Skotárásir í Bandaríkjunum

Fréttamynd

Ung­lingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsa­villt

Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir.

Erlent
Fréttamynd

Fjölda­skot­á­rás í af­mælis­veislu í Ala­bama

Fjórir eru látnir og allt að tuttugu særðir vegna fjöldaskotárásar í borginni Dadeville í Alabama. Skotárásin átti sér stað klukkan um hálf ellefu að staðartíma í gærkvöldi. Flest þeirra sem urðu fyrir skotárásinni eru sögð vera á táningsaldri.

Erlent
Fréttamynd

Sat fyr­ir lög­regl­u­þjón­um eft­ir að hann skaut sam­starfs­menn sína

Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn fyrr­verandi starfs­maður bankans

Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að reka þing­menn sem mót­mæltu skot­vopnum

Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana

Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“.

Erlent
Fréttamynd

Fimm ára skaut sextán mánaða bróður sinn til bana

Sextán mánaða drengur var skotinn til bana af fimm ára systkini sínu í Indiana í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Eldra barnið mun hafa komist í skammbyssu sem var á heimili þeirra og notaði hana til að skjóta ungabarnið til bana.

Erlent
Fréttamynd

„Ó­þægi­legt þegar eitt­hvað svona gerist ná­lægt manni“

Íslenskur námsmaður sem býr í næsta nágrenni við skotárásina sem varð þremur níu ára börnum að bana í Nashville í gær segir atburðinn skelfilegan. Hún segist nær alltaf vör um sig í skólanum vegna þess hversu skotárásir séu algengar í Bandaríkjunum. Við vörum við myndefni sem fylgir þessari frétt.

Erlent
Fréttamynd

Kona skaut sex til bana í skóla í Nas­hvil­le

Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang.

Erlent
Fréttamynd

Á­kæra ekki sex ára dreng sem skaut kennara

Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunums segir ósennilegt að sex ára drengur sem skaut kennara sinn í grunnskóla verði ákærður. Ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um hvort fullorðinn einstaklingur verði ákærður vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi

Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu.

Erlent
Fréttamynd

Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann

Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna.

Erlent
Fréttamynd

Sex skotin til bana í smá­bæ

Sex létust í röð skotárása í smábænum Arkabutla í Mississippi í Bandaríkjunum í dag. Einn hefur verið handtekinn, grunaður um ódæðið.

Erlent
Fréttamynd

Þrír skotnir til bana í háskóla í Michigan

Að minnsta kosti þrír létust og fimm særðust hið minnsta þegar byssumaður hóf skothríð á svæði Ríkisháskólans í Michigan (e. Michigan State University (MSU)) í East Lansing í Bandaríkjunum í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Þekkti fórnarlömb sín ekki og tilefnið enn óljóst

Hinn 72 ára gamli Huu Can Tran þekkti ekkert af þeim ellefu fórnarlömbum sínum sem hann skaut til bana í Monterey Park í Kaliforníu aðfaranótt síðasta sunnudag. Tran myrti ellefu manns og særði níu þegar hann skaut á hóp eldri borgara í danssal í bænum, þar sem verið var að halda upp á nýtt tunglár.

Erlent
Fréttamynd

Tveir nem­endur látnir eftir skot­á­rás

Tveir nemendur skóla, sem er ætlaður ungmennum sem eiga erfitt uppdráttar í hefðbundnu skólakerfi, eru látnir eftir skotárás. Einn starfsmaður var alvarlega særður í árásinni.

Erlent