Fréttir

Fréttamynd

Átök halda áfram í Líbanon

Til skotárásar kom milli fylgjenda ríkisstjórnarinnar í Líbanon og fylgjenda stjórnarandstöðunnar í borginni Trípolí í norðurhluta landsins í dag. Vitni og öryggissveitir sögðu átökin hafa byrjað eftir jarðaför manns sem lést í óeirðum í gær, en þar tókust einnig á fylgjendur stjórnar og stjórnarandstöðu. Öryggissveitir reyndu að stilla til friðar og stöðva átökin en ekki er vitað til að dauðsföll hafi orðið.

Erlent
Fréttamynd

Önnur loftárás Bandaríkjamanna á Sómalíu

Bandarískir embættismenn sögðu í dag að gerð hefði verið loftárás á Suðurhluta Sómalíu fyrr í vikunni. Þetta er önnur árás Bandaríkjamanna á íslamska öfgamenn. Fyrri árásin var fyrir um það bil tveimur vikum en þá sögðu embættismenn aðgerðina vera gegn öfgamönnum al-Qaida. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna neitaði að tjá sig um málið.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar bjóða Líbönum lán

Frakkar hafa boðið ríkisstjórn Líbanons tæplega 45 milljarða íslenskra króna lán á mjög góðum kjörum. Þetta sagði talsmaður Jacques Chirac forseta Frakklands í dag. Chirac sagði sjálfur í sjónvarpsviðtali að Líbanska ríkisstjórnin væri nánast búin með það fjármagn sem hún hefði úr að spila. Forsetinn sagði að mótmæli í Líbanon gegn ríkisstjórninni gætu haft neikvæð áhrif á alþjóðlegan fjárstuðning við Beirút á fjárstuðningsráðstefnu sem fer fram í París á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Flugvöllurinn í Edinborg rýmdur

Alþjóðaflugvöllurinn í Edinborg var rýmdur af öryggisástæðum í dag eftir að dularfullur poki fannst í innskráningarsal vallarins. Talsmaður flugvallarins sagði að allt starfsfólk og farþegar hefðu verið fluttir á brott á meðan sprengjusveit rannsakaði pokann og fjarlægði hann. Flugvélum var gefið lendingarleyfi, en allar brottfarir hafa verið stöðvaðar. Ríkisstjórnin telur hættu á hryðjuverkum í Bretlandi verulega og er viðbúnarstig á næst hæsta stigi.

Erlent
Fréttamynd

Hizbollah hótar áframhaldandi andófi

Hizbollah-samtökin hóta áframhaldandi aðgerðum í Líbanon fái þau ekki hlut í stjórn landsins hið fyrsta. Líbanskt samfélag lamaðist algerlega í gær þegar Hizbollah og bandamenn þeirra efndu var til verkfalla um allt land.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur fundaði með Kalam og Soniu Gandhi

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átt í dag og í gær fundi með forseta Indlands dr. A.P.J. Kalam og Soniu Gandhi leiðtoga Congressflokksins. Á fundunum kom fram ríkur vilji til að efla tengsl milli landanna og að efnt yrði til samvinnu við Íslendinga á ýmsum sviðum, sem sem í orkumálum, vísindum, tækni og viðskiptum.´

Innlent
Fréttamynd

Gerði tilraun til flugráns

Lögreglan í N'Djamena, höfuðborg Tsjad, handtók í morgun súdanskan mann sem rænt hafði farþegaþotu með 103 innanborðs.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Ísraels í launalaust leyfi

Moshe Katsav forseti Ísraels tilkynnti ísraelska þinginu í dag að hann myndi taka launalaust leyfi. Forseta þingsins var tilkynnt um ákvörðunina eftir að saksóknarar tilkynntu að þeir ætluðu að ákæra Katsav fyrir nauðgun og röð annarra kynferðisglæpa.

Erlent
Fréttamynd

Biður um meira svigrúm

Bush Bandaríkjaforseti bað þjóð sína um að gefa sér meiri tíma til að ná árangri í Írak í stefnuræðu sinni í gær. Stjórn hans ætlar að beita sér fyrir því að á næstu tíu árum dragi Bandaríkjamenn úr olíunotkun sinni um fimmtung.

Erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð undir 55 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og er komið undir 55 dali á tunnu. Verðið hækkaði talsvert í gær. Ástæðan fyrir verðlækkuninni nú eru vonir greinenda og fjárfesta um að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi aukist vegna hlýinda og minnkandi eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísland sagt til fyrirmyndar í skattamálum hótela og veitingastaða

Samtök hótel- og veitingasamtaka innan Evrópusambandsríkjanna HOTREC héldu ráðstefnu á föstudaginn í Búdapest um virðisaukaskatt. Samtökin hafa síðastliðin 15 ár barist fyrir tilslökun af hálfu Evrópuráðsins þess efnis að gisting og veitingaþjónusta í aðildarlöndunum verði í lægra þrepi virðisaukaskatts.

Innlent
Fréttamynd

Útlán bankanna tóku kipp undir lok árs

Útlán íslensku bankanna námu rúmum 3.808 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Lánin stóðu nokkuð í stað frá vordögum liðins ár en hafa vaxið hratt á síðustu mánuðum liðins árs. Skuldir heimilanna gagnvart bankakerfinu jukust um 30 prósent á milli ára. Helsta ástæðan er skuldbreyting húsnæðislána sem aftur minnkaði hlut Íbúðalánasjóðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Valgerður í opinbera heimsókn til Lichtenstein

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fer í opinbera heimsókn til Lichtenstein á morgun og mun meðal annars eiga fundi með forsætis-og utanríkisráðherra landsins. Á föstudaginn mun Valgerður síðan sitja utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel þar sem málefni Afghanistans og Kósóvó verða meðal annars á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Air France-KLM tvístígandi um Alitalia

Ekkert liggur fyrir hvort fransk hollenska flugfélagið Air France-KLM ætli að leggja fram yfirtökutilboð í ítalska flugfélagið Alitalia eða hafi fallið frá því. Alitalia er að mestu í eigu ítalska ríkisins. Fjölmiðlar í Evrópu reikna með að Air France-KLM hafi í hyggju að kaupa hlut í ítalska félaginu við einkavæðingu þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

MAN hætt við yfirtöku á Scania

Þýski vörubílaframleiðandinn MAN hefur slíðrað sverðin í óvinveittri yfirtöku á sænska vörubílaframleiðandanum Scania og segist hætt við frekari áform í þá átt. MAN ætlar í staðin að hefja beinar samstarfsviðræður við stjórn Scania.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hákarinn spýtti honum út úr sér

Rúmlega fertugur kafari liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Ástralíu eftir að þriggja metra langur hvíthákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Hákarlinn beit um búk og síðan höfuð mannsins. Honum tókst með snarræði að pota í auga hákarlsins sem spýtti honum þá út úr sér.

Erlent
Fréttamynd

Hvalkjöt í hundana

Birgðir af hvalkjöti hrannast upp í Japan og er svo komið að farið er að nota það í hundamat. Þetta fullyrða Greenpeace-samtökin og segja þar með sannað að enginn grundvöllur sé fyrir hvalveiðum Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Börn í Byrginu

Unglingsstúlkur hafa verið í vistun í Byrginu þrátt fyrir að meðferðarheimilið hafi ekki haft heimild til að vista börn. Byrgið leitaði eftir heimild til barnavistunar hjá Barnaverndarstofu fyrir þremur árum en var hafnað eftir skoðun.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra: Margir ókostir fylgja aðild að ESB

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir marga ókosti fylgja aðild að Evrópusambandinu. EES-samningurinn tryggi nægilegt aðgengi að markaði ESB. Geir segir að aðild hafi ekki verið til umræðu á Ísland í mörg ár. Mögulegt sé þó að einn flokkur ræði þann möguleika fyrir þingkosningarnar í vor.

Erlent
Fréttamynd

Gengisáhætta erlendra húsnæðislána sáralítil

Gengisáhætta af erlendum húsnæðislánum er sáralítil, segir sjálfstæður fjármálaráðgjafi. Ef fólk þolir upp undir tuttugu prósenta sveiflu í greiðslubyrði af húsnæðislánum eru erlend lán hagstæðasti kosturinn.

Innlent
Fréttamynd

Telur þörf á lagabreytingum vegna barnaníðinga

Forstjóri Barnaverndarstofu telur þörf á að breyta lögum svo hægt sé að fylgjast betur með barnaníðingum sem líklegir eru til að brjóta af sér á ný. Lögreglan rannsakar játningar Ágústs Magnússonar í Kompás þar sem hann sagðist hafa framið fleiri brot en hann hefur verið dæmdur fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Beirút lömuð vegna óeirða

Beirút, höfuðborg Líbanons, er nærri lömuð vegna óeirða sem þar hafa geisað síðan í nótt. Mörg þúsund mótmælendur hafa lagt niður vinnu í Beirút og víðar og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér svo hægt verði að kjósa nýtt þing. Stjórnvöld segja þetta tilraun Hizbollah til valdaráns.

Erlent
Fréttamynd

Ekki einhugur innan japanska seðlabankans

Einhugur var ekki innan stjórnar japanska seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentustigum í síðustu viku. Seðlabankinn lét af núllvaxtastefnu sinni síðasta sumar þegar hann hækkaði stýrivexti í fyrsta sinn í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óeirðir í Líbanon

Mörg þúsund Líbanar hafa lamað nær alla Beirút og lokað af hluta hennar. Stjórnarandstæðingar hafa lagt niður vinnu víða um Líbanon og ætla sér að steypa ríkisstjórn landsins með góðu eða illu.

Erlent
Fréttamynd

Nærri því étinn af hákarli

Rúmlega fertugur Ástrali liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í heimalandi sínu eftir að þriggja metra langur hákarl réðst á hann undan austurströnd landsins í morgun. Maðurinn var við köfun þegar hákarlinn réðist á hann og beit um höfuð hans. Tókst manninum með snarræði að pota í auga hákarlsins sem losaði um tak sitt og spýtti nánast kafaranum út úr sér.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja til laga um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda

Forstjórar níu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, þeirra á meðal Alcoa, skora á Bush Bandaríkjaforseta að setja lög um hámarkslosun gróðurhúsalofttegunda og verndun andrúmsloftsins. Forsetinn flytur árlega stefnuræðu sína í nótt og búist er við að umhverfismál beri þar á góma.

Erlent
Fréttamynd

Hvalkjöt í hundamat

Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki undir smásjá Neytendasamtakanna til 1. mars

Dæmi eru um matvörur sem hafa hækkað um þrjátíu og fimm prósent í janúar samkvæmt nýrri verðlagsvakt sem Neytendasamtökin settu upp á heimasíðu sína í gær. Fyrirtæki verða undir smásjá samtakanna segir formaðurinn sem hefur fulla trú á að lækkun virðisaukaskatts fyrsta mars skili sér til fólksins í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri farþegar flugu með Finnair

Finnska flugfélagið Finnair flaug með 8,8 milljónir farþega í fyrra. Þetta er 3,5 prósenta aukning frá árinu á undan. Mesta aukning farþega var á flugleiðum Finnair til Asíu í fyrra en hún nam 27,3 prósentum á milli ára. Flugfélagið hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Indlands og Kína í sumar vegna aukinnar eftirspurnar.

Viðskipti erlent