykkt að það yrði sjálfsstjórnarsvæði innan Serbíu. Ein af tillögum Sameinuðu þjóðanna um Kosovo hefur lagt þann möguleika til. Í henni segir enn fremur að Kosovo reki eigin utanríkisstefnu og geti orðið aðili að alþjóðasamtökum í eigin nafni.

Erlent
Fréttamynd

Brotist inn í sumarbústað

Lögreglan í Borgarnesi handtók um hádegisbil í dag fjóra einstaklinga um tvítugt sem höfðu brotist inn í sumarbústað í Svínadal í fyrrinótt. Fjórmenningarnir höfðu neytt fíkniefna en lögregla fann á þeim 10 grömm af hassi og eitthvað af alsælu. Fólkið braut rúður til þess að komast inn í sumarbústaðinn og héldu síðan upp á það með partýstandi fram eftir nóttu.

Innlent
Fréttamynd

Ást við aðra sýn

Sjónvarpstöð í Hollandi hefur ákveðið að hefja upptökur á stefnumótaþætti. Það merkilega við þáttinn verður hins vegar að í hann má aðeins koma fólk sem er „sjáanlega óheppið í útliti.“ Þátturinn á að heita „Ást við aðra sýn.“

Erlent
Fréttamynd

VG segja samstöðu ekki náð um stækkun álbræðslu

Vinstri grænir í Hafnarfirði hafna því að það sé þverpólitísk samstaða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álbræðslunnar í Straumsvík. Þeir mótmæla því harðlega yfirlýsingu bæjarstjóra Hafnarfjarðar þar að lútandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjórnarflokki og stjórn Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkin að veita Líbanon lán

Bandaríkin hétu því í dag að veita Líbanon 770 milljón dollara lán, eða um 53 milljarða íslenskra króna, til þess að styrkja við stjórn Foud Siniora í baráttu hans við stjórnarandstöðu Hezbollah. Þetta staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Harður árekstur á Álftanesvegi

Harður árekstur varð klukkan hálf sjö í kvöld á Álftanesvegi. Um tvo bíla var að ræða og skemmdust báðir töluvert. Engin alvarleg slys urðu þó á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Bardagar geysa í Bagdad

Íraskar og bandarískar hersveitir handtóku í dag 35 uppreisnarmenn og skutu 30 til bana í bardögum við Haifa götuna í miðborg Bagdad í dag. Bardagar geysuðu þar í rúmar átta klukkustundir en embættismenn Íraka segja götuna vera fylgsni fjölmargra uppreisnarmanna. Í hverfinu í kringum götuna búa mestmegnis súnní múslimar.

Erlent
Fréttamynd

Friðrik 8. í Bocuse d'Or

Íslendingurinn Friðgeir Ingi Eiríksson varð í 8. sæti í matreiðslukeppninni Bocuse d'Or eftir tveggja daga keppni í borginni Lyon í Frakklandi. Franski kokkurinn Fabrice Desvignes vann þar sigur.

Erlent
Fréttamynd

al-Kaída varar Bandaríkjamenn við

Ayman al-Zawahri, næstráðandi innan al-Kaída hryðjuverkahópsins, sagði í dag að Bandaríkin mættu búast við hefndaraðgerðum sem yrðu „mun verri en nokkuð sem þau hefðu séð." ef ráðamenn í Bandaríkjunum breyttu ekki framkomu sinni í garð íslamskra ríkja.

Erlent
Fréttamynd

Conte gefur eftir

Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur samþykkt að tilnefna nýjan forsætisráðherra til þess að koma til móts við kröfur stéttarfélaga í landinu. Stéttarfélögin standa nú fyrir verkföllum sem hafa lamað nær alla starfsemi í landinu undanfarnar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Grískur hópur lýsir yfir ábyrgð

Grískur vinstrisinnaður hryðjuverkahópur hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á bandaríska sendiráðið í Aþenu, höfuðborg Grikklands, sem áttu sér stað fyrr í mánuðinum. Hópurinn hótaði jafnframt fleiri árásum gegn stjórnmálamönnum og mikilvægum byggingum en frá þessu skýrði dagblað í Grikklandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þingið á móti fjölgun hermanna

Utanríkismálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins samþykkti í dag harðorða tillögu gegn fjölgun hermanna í Írak. Í nefndinni sitja bæði fulltrúar demókrata og repúblikana og því er samþykkt hennar mikið áfall fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Fornaldarhákarl gægist upp úr djúpinu

Japanskir vísindamenn birtu í dag myndir af sannkölluðum kynjafiski sem þróunarsagan er sögð hafa sneitt að mestu framhjá. Kvikindið kallast kragaháfur og fannst í höfninni í Awashima, nærri Tókýó.

Erlent
Fréttamynd

Katsav lætur tímabundið af störfum

Moshe Katsav, forseti Ísraels, hefur óskað eftir því að fá leyfi frá störfum eftir að greint var frá því að hann yrði að öllum líkindum ákærður fyrir nauðgun og aðra kynferðisglæpi gegn fjórum konum.

Erlent
Fréttamynd

Horfur í efnahagsmálum góðar

Hagfræðingar eru bjartsýnir á að efnahagur heimsins verði með miklum ágætum á árinu 2007. Auk efnahagsmála eru umhverfismál í brennidepli á ársþingi Alþjóða efnahagsstofnunarinnar sem hófst í Davos í Sviss í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Hertar mengunarkröfur í nýju deiliskipulagi um álversstækkun

Meirihluti íbúa Hafnarfjarðar er á móti stækkun álversins í Straumsvík samkvæmt nýrri könnun. Línur í þessu máli eru farnar að skýrast. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka í Hafnarfirði standa að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Almenn atkvæðagreiðsla íbúa bæjarins um deiliskipulagið fer fram þann 31. mars og leggur meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn til að einfaldur meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni ráði úrslitum.

Innlent
Fréttamynd

Olmert vill Katsav úr embætti

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, sagði í dag að forseti landsins, Moshe Katsav, ætti að segja af sér vegna nauðgunarásakana sem hafa verið settar fram gegn honum.

Erlent
Fréttamynd

Vill meiri tíma í Írak

Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meira svigrúm til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Hann ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.

Erlent
Fréttamynd

Stéttarfélög og stjórnvöld í Gíneu funda

Stéttarfélög í Gíneu og talsmenn stjórnarinnar ætla að funda á miðvikudaginn til þess að reyna að binda endi á allsherjarverkfall sem hefur lamað þjóðina. 40 manns hafa látið lífið í óeirðum tengdum verkfallinu undanfarnar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Norður-Kórea og Íran í samstarf

Norður-Kórea er að hjálpa Írönum að undirbúa neðanjarðarsprengingu á kjarnorkuvopnum, svipaðri þeirri og Norður-Kóreumenn framkvæmdu sjálfir á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu breska dagblaðsins Telegraph í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensa staðfest í Ungverjalandi

Evrópuráðið staðfesti í dag tilfelli af hinu banvæna fuglaflensuafbrigði H5N1 í Unverjalandi. í tilkynningu frá ráðinu sagði að tilfellið hefði komið upp í Csongrad sýslu í suðaustur Ungverjalandi. Próf voru gerð eftir að óvenju há dánartíðni kom upp í hóp af 3,000 gæsum. Öllum hópnum var síðan slátrað. Frá árinu 2003 hefur fuglaflensa verið staðfest í um 50 löndum. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hafa meira en 150 manns látist af völdum þessa afbrigðis flensunnar.

Erlent
Fréttamynd

Gengi AMR fór niður

Gengi hlutabréfa í bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR Corp., sem FL Group á 5,98 prósenta hlut í, lækkaði í gær um 8,49 prósent á markaði í dag og var lokagengi dagsins 36,7 dalir á hlut. Greiningardeild Kaupþings segir líklegt að lækkunin skýrist af tilkynningu félagsins á hlutafjáraukningu til niðurgreiðslu skulda og skuldbindinga og kaupa á nýjum flugvélum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snjór tefur flug- og bílaumferð í Evrópu

Mikill snjór hefur fallið víða í Evrópu í dag og í gær og haft víðtæk áhrif á umferð, bæði í lofti og á láði. Nokkrum flugvöllum var lokað, en 100 flug voru felld niður á alþjóðaflugvellinum í Prag þar sem snjókomunni linnti ekki. Flugumferð í Þýskalandi, Sviss og á Ítalíu truflaðist einnig vegna snjókomunnar. Í Stuttgart voru um eitt þúsund farþegar strandaglópar í nótt þegar 70 flug voru felld niður.

Erlent
Fréttamynd

Edinborgarflugvöllur opnaður á ný

Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg hefur nú opnað að nýju eftir að flugvellinum var lokað af ótta við að sprengja leyndist í óþekktum poka í innritunarsal. Flugvöllurinn var rýmdur um tíma í dag og voru farþegar og starfsmenn fluttir á Hilton hótelið á flugvellinum. Starfsemin er nú komin í eðlilegt horf en búist er við einhverjum seinkunum á brottförum fram eftir degi.

Erlent
Fréttamynd

Ummæli Bush valda usla meðal Síja í Írak

Síjar í Írak vísa ummælum George Bush Bandaríkjaforseta alfarið á bug um að vígamenn úr hópi þeirra séu jafn hættulegir Bandaríkjunum og vígamenn Súnna í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. Í árlegri stefnuræðu sinni varaði Bush við vígamönnum Síja í Írak og miðausturlöndum, og margítrekaði að besta leiðin til að ná árangri í Írak væri að senda þangað fleiri hermenn.

Erlent