Fréttir Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Erlent 1.12.2011 22:10 Frambjóðendur vilja ógildingu kosninga Fjórir af ellefu forsetaframbjóðendum í Eystra-Kongó hvetja til þess að forsetakosningarnar, sem hófust á mánudag, verði úrskurðaðar ógildar. Erlent 30.11.2011 22:37 Rannsaka Glitni og FL Group – þrír Glitnismenn í varðhald Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Innlent 30.11.2011 23:23 Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Innlent 30.11.2011 22:37 Hélt dreng nauðugum Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart níu ára dreng. Innlent 30.11.2011 22:37 Hefur yfirtekið 2.000 íbúðir Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suðurnesjum. Bókfært verð þeirra eru rúmir 19 milljarðar króna. Viðskipti innlent 30.11.2011 22:36 110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. Innlent 30.11.2011 22:37 Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Innlent 30.11.2011 22:37 Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. Innlent 30.11.2011 22:37 Svari um viðskipti við Radíóraf Innanríkisráðuneytið hefur gefið Ríkislögreglustjóra frest til 5. desember til að afhenda Ríkisendurskoðun upplýsingar varðandi 141 milljóna króna viðskipti við fyrirtækið Radíóraf á árunum 2007 til 2011. Spurt var um hvernig staðið var að vali á birgja í þeim viðskiptum. Innlent 30.11.2011 22:37 Almyrkvi verður fyrir austan Tunglmyrkvi verður á Íslandi 10. desember næstkomandi. Fram kemur á Vísi að myrkvinn muni sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands, svo fremi að ekki verði skýjað. Innlent 30.11.2011 22:36 Jón samþykkti 600 milljónir frá ESB Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði með 600 milljóna króna styrkjum frá Evrópusambandinu (ESB) vegna aðildarumsóknar Íslands. Fjárlög 2012 voru samþykkt til þriðju umræðu í gær eftir langar umræður. Innlent 30.11.2011 22:37 Helstu seðlabankar koma til bjargar Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta. Viðskipti erlent 30.11.2011 22:37 Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Innlent 30.11.2011 22:37 Ekki stefnt að þjóðnýtingu Líf Magneudóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, segir að ályktun á stjórnarfundi félagsins á þriðjudag, um að „einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til“, megi ekki túlka þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dagskrá. Innlent 30.11.2011 22:36 Vilja fá skýrslu um Schengen Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt átta öðrum þingmönnum flokksins farið fram á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um Schengen-samstarfið. Innlent 30.11.2011 22:36 Aldrei fleiri doktorar í HÍ Fimmtíu doktorsvarnir fara fram í Háskóla Íslands á þessu ári og hafa þær aldrei verið fleiri. Innlent 30.11.2011 22:36 Ófrjósemisaðgerðum fjölgaði milli ára Í fyrra gekkst 571 einstaklingur undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Um er að ræða 162 konur og 409 karla. Innlent 30.11.2011 22:37 Leigja nú fimm myndir á ári Hver Íslendingur leigði sér að meðaltali fimm sinnum mynd af myndbandaleigu á síðasta ári. Þegar mest lét, árið 2001, leigði hver Íslendingur sér ellefu myndir á ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Innlent 30.11.2011 22:37 Fyrirspurnin of viðamikil Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svarar ekki fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hversu miklu fé opinberir aðilar verji til vísindarannsókna og nýsköpunar. Innlent 30.11.2011 22:36 Birna stýrir Evrópustofu Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu. Evrópustofa verður opnuð eftir áramót og verður upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins. Innlent 30.11.2011 22:36 Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Innlent 30.11.2011 22:37 Búðir mótmælenda rýmdar Lögreglan í Los Angeles og Philadelphiu réðust á búðir mótmælendahreyfingarinnar Occupy Wall Street í gær til að rýma búðirnar, sem voru orðnar þær stærstu í Bandaríkjunum eftir að lögreglan í New York og fleiri borgum hafði fjarlægt búðir mótmælenda þar. Erlent 30.11.2011 22:36 Segja meira en 250 börn hafa verið drepin Sýrlenskir hermenn hafa drepið hundruð barna og framið ýmsa aðra glæpi gegn mannkyni frá því að stjórnvöld hófu harkalegar aðgerðir gegn mótmælendum snemma á árinu. Erlent 29.11.2011 21:51 Fá poppara til að kokka og syngja „Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Lífið 29.11.2011 21:16 Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Innlent 29.11.2011 22:25 Ótti við sektir hvetur kjósendur Ótti almennings í Egyptalandi við sektir, sem herforingjastjórnin hefur hótað að leggja á hvern þann sem ekki tekur þátt í þingkosningunum, kann að eiga sinn þátt í því hve góð kosningaþátttakan hefur verið þessa tvo fyrstu daga. Erlent 29.11.2011 21:51 Jóhanna í hópi helstu hugsuða Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 87. sæti yfir 100 mestu hugsuði heims í úttekt tímaritsins Foreign Policy. Innlent 29.11.2011 22:25 Lögfræðistofur græddu fjóra milljarða á tveimur árum Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 1,7 milljarða króna á síðasta ári. Logos hagnaðist langmest þeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningum lögfræðistofanna. Þær eru Logos, BBA Legal, Lex, Mörkin, Réttur-Aðalsteinsson&Partners, Landslög, Juris, Sigurjónsson&Thor og Lögmál. Viðskipti innlent 29.11.2011 22:25 Vilja auka traust á aðgerðum Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel. Viðskipti erlent 29.11.2011 22:25 « ‹ 30 31 32 33 34 35 36 37 38 … 334 ›
Boðar þíðu í samskiptum Bandaríkjanna og Búrma Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Búrma að halda áfram úrbótum í lýðræðisátt og sleppa öllum pólitískum föngum úr haldi nú þegar. Hún boðaði í gær tilslakanir á refsiaðgerðum gegn landinu. Erlent 1.12.2011 22:10
Frambjóðendur vilja ógildingu kosninga Fjórir af ellefu forsetaframbjóðendum í Eystra-Kongó hvetja til þess að forsetakosningarnar, sem hófust á mánudag, verði úrskurðaðar ógildar. Erlent 30.11.2011 22:37
Rannsaka Glitni og FL Group – þrír Glitnismenn í varðhald Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Innlent 30.11.2011 23:23
Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benediktsson, verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Innlent 30.11.2011 22:37
Hélt dreng nauðugum Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir brot gegn frjálsræði, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart níu ára dreng. Innlent 30.11.2011 22:37
Hefur yfirtekið 2.000 íbúðir Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suðurnesjum. Bókfært verð þeirra eru rúmir 19 milljarðar króna. Viðskipti innlent 30.11.2011 22:36
110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. Innlent 30.11.2011 22:37
Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutningaskipsins Ölmu í Fáskrúðsfjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Innlent 30.11.2011 22:37
Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. Innlent 30.11.2011 22:37
Svari um viðskipti við Radíóraf Innanríkisráðuneytið hefur gefið Ríkislögreglustjóra frest til 5. desember til að afhenda Ríkisendurskoðun upplýsingar varðandi 141 milljóna króna viðskipti við fyrirtækið Radíóraf á árunum 2007 til 2011. Spurt var um hvernig staðið var að vali á birgja í þeim viðskiptum. Innlent 30.11.2011 22:37
Almyrkvi verður fyrir austan Tunglmyrkvi verður á Íslandi 10. desember næstkomandi. Fram kemur á Vísi að myrkvinn muni sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands, svo fremi að ekki verði skýjað. Innlent 30.11.2011 22:36
Jón samþykkti 600 milljónir frá ESB Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, greiddi atkvæði með 600 milljóna króna styrkjum frá Evrópusambandinu (ESB) vegna aðildarumsóknar Íslands. Fjárlög 2012 voru samþykkt til þriðju umræðu í gær eftir langar umræður. Innlent 30.11.2011 22:37
Helstu seðlabankar koma til bjargar Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta. Viðskipti erlent 30.11.2011 22:37
Semja um skattamál stóriðjunnar - fréttaskýring Fjármálaráðherra féll frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í tekjur árið 2013. Innlent 30.11.2011 22:37
Ekki stefnt að þjóðnýtingu Líf Magneudóttir, formaður Vinstri grænna í Reykjavík, segir að ályktun á stjórnarfundi félagsins á þriðjudag, um að „einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til“, megi ekki túlka þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dagskrá. Innlent 30.11.2011 22:36
Vilja fá skýrslu um Schengen Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ásamt átta öðrum þingmönnum flokksins farið fram á að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytji Alþingi skýrslu um Schengen-samstarfið. Innlent 30.11.2011 22:36
Aldrei fleiri doktorar í HÍ Fimmtíu doktorsvarnir fara fram í Háskóla Íslands á þessu ári og hafa þær aldrei verið fleiri. Innlent 30.11.2011 22:36
Ófrjósemisaðgerðum fjölgaði milli ára Í fyrra gekkst 571 einstaklingur undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Um er að ræða 162 konur og 409 karla. Innlent 30.11.2011 22:37
Leigja nú fimm myndir á ári Hver Íslendingur leigði sér að meðaltali fimm sinnum mynd af myndbandaleigu á síðasta ári. Þegar mest lét, árið 2001, leigði hver Íslendingur sér ellefu myndir á ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Innlent 30.11.2011 22:37
Fyrirspurnin of viðamikil Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svarar ekki fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hversu miklu fé opinberir aðilar verji til vísindarannsókna og nýsköpunar. Innlent 30.11.2011 22:36
Birna stýrir Evrópustofu Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastýra Evrópustofu. Evrópustofa verður opnuð eftir áramót og verður upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins. Innlent 30.11.2011 22:36
Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Innlent 30.11.2011 22:37
Búðir mótmælenda rýmdar Lögreglan í Los Angeles og Philadelphiu réðust á búðir mótmælendahreyfingarinnar Occupy Wall Street í gær til að rýma búðirnar, sem voru orðnar þær stærstu í Bandaríkjunum eftir að lögreglan í New York og fleiri borgum hafði fjarlægt búðir mótmælenda þar. Erlent 30.11.2011 22:36
Segja meira en 250 börn hafa verið drepin Sýrlenskir hermenn hafa drepið hundruð barna og framið ýmsa aðra glæpi gegn mannkyni frá því að stjórnvöld hófu harkalegar aðgerðir gegn mótmælendum snemma á árinu. Erlent 29.11.2011 21:51
Fá poppara til að kokka og syngja „Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Lífið 29.11.2011 21:16
Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól. Innlent 29.11.2011 22:25
Ótti við sektir hvetur kjósendur Ótti almennings í Egyptalandi við sektir, sem herforingjastjórnin hefur hótað að leggja á hvern þann sem ekki tekur þátt í þingkosningunum, kann að eiga sinn þátt í því hve góð kosningaþátttakan hefur verið þessa tvo fyrstu daga. Erlent 29.11.2011 21:51
Jóhanna í hópi helstu hugsuða Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 87. sæti yfir 100 mestu hugsuði heims í úttekt tímaritsins Foreign Policy. Innlent 29.11.2011 22:25
Lögfræðistofur græddu fjóra milljarða á tveimur árum Níu lögfræðistofur högnuðust samtals um 1,7 milljarða króna á síðasta ári. Logos hagnaðist langmest þeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningum lögfræðistofanna. Þær eru Logos, BBA Legal, Lex, Mörkin, Réttur-Aðalsteinsson&Partners, Landslög, Juris, Sigurjónsson&Thor og Lögmál. Viðskipti innlent 29.11.2011 22:25
Vilja auka traust á aðgerðum Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel. Viðskipti erlent 29.11.2011 22:25