Krakkar

Fréttamynd

Góð hjartaðir hljómsveitastrákar í Hvera­gerði

Þeir eru góð hjartaðir fimmtán og sextán ára strákarnir í Hveragerði, sem hafa ákveðið að halda styrktartónleika fyrir „Sjóðinn góða“ á Suðurlandi, sem er fyrir þá sem minna mega sín í jólamánuðinum og yfir jólin. Nafn hljómsveitarinnar vekur sérstaka athygli.

Innlent
Fréttamynd

Haga­skóli vann Skrekk

Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík í kvöld. Atriði skólans var ádeila á útlendingamálin.

Lífið
Fréttamynd

Skrekkur í lausu lofti vegna verk­falls: „Þetta er út í hött“

„Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda.

Innlent
Fréttamynd

Biður for­seta um breytt fyrir­komu­lag á skólamáltíðum

Nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum leggur til að að grunnskólar landsins taki upp staðlaðan vikumatseðil. Slíkt segir hann myndu koma í veg fyrir matarsóun og að hann lendi í því að fá sama matinn í hádegis- og kvöldmat. Hann býður forseta Íslands á fund sinn til að kynna hugmyndina betur og vita hvort hún geti komið henni áleiðis. 

Lífið
Fréttamynd

Heim­sóttu 160 battavelli á átta dögum

Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga.

Lífið
Fréttamynd

Búa til barna­efni á ís­lensku á Youtu­be

Kristín Erla Tryggvadóttir, frú Kristín, og tónlistarkonan Auður Linda, ALINA, eru konurnar á bak við Youtube-rásina Frú Kristín, þar sem þær búa til barnaefni á íslensku. Rásin er hugsuð fyrir yngsta aldurshópinn, 0-3 ára. Kristín og Auður voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Nem­endur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín

Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Safnar undir­skriftum gegn for­eldrum

Nemandi í 10.bekk Laugalækjarskóla segir kennara hafa hemil á árgangnum alla daga og því sé ekkert því til fyrirstöðu að þeir fari einir með krökkunum í útskriftarferð. Hún stofnaði því undirskriftalista til að mótmæla fjölda foreldra í ferðina.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur kátt á Klambra

Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Hlustendaverðlaunin 2024: Barna­kór tók undir með XXX Rottweiler

Félagarnir í þekktustu og gamalgrónustu rapphljómsveit landsins XXX Rottweiler mættu, sáu og sigruðu á Hlustendaverðlaunum 2024 sem fram fóru í Gamla bíó á fimmtudagskvöld. Óvæntir gestir frá Drengjakór Reykjavíkur og Kársneskórnum slógu í gegn á sviðinu með hljómsveitinni.

Tónlist
Fréttamynd

„Ekki fleiri íbúafundi!“

Hundruð grindvískra barna komu saman á fundi í Laugardalshöll í dag, þar sem þau ræddu stöðu sína vegna jarðhræringanna við heimabæinn.

Innlent
Fréttamynd

Safna fyrir lit­ríkri endur­komu Lilla tígurs

Hinn sex ára gamli Grettir Thor Árnason safnar nú fyrir framhaldsseríu af geysivinsæla barnaefninu um Lilla tígur ásamt móður sinni Þórhildi Stefánsdóttur á Karolina Fund. Að þessu sinni mun Lilli tígur leika sér með litina og hafa mæðgurnar Fanný Ragna Gröndal og Elma Örk Johansen bæst í hópinn.

Lífið
Fréttamynd

Úlfur, úlfur slær í gegn hjá 10. bekk á Akra­nesi

Nemendur í 10. bekk Grundaskóla á Akranesi hafa lítið þurft að kíkja í skólabækurnar sínar síðustu vikur því öll einbeiting þeirra og kraftur hefur farið í að æfa söngleikinn “Úlfur, úlfur”, sem þau sýna nú fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stelpur moka fyrir gott mál­efni

Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans.

Innlent