Framsóknarflokkurinn Framsókn hreyfir við Norðmönnum Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, segir Evrópustefnu Framsóknarflokksins hafa áhrif í Noregi. Í samtali við Fréttablaðið segir Bondevik að Norðmenn fylgist grannt með þróun umræðunnar um Evrópumál á Íslandi. Aðildarviðræður séu á dagskrá Norðmanna í fyrsta lagi 2007. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50 Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Innlent 13.10.2005 18:50 Halldór fékk 81,85% atkvæða Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu á öðrum tímanum í dag. 406 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði en alls voru atkvæðin 520, þar af tvö ógild og 22 skiluðu auðu. Halldór fékk því 81,85% atkvæða. Ef auðir seðlar eru taldir með fékk formaðurinn 78,4% atkvæða. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari. Innlent 13.10.2005 18:50 Innanlandsflug áfram í Reykjavík Gert er ráð fyrir að Framsóknarmenn samþykki ályktun um höfuðborgarstefnu þar sem lagt er til að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík. Í upphafi þings lá fyrir tillaga um að innanlandsflug til höfuðborgarsvæðisins yrði flutt til Keflavíkur. Innlent 13.10.2005 18:50 Orðrómurinn ekki réttur Halldór Ásgrímsson, sem endurkjörinn var formaður Framsóknarflokksins um helgina, finnst vegur sinn innan flokksins ekki hafa minnkað. Hann kannast ekki við það sem sumir framsóknarmenn hafa haldið fram, að formaðurinn hafi tekið einhverja tiltekna einstaklinga að brjósti sér og úthýst öðrum. „Ég kannast við þennan orðróm en hann er einfaldlega ekki réttur,“ segir Halldór. Innlent 13.10.2005 18:50 Ungir framsóknarmenn fagna Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður fagnar því að ákvörðun hafi verið tekin um endurskoðun á stefnu Framsóknarflokksins í evrópumálum. Félagið segir þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið, enda líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins þurfi til að Ísland hefji aðildarviðræður. Innlent 13.10.2005 18:50 Harður ágreiningur á flokksþinginu Harður ágreiningur er um Evrópustefnu Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir á Nordica-hótelinu í Reykjavík. Formaður og varaformaður flokksins eru ekki sammála um hvaða leið skuli fara og nú er unnið að því að finna málamiðlun. Innlent 13.10.2005 18:50 Norðmenn fylgjast með flokksþingi Forsætisráðherra Noregs bíður ákvörðunar framsóknarmanna um stefnu í evrópumálum. Halldór Ásgrímsson segir að Norðmenn muni hugsanlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á næstunni og það kippi fótunum undan EES-samningnum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50 Afgreiðsla ályktana að hefjast Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf. Innlent 13.10.2005 18:50 Vilja undirbúa aðildarviðræður Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50 Hörð átök um Evrópustefnuna Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Innlent 13.10.2005 18:50 Nýstárleg nálgun við byggðamál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina. Innlent 13.10.2005 18:49 Ekki aðildarviðræður að ESB Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þetta kom fram í setningarræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir á Grand Hótel í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:49 Formannskjör ekki útilokað Flokksþing framsóknarmanna hefst í dag. Ekki er útilokað að Kristinn H. Gunnarsson bjóði sig fram á móti sitjandi formanni eða varaformanni. Búist er við átökum á þinginu, þar á meðal um stefnuna í Evrópumálum </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Ekki aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Innlent 13.10.2005 18:49 Nýju framsóknarfélögin fá aðild Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag. Innlent 13.10.2005 18:49 Klára skuldir vegna Tímans Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun. Innlent 13.10.2005 18:49 Vill fækka ráðuneytum Framsóknarmenn ræða stórfellda fækkun ráðuneyta. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á flokksþingi þeirra í dag hugmynd um að fækka þeim úr þrettán niður í sex til átta. Innlent 13.10.2005 18:49 Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. Innlent 13.10.2005 18:48 Siv undrast að vera ekki boðið Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Innlent 13.10.2005 18:48 Kristinn ekki sigurvegari Pétur Blöndal alþingismaður er ekki á því að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafi, með endurreisn sinni í Framsóknarflokknum, sigrað flokksforystuna að því er fram kom í máli Péturs í þættinum Íslandi í bítið í morgun. Innlent 13.10.2005 18:47 Ágreiningurinn ekki úr sögunni Kristinn H. Gunnarsson segir allan skoðanaágreining ekki úr sögunni þótt hann tæki aftur sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 18:47 Sagði sig úr Samfylkingunni Aðalheiður Sigursveinsdóttir, sem kjörin var í stjórn Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku sagði sig úr Samfylkingunni sama dag og hún var kjörin í stjórn Framsóknarfélagsins. Innlent 13.10.2005 15:31 Hátt í 200 nýskráningar í Framsókn Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar. Innlent 13.10.2005 15:31 Árni í formannsframboð? Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. Innlent 13.10.2005 15:30 Upplýst samþykki fyrir líffæragjöf Samband ungra framsóknarmanna skorar á Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að skoða hvort hægt sé að útbúa upplýst samþykki landsmanna fyrir líffæragjöf. Benda ungir framsóknarmenn sérstaklega á framkvæmd sem tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna þar sem tekið er fram á ökuskírteini viðkomandi hvort líffæragjöf er samþykkt eður ei. Innlent 13.10.2005 18:45 Átök innan Framsóknar halda áfram Átök innan Framsóknarflokksins halda áfram, enda aðeins rúmar þrjár vikur í landsfund flokksins. Gera þurfti hlé á fundi Ungra framsóknarmanna í Kópavogi í gærkvöldi eftir að deilur spruttu upp vegna fjörutíu nýskráninga í félagið fyrir fundinn. Innlent 13.10.2005 18:45 Maraþonátök í Framsóknarflokknum Átökin í Framsóknarflokknum eru til tveggja ára því flokksmenn telja að þá muni Halldór Ásgrímsson hætta í stjórnmálum. Árni Magnússon ætlar sér formannsstólinn og hefur hafið valdatafl þar sem hver leikur skiptir máli. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:45 Hallarbyltingu afstýrt Páli Magnússyni varaþingmanni tókst að afstýra því að andstæðingar hans næðu völdum í Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. </font /> Innlent 13.10.2005 15:30 Óskar eftir uppgjöri í framsókn Fylkingarnar tvær innan Framsóknarflokksins takast á um völd innan flokksins. Formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík vonar að til uppgjörs komi á flokksþingi svo hægt sé að byrja upp á nýtt. Hann segir mikla óánægju meðal flokksmanna, ekki síst á landsbyggðinni. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:30 « ‹ 42 43 44 45 46 47 … 47 ›
Framsókn hreyfir við Norðmönnum Forsætisráðherra Noregs, Kjell Magne Bondevik, segir Evrópustefnu Framsóknarflokksins hafa áhrif í Noregi. Í samtali við Fréttablaðið segir Bondevik að Norðmenn fylgist grannt með þróun umræðunnar um Evrópumál á Íslandi. Aðildarviðræður séu á dagskrá Norðmanna í fyrsta lagi 2007. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50
Stöðugur flótti stuðningsmanna ESB Enn er hart tekist á um afstöðu til Evrópusambandsins á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar eru á stöðugum flótta og hafa andstæðingar náð fram verulegum breytingum frá upphaflegri tillögu að ályktun. Þá stefnir í að Framsóknarflokkurinn álykti að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Innlent 13.10.2005 18:50
Halldór fékk 81,85% atkvæða Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins á flokksþinginu á öðrum tímanum í dag. 406 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði en alls voru atkvæðin 520, þar af tvö ógild og 22 skiluðu auðu. Halldór fékk því 81,85% atkvæða. Ef auðir seðlar eru taldir með fékk formaðurinn 78,4% atkvæða. Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari. Innlent 13.10.2005 18:50
Innanlandsflug áfram í Reykjavík Gert er ráð fyrir að Framsóknarmenn samþykki ályktun um höfuðborgarstefnu þar sem lagt er til að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík. Í upphafi þings lá fyrir tillaga um að innanlandsflug til höfuðborgarsvæðisins yrði flutt til Keflavíkur. Innlent 13.10.2005 18:50
Orðrómurinn ekki réttur Halldór Ásgrímsson, sem endurkjörinn var formaður Framsóknarflokksins um helgina, finnst vegur sinn innan flokksins ekki hafa minnkað. Hann kannast ekki við það sem sumir framsóknarmenn hafa haldið fram, að formaðurinn hafi tekið einhverja tiltekna einstaklinga að brjósti sér og úthýst öðrum. „Ég kannast við þennan orðróm en hann er einfaldlega ekki réttur,“ segir Halldór. Innlent 13.10.2005 18:50
Ungir framsóknarmenn fagna Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður fagnar því að ákvörðun hafi verið tekin um endurskoðun á stefnu Framsóknarflokksins í evrópumálum. Félagið segir þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið, enda líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins þurfi til að Ísland hefji aðildarviðræður. Innlent 13.10.2005 18:50
Harður ágreiningur á flokksþinginu Harður ágreiningur er um Evrópustefnu Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir á Nordica-hótelinu í Reykjavík. Formaður og varaformaður flokksins eru ekki sammála um hvaða leið skuli fara og nú er unnið að því að finna málamiðlun. Innlent 13.10.2005 18:50
Norðmenn fylgjast með flokksþingi Forsætisráðherra Noregs bíður ákvörðunar framsóknarmanna um stefnu í evrópumálum. Halldór Ásgrímsson segir að Norðmenn muni hugsanlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á næstunni og það kippi fótunum undan EES-samningnum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50
Afgreiðsla ályktana að hefjast Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf. Innlent 13.10.2005 18:50
Vilja undirbúa aðildarviðræður Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50
Hörð átök um Evrópustefnuna Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Innlent 13.10.2005 18:50
Nýstárleg nálgun við byggðamál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina. Innlent 13.10.2005 18:49
Ekki aðildarviðræður að ESB Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þetta kom fram í setningarræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir á Grand Hótel í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:49
Formannskjör ekki útilokað Flokksþing framsóknarmanna hefst í dag. Ekki er útilokað að Kristinn H. Gunnarsson bjóði sig fram á móti sitjandi formanni eða varaformanni. Búist er við átökum á þinginu, þar á meðal um stefnuna í Evrópumálum </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Ekki aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. Innlent 13.10.2005 18:49
Nýju framsóknarfélögin fá aðild Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag. Innlent 13.10.2005 18:49
Klára skuldir vegna Tímans Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun. Innlent 13.10.2005 18:49
Vill fækka ráðuneytum Framsóknarmenn ræða stórfellda fækkun ráðuneyta. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á flokksþingi þeirra í dag hugmynd um að fækka þeim úr þrettán niður í sex til átta. Innlent 13.10.2005 18:49
Nýtt kvenfélag framsóknar stofnað Tvö félög framsóknarkvenna starfa nú í Kópavogi. Framsóknarfélagið Brynja var stofnað í gær af sextíu og einni konu sem gengu í Framsóknarfélagið Freyju, Félag framsóknarkvenna í Kópavogi, fyrir síðasta aðalfund félagsins. Aðalfundurinn var hins vegar úrskurðaður ólöglegur þar sem láðst hafði að samþykkja breytingar á lögum félagsins fyrir fundinn. Innlent 13.10.2005 18:48
Siv undrast að vera ekki boðið Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Innlent 13.10.2005 18:48
Kristinn ekki sigurvegari Pétur Blöndal alþingismaður er ekki á því að Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður hafi, með endurreisn sinni í Framsóknarflokknum, sigrað flokksforystuna að því er fram kom í máli Péturs í þættinum Íslandi í bítið í morgun. Innlent 13.10.2005 18:47
Ágreiningurinn ekki úr sögunni Kristinn H. Gunnarsson segir allan skoðanaágreining ekki úr sögunni þótt hann tæki aftur sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins. Innlent 13.10.2005 18:47
Sagði sig úr Samfylkingunni Aðalheiður Sigursveinsdóttir, sem kjörin var í stjórn Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku sagði sig úr Samfylkingunni sama dag og hún var kjörin í stjórn Framsóknarfélagsins. Innlent 13.10.2005 15:31
Hátt í 200 nýskráningar í Framsókn Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar. Innlent 13.10.2005 15:31
Árni í formannsframboð? Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. Innlent 13.10.2005 15:30
Upplýst samþykki fyrir líffæragjöf Samband ungra framsóknarmanna skorar á Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að skoða hvort hægt sé að útbúa upplýst samþykki landsmanna fyrir líffæragjöf. Benda ungir framsóknarmenn sérstaklega á framkvæmd sem tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna þar sem tekið er fram á ökuskírteini viðkomandi hvort líffæragjöf er samþykkt eður ei. Innlent 13.10.2005 18:45
Átök innan Framsóknar halda áfram Átök innan Framsóknarflokksins halda áfram, enda aðeins rúmar þrjár vikur í landsfund flokksins. Gera þurfti hlé á fundi Ungra framsóknarmanna í Kópavogi í gærkvöldi eftir að deilur spruttu upp vegna fjörutíu nýskráninga í félagið fyrir fundinn. Innlent 13.10.2005 18:45
Maraþonátök í Framsóknarflokknum Átökin í Framsóknarflokknum eru til tveggja ára því flokksmenn telja að þá muni Halldór Ásgrímsson hætta í stjórnmálum. Árni Magnússon ætlar sér formannsstólinn og hefur hafið valdatafl þar sem hver leikur skiptir máli. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:45
Hallarbyltingu afstýrt Páli Magnússyni varaþingmanni tókst að afstýra því að andstæðingar hans næðu völdum í Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. </font /> Innlent 13.10.2005 15:30
Óskar eftir uppgjöri í framsókn Fylkingarnar tvær innan Framsóknarflokksins takast á um völd innan flokksins. Formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík vonar að til uppgjörs komi á flokksþingi svo hægt sé að byrja upp á nýtt. Hann segir mikla óánægju meðal flokksmanna, ekki síst á landsbyggðinni. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:30