Fréttir

Fréttamynd

Tap HB Granda ríflega milljarður á fyrstu níu mánuðum ársins

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda nam rúm einum og hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi ársins samkvæmt uppgjöri. Er það nærri milljarði meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins rúmlega milljarður en ríflega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á sama tíma í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Abbas gefst upp á stjórnarmyndun með Hamas

Forseti Palestínu hefur tilkynnt konungi Jórdaníu að viðræðurnar við Hamas, um þjóðstjórn, hafi farið út um þúfur og hann munu nú leita annarra leiða til að mynda ríkisstjórn. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum palestinskum embættismanni.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagn fór af í Reykhólasveit í slæmu veðri

Rafmagn er nú komið á á flestum stöðum í Reykhólasveit á Vestfjörðum en rafmagn fór þar af fyrr í dag. Að sögn Þorsteins Sigfússonar, svæðisstjóra Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, var slæmu veðri líklega um að kenna og er dísilrafstöð nú notuð til rafmagsframleiðslu að Reykhólum.

Innlent
Fréttamynd

Evrópa laug um fangaflutninga og leynifangelsi

Evrópuríki lugu og reyndu að hindra rannsókn á leynifangelsum CIA fyrir meinta hryðjuverkamenn, að því er segir í frumskýrslu rannsóknarnefndar Evrópuþingsins um málið. Bæði ríkisstjórnir og nafngreindir, hátt settir embættismenn, fá harða gagnrýni í skýrslunni.

Erlent
Fréttamynd

Keyrði ítrekað á annan bíl

Lögreglan í Reykjavík fékkst í gær við heldur óvenjulegt mál tengt umferðinni. Þannig ók maður bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði og hlutust af því nokkrar skemmdir.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar manns sem áreitti unga stúlku

Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns á miðjum aldri sem áreitti unga framhaldsskólastúlku kynferðislega við strætóskýli nálægt Laugalækjarskóla í morgun. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað á milli klukkan níu og tíu og er talið að maðurinn hafi berað á sér kynfærin fyrir framan stúlkuna.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotum fækkar í Reykjavík

Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað nokkuð frá árinu 2003 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

NATO-ríki vilja ekki láta hermenn sína berjast

Nokkur evrópsk aðildarríki NATO hafa verið gagnrýnd fyrir að halda hermönnum sínum fjarri öllum bardögum í Afganistan. Breskir, kanadiskir og hollenskir hermenn hafa borið hitann og þungann af bardögum undanfarin misseri.

Erlent
Fréttamynd

Tap OR 1,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam rúmum 1,4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins rúmir 3,5 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald enn framlengt í Danmörku

Gæsluvarðhald yfir fimm múslimum, sem voru handteknir í Danmörku í september síðastliðnum, hefur verið framlengt til nítjánda desember. Mennirnir eru sakaðir um að hafa safnað að sér sprengiefni til þess að vinna hryðjuverk í Danmörku.

Erlent
Fréttamynd

Guðni tekur undir orð Jóns

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni.

Innlent
Fréttamynd

Franskir hermenn berjast í Mið-Afríku Lýðveldinu

Franskar hersveitir hafa aðstoðað stjórnarher Mið-Afríku Lýðveldisins við að endurheimta borgina Birao úr höndum skæruliða sem hertóku hana um síðustu mánaðamót. Stjórnarherinn er þegar búinn að ná flugvelli borgarinnar á sitt vald.

Erlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ

Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Vesturgötu og Hringbrautar í Reykjanesbæ nú skömmu eftir hádegið. Lögregla hefur eftir vitnum að slysinu að ungur maður hafi hlaupið yfir götu og orðið þá fyrir bíl sem kom akandi en þó ekki á miklum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Segjast til í viðræður

Norður-Kóreumenn segjast nú reiðubúnir til viðræðna um kjarnorkumál sökum þess að staða þeirra hefur vænkast verulega með tilraunasprengingum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Helgi Magnús tekur við efnahagsbrotadeildinni

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, tekur við embætti saksóknara efnahagsbrota og yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í tenglsum við umfangsmiklar skipulagsbreytingar á löggæslumálum.

Innlent
Fréttamynd

Fitch stafestir lánshæfiseinkunnir Landsbankans

Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch staðfesti í kjölfar árlegrar skoðunar í dag óbreyttar lánshæfimatseinkunir Landsbankans. Lánshæfimatseinkun fyrir langtímaskuldbindingar er A, skammtímaeinkun er F1, Stuðningur 2 og fjárhagslegur styrkur er B/C. Horfur lánshæfimatsins eru stöðugar, samkvæmt Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Páfi kominn til Tyrklands

Heimsókn Benedikts páfa sextánda til Tyrklands hófst í morgun en búist er við háværum mótmælum vegna hennar. Þetta er í fyrsta sinn sem Benedikt heimsækir ríki sem er að mestu byggt múslimum frá því að hann tók við páfadómi.

Erlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið sýknað af kröfum Ásatrúarfélagsins

Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Ásatrúarfélagsins um sambærilegar greiðslu sambærilegra gjalda félagsmanna og greidd eru í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna. Allsherjargoði telur þó að um áfangasigur sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Óveður undir Hafnarfjalli

Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Þá er stórhríð í Reykhólasveit á Vestfjörðum og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall. Þá er hálka og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar meti varnarþörf sína

Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr væntingum neytenda

Dregið hefur úr tiltrú neytenda síðustu vikurnar ef marka má Væntingavísitölu Gallup fyrir nóvember sem birt var í morgun. Almennt eru neytendur mjög jákvæðir gagnvart efnahagslífinu, en þó eru þeir aðeins fleiri um þessar mundir sem telja að ástandið muni versna en hinir sem telja að það muni batna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxtarverkir í skattkerfinu

Skattalögum þarf að breyta svo að fyrirtæki standi klár á því hver beri ábyrgð á sköttum og lífeyrissjóðsgreiðslum erlendra starfsmanna, segir forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Hann segir vaxtaverki í skattkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur og Þuríður efst í forvali VG í NA-kjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingksningar en hann varð efstur í forvali flokksins í kjördæminum sem fram fór nú í nóvember. Hinn þingmaður Vinstri - grænna í kjördæminu, Þuríður Backman, er í öðru sæti listans og Björn Valur Gíslason, sjómaður á Ólafsfirði, í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hærri skatta, hikk

Tékkland hefur neitað að fallast á áætlun Evrópusambandsins um að hækka skatta á uppáhaldsdrykk landsmanna, bjórnum. Til þess að leggja áherslu á málstaðinn mættu fulltrúar Tékklands með tvo bjórkúta á fundinn þar sem þeir tilkynntu að þeir myndu beita neitunarvaldi.

Erlent
Fréttamynd

Fá umönnunarbætur áfram í fæðingarorlofi

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp Magnús Stefánssonar, félagsmálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingarorlof. Frumvarpið felur það í sér að umönnunarbætur falla ekki niður á meðan að einstaklingar eru í fæðingarorlofi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt ástand í Blóðbankanum

Alvarlegt ástand er í Blóðbankanum og mikill skortur á blóði og því eru blóðgjafar hvattir til að leggja sitt af mörkum næstu daga. Að sögn Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis í Blóðbankanum, hefur mikið verið notað af blóði síðustu vikuna, þó sérstaklega um helgina, sem veldur því að öryggisbirgðir í Blóðbankanum eru komnar niður fyrir æskileg mörk

Innlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhaldi vegna morðs á njósnara

Ítalinn Mario Scaramella, sem hitti rússneska njósnarann Alexander Litvinenko, daginn sem hann veiktist af geislaeitrun, er kominn til Lundúna og er undir vernd bresku lögreglunnar. Hann mun undirgangast rannsóknir til þess að kanna hvort hann hafi einnig orðið fyrir eitrun.

Erlent