Fréttir

Fréttamynd

Býflugur í bandaríska herinn

Bandaríski herinn er farinn að þjálfa nýja tegund af hermönnum. Og með nýrri tegund er átt við aðra tegund en mannkynið því nýju hermennirnir eru býflugur. Rannsóknarstofnun bandaríska hersins skýrði frá því í gær að þeim hefði tekist að þjálfa venjulegar býflugur til þess að finna lykt af mörgum tegundum af sprengiefni og að leita það uppi.

Erlent
Fréttamynd

Íraski herinn að verða tilbúinn

Þrettán af 112 herdeildum íraska hersins geta nú barist óstuddar við uppreisnarmenn þar í landi. Þetta kom fram í ræðu sem breskur ráðherra hélt í dag. Hann sagði ennfremur að 78 herdeildir þyrftu lágmarksstuðning en þær sem eftir væru væru enn í þjálfun. Ein írösk herdeild hefur um 500 hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Frelsi á internetinu

Kanadískir tölvufræðingar hafa búið til forrit sem mun gera notendum þess kleift að komast fram hjá eldveggjum ríkisstjórna á internetinu sem þýðir að fólk í löndum sem takmarka aðgang að efni á internetinu gæti skoðað hvað sem það vildi.

Erlent
Fréttamynd

Haldið upp á 80 ára afmæli Kastró

Hátíðishöld vegna 80 ára afmælis Fídels Kastró, forseta Kúbu, hófust í dag en Kastró sást þó hvergi þar sem hann er enn að jafna sig eftir neyðaruppskurð sem hann fór í þann 31. júlí síðastliðinn. Margir Kúbverjar telja að Kastró sé of gamall til þess að snúa aftur til valda en hann eftirlét bróður sínum stjórntaumana eftir uppskurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Fimm stúlkur láta lífið í áhlaupi Bandaríkjahers

Sex Írakar, þar á meðal fimm ungar stúlkur, létu lífið í skotabardögum á milli bandarískra hermanna og grunaðra uppreisnarmanna í bænum Ramadi í dag. Bandaríska hersveitin notaði vopn gegn skriðdrekum, hríðskotabyssu og venjulegar byssur í skotbardaganum gegn tveimur mönnum sem voru uppi á þaki hússins sem stúlkurnar voru í.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn að taka við flugvellinum í Kabúl

Norðmenn hafa boðist til þess að taka við stjórninni á flugvellinum í Kabúl en þeir tóku þó fram að þeir myndu aðeins gera það í sex mánuði og að þátttaka þeirra ylti á því hvað þeir yrðu beðnir um að gera.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir manni

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir Gunnhalli Gunnhallssyni sem ekkert hefur spurst til síðan aðfararnótt laugardagsins 25. nóvember. Gunnhallur var sennilega klæddur í svarta dúnúlpu og gallabuxur og er 44 ára gamall. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnhalls eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464-7705.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri fjölmiðlar segja ástandið í Írak borgarastríð

Eftir að sjónvarpsstöðin CNN fór að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld hafa fleiri fréttamiðlar tekið heitið upp og það gegn vilja Hvíta hússins. Á meðal þessara miðla er dagblaðið New York Times en ritstjóri þess sagði að erfitt væri að færa rök fyrir því að það væri ekki borgarastyrjöld í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Pútin ekki til Riga

Talsmenn Pútins Rússlandsforseta sögðu í kvöld að hann gæti ekki farið til Riga til þess að eiga fund með forsetum Frakklands og Lettlands en nú stendur yfir leiðtogafundur NATO í Riga. Talað var um að fundur gæti átt sér stað á miðvikudaginn þegar að leiðtogafundi NATO myndi ljúka en ekki var hægt að finna tíma þar sem þeir gátu allir hist og því var hætt við fyrirhugaðan fund.

Erlent
Fréttamynd

Myrti fimm veiðimenn

Grískur sauðfjárbóndi hefur viðurkennt að hafa skotið fimm veiðimenn til bana sem farið höfðu í óleyfi um landareign hans.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar halda sig við vopnahlé

Ísraelski forsætisráðherrann Ehud Olmert sagðist í dag vonsvikinn yfir því að enn væri verið að skjóta flugskeytum frá Gaza á Ísrael en hélt því engu að síður fram að Ísraelar héldu sig við vopnahléið.

Erlent
Fréttamynd

Bregst við ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hélt sídegis í dag fund með staðgengli borgarstjórans í Reykjavík, formanni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og formanni félagsmálanefndar Alþingis ásamt fleirum í því skyni að bregðast við vanda sem virðist stafa af aukinni ásókn í búsetu í atvinnuhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjaher yfirgefi Írak

Lykillinn að því að binda enda á vargöldina í Írak er að bandarískar hersveitir yfirgefi landið. Þetta sagði Ali Khameini, erkiklerkur í Íran, á fundi sínum með Jalal Talabani Íraksforseta í dag.

Erlent
Fréttamynd

Páfi í sáttahug

Benedikt páfi sextándi rétti múslimum sáttarhönd við komuna til Ankara í Tyrklandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Kona verður milljónamæringur á því að spila tölvuleik

Kínversk kona varð á dögunum fyrsti milljónamæringurinn sem verður til í sýndarveruleika. Hún spilar leikinn Second Life, http://secondlife.com/, á netinu og selur þar hús, íbúðir og landsvæði. Í leiknum græddi hún alls 300 milljónir Linden dollara, en það er gjaldmiðill leiksins. Það merkilega er að það er hægt að skipta sýndarpeningunum í alvöru dollara á genginu 275 Linden dollarar á móti einum raunverulegum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Varnirnar ekki ennþá fullnægjandi

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar á morgun að ræða við Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, um varnarsamstarf. Núverandi fyrirkomulag varna Íslands er ekki fullnægjandi, að mati ráðherrans.

Erlent
Fréttamynd

Þrautaganga þorsksins heldur áfram

Þrautaganga þorskstofnsins heldur áfram, samkvæmt nýjustu haustmælingum Hafrannsóknarstofnunar. Fimmta árið í röð eru þorskárgangar lélegir. Staðfesting á fyrri spám, segir sérfræðingur hjá Hafró en framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekki þurfi að draga úr veiðum

Innlent
Fréttamynd

Sigríður Dúna afhendir trúnaðarbréf

Föstudaginn 24. nóvember afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Thabo Mbeki forseta Suður-Afríku trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Suður-Afríku. Fór afhendingin fram við hátíðlega athöfn í bústað forseta í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku.

Erlent
Fréttamynd

Afganistan efst á baugi

Enn frekari stækkun til austurs og hernaðurinn í Afganistan, eru efst á baugi á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Lettlandi í dag. Georgía og Úkraína eru á meðal þeirra ríkja sem gætu fengið aðild að bandalaginu á næstu misserum.

Erlent
Fréttamynd

Ungir framsóknarmenn á móti því að RÚV verði gert að hlutafélagi

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) samþykkti í dag samhljóða ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til þess að samþykkja ekki fyrirliggjandi frumvarp um RÚV ohf. Meðal annars kemur fram í ályktuninni að SUF telur að hvorki sé hagsmunum RÚV, né almennings, best borgið með hlutafélagavæðingu heldur sé réttara að huga að því að breyta RÚV í sjálfseignarstofnun með breska ríkisútvarpið BBC sem fyrirmynd.

Innlent
Fréttamynd

Hefur sótt um embætti dómara

Ingimundur Einarsson, sem hafði verið valinn í starf aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Falsaðir seðlar í umferð

Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.

Innlent
Fréttamynd

Bemba í stjórnarandstöðu

Jean-Pierre Bemba, maðurinn sem tapaði forsetakosningunum í Austur-Kongó fyrir Joseph Kabila í gær, hefur sagt að hann muni starfa í stjórnarandstöðu til þess að vernda hinn viðkvæma frið sem er í landinu um þessar mundir og bjarga þannig landinu frá óreiðu og ofbeldi. Í yfirlýsingu sem Bemba gaf frá sér sagði hann að hann stæði við kvartanir sínar sem var vísað frá dómi í gær en myndi engu að síður vilja styrkja lýðræðið í landinu og myndi því starfa í stjórnarandstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Correa næsti forseti Ekvador

Hæstaréttardómari í kjörstjórn í Ekvador sagði í dag að Rafael Correa hefði unnið sigur í forestakosningum í Ekvador eftir að 94% atkvæða höfðu verið talin. Sagði hann að Correa væri með alls 57% atkvæða og að niðurstöður ættu ekki eftir að breytast. Hins vegar var annar dómari sem vildi ekki staðfesta sigur Correa strax og sagði að réttara væri að bíða uns öll atkvæði hefðu verið talin.

Erlent
Fréttamynd

Actavis hyggur á útrás í Þýskalandi

Þýskt dagblað greindi frá því í dag að lyfjarisinn Actavis ætlaði sér frekari fjárfestingar þar í landi. Vitnaði blaðið í viðtal við Róbert Wessmann, forstjóra Actavis, þar sem hann sagði að fyrirtæki myndi tilkynna um nýjar fjárfestingar fyrir jól. Það var aðeins fyrir viku síðan að Actavis keypti rússneska lyfjafyrirtækið ZiO Zdorovje fyrir 60 milljónir dollara, eða um fjóra milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Kynjakvóti tekinn upp í Frakklandi

Stjórnvöld í Frakklandi hafa sett saman nýtt frumvarp sem á að neyða flokka til þess að koma fleiri konum í fremstu víglínu í stjórnmálum. Samkvæmt nýja frumvarpinu verða héraðs- og sveitastjórnir þar í landi að hafa jafnmargar konur og karlmenn. Einnig er kveðið á um að flokkar sem nái ekki þessu takmarki í landskosningum missi 75% af ríkisstyrkjum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Raforkuverð til almennings hækkar um 2,4 prósent um áramót

Raforkuverð til almennings á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 2,4 prósent frá áramótum. Þetta kom fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að hækkunina megi rekja til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar um tíu prósent frá ársbyrjun 2005, en Orkuveitan kaupir um 60 prósent af rafmagni til almennings af Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Bush ergir Putin

George Bush sagði, í Lettlandi í dag, að hann styddi aðild Georgíu að NATO. Fyrsta ráðstefna NATO í fyrrverandi kommúnistaríki, hefst í Riga í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Björn á ráðherrafundi Pompidou-hópsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Pompidou-hópsins svokallaða í Strassborg, en hópurinn starfar undir handarjaðri Evrópuráðsins og samræmir stefnu og starf þátttökuríkjanna í baráttunni gegn fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

"Í guðanna bænum Patrick"

Hann er líklega heimskasti eða óheppnasti þjófur á Írlandi, nema hvorttveggja sé. Í eitt skiptið flutti lögreglan hann á sjúkrahús eftir að hann rændi veðbanka, og hljóp fyrir vörubíl, á flóttanum.

Erlent